Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 22
Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is Þú sækir! F oreldrar mínir gengu í gegnum það að missa tvö börn og mig langar ekki að deila þeirri reynslu með þeim. Það er virkilega eitthvað rangt við það að fólk sé að lifa börnin sín, það er á móti nátturulögmálinu. Draum- urinn er sá að þegar fólk fær að vita að barnið sitt sé með Rett Syn- drome þá fái það að vita í kjölfarið að það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur því að það sé til lækn- ing við því,“ segir Bryndís María Leifsdóttir móðir Guðrúnar Sædal Friðriksdóttur. Guðrún er 6 ára gömul og hefur verið greind með Rett Sydrome. Rett Syndrome er taugasjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingu á MECP2 geninu á X litningum og er algengastur hjá stúlkum. Sjúkdómurinn lýsir sér í því að barn fæðist heilbrigt en eftir 18 mánuði byrjar barnið að missa hæfileikann til tjáningar og tals sem og að handafærni skerðist. Sem dæmi um einkenni þeirra sem eru með Rett Syndrome eru endurteknar handahreyfingar, krepptar hendur og fingur, stíft göngulag eða lítil geta til gangs, öndunarerfiðleikar, hryggskekkja og hjarta truflanir. Um helmingur þeirra sem þjást af Rett fá floga- köst og fæstir ná hærri aldri en milli 40 og 50. „Það er svakalega mikill fjöldi af rannsóknum í gangi, þetta er eins og kraumandi pottur og ég finn að eitthvað er að fara að gerast. Harvard háskóli er að rannsaka sjúkdóminn og nú er til dæmis samvinnuverkefni hafið á milli Harvard og „Boston Childrens Hospital“ þar sem verið er að rannsaka áhrif vaxtarhormóna á einkenni sjúkdómsins. Stúlka sem tekur þátt í rannsókninni er farin að sýna sjáanlegan árangur. Hún var hætt að gefa frá sér hljóð en er nú farin að reyna að mynda orð. Það er mjög mikið að gerast en allt ræðst af því að fjármögnun fáist fyrir rannsóknunum,“ segir Bryndís María. Guðrún Sædal Friðriksdóttir er 6 ára og hefur greinst með þann sjaldgæfa taugasjúkdóm Rett-Syndrome. Nú er verið að rannsaka sjúkdóminn um allan heim og tilraunir sem gerðar hafa verið á músum gefa læknum von um að hægt verði að hjálpa mönnum. Friðrik Sædal bróðir Guðrúnar sem er 8 ára mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Rannsóknarsjóði Guðrúnar. Draumurinn er að lækning finnist Framhald á næstu opnu Fjölskyldan nýtur þess að vera saman í frii. Friðrik, Elísa Sædal, Guðrún Sædal, Bryndís María og Friðrik Sædal. Ljósmyndir/Hari 22 viðtal Helgin 16.-18. ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.