Fréttatíminn - 16.08.2013, Síða 18
Það skemmti-
lega við leik-
arastarfið er
að fá að setja
sig í fótspor
allra þessara
persóna. Og
þegar maður
verður betri
í því og fær
meiri reynslu
þá gefur það
manni bara
meira og
meira.
É
g er frekar feiminn að eðlis-
fari eins og margir leikarar
eru. Ég held að það sé líka
ákveðin ástæða fyrir því að
menn sækja í svona starf.
Þá er maður ekki maður sjálfur og þó
maður sé það þá er maður það ekki.
Það skemmtilega við leikarastarfið er
að fá að setja sig í fótspor allra þess-
ara persóna. Og þegar maður verður
betri í því og fær meiri reynslu þá gefur
það manni bara meira og meira,“segir
Ólafur Darri Ólafsson leikari.
Flestir Íslendingar þekkja Ólaf Darra
Ólafsson, leikarann geðþekka, og það
er ekki annað hægt en að þykja vænt
um hann. Þeir gera það líka í Holly-
wood, því að hann fær hvert hlutverk á
fætur öðru. Ólafur Darri hefur fengið
lof fyrir frábæran leik í íslenskum og
erlendum kvikmyndum, fyrir leik sinn
í leikhúsi hér heima og erlendis, hann
hefur framleitt bíómyndir og verið
boðið fjölda hlutverka í Hollywood bæði
í sjónvarpsþáttum og bíómyndum. „Ég
er nýverið búinn að fá tilboð um að
leika í prufuþátt og ég get eðli málsins
samkvæmt ekki sagt hver hann er. En
ég get sagt að þátturinn er gerður fyrir
sjónvarpsstöðina AMC sem framleiðir
Mad Men, Breaking Bad, Walking dead
og The Killing sem dæmi. Ef menn
ákveða að prufu þátturinn eigi að verða
að þáttaröð þá fær maður frekari vinnu
sem væri gaman“ segir Ólafur Darri.
Ólafur Darri mun líka leika Hamlet í
Borgarleikhúsinu um næstu áramót og
leika aðalhlutverkið í sjónvarpsþátta-
röðinni Ófærð sem Baltasar Kormákur,
Sigurjón Kjartanson og Magnús Viðar
eru að framleiða. Hún fer líklega í tökur
eftir áramót.
Ólafur Darri fæddist í Bandaríkj-
unum og bjó þar sín fyrstu ár ásamt
foreldrum sínum og systkinum. Eftir
það flutti hann í Breiðholtið þar sem
hann bjó til 25 ára aldurs. „Ég fékk
frekar frjálst uppeldi og á þeim tíma
voru menn frekar líbó. Það var ofboðs-
lega gott að alast upp í Breiðholtinu og
þar var samheldinn hópur krakka sem
maður heldur smá sambandi við. Það
voru góðir tímar og gaman að vera til,“
segir Ólafur Darri.
Ólafur segir foreldra sína hafa alltaf
verið mikið lestrarfólk og hann eðlilega
hafi hann smitast af því. „Ég man þegar
Ætlaði aldrei að verða leikari
Alltaf jafn
undrandi
þegar
leikstjórar
taka séns
á manni.
Ólafur Darri Ólafsson segist vera frekar feiminn að eðlisfari en það sé líka ákveðin ástæða fyrir því að menn
sækja í leikarastarfið. Hann segir tilfinninguna þá sömu núna þegar honum er boðið hlutverk í Hollywood
og þegar honum var boðið fyrsta hlutverkið í Þjóðleikhúsinu fyrir um 15 árum síðan. Hann segist alltaf
reyna að standa sig vel í þeim hlutverkum sem hann fær og lætur sig dreyma um að hafa unnið sig upp.
ég fór loksins að lesa bækur sjálfur
að þá fór ég í Bókabílinn og vildi taka
20 bækur en ég mátti bara taka 10
án þess að fá sérstakt leyfi. Ég las
mjög mikið en þá voru aðrir tímar. Ég
vorkenni stundum unglingum í dag
því að það er svo mikið framboð af
öllu, tölvuleikjum, bíómyndum, sjón-
varpsefni og allt innan seilingar,“ segir
Ólafur Darri.
„Pabbi minn er læknir og mamma
mín er hjúkrunarfræðingur og það
er ekki mikið af listamönnum í minni
fjölskyldu en þau eru samt afskaplega
listhneigð. Þau voru til dæmis dugleg
að kaupa myndlist þrátt fyrir lítil efni.
Það var líka ákveðin hefð á mínu
heimili að kaupa þrjá ársmiða í leik-
húsið og svo fengu systkinin að fara
á sýningar til skiptis og ég fór mikið í
leikhús. Sumt fannst mér skemmtilegt
en margt leiðinlegt líka. En ég ætlaði
aldrei að vera leikari,“ segir Ólafur
Darri.
Framhald á næstu opnu
18 viðtal Helgin 16.-18. ágúst 2013