Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.08.2013, Side 35

Fréttatíminn - 16.08.2013, Side 35
heilsa 35Helgin 16.-18. ágúst 2013 • Chia fræin er mjög próteinrík og innihalda allt að 30 gr af próteini í hverjum 100 gr sem er meira en er að finna í kjúklingabringu eða lambalæri. Það er því tilvalið að bæta þeim út í orkudrykki , brauð og grauta til að auka próteininnihald máltíðarinnar. • Chia fræin eru einnig mjög rík af lífs- nauðsynlegum omega 3 og omega 6 fitusýrum. Þau eru ríkasta uppspretta omega 3 sem völ er á í jurtaríkinu og myndu því teljast sérlega góð fyrir fólk með bólgusjúkdóma, þar sem omega 3 myndar bólgueyðandi efni í líkamanum. • Yfirleitt skemmast omega fitusýrur við eldun en í chia fræjunum virðast þær þó ekki skemmast, sökum þess að fitusýrurnar eru bundnar andoxunar- ríkum trefjum fræsins. Þó er enn betra að nota chia fræ í hráu formi. • Þessir litlu næringarrisar eru mjög ríkir af kalki, járni, magnesíum og fosfór og eru einnig stútfullir af trefjum. • Líkaminn þarf á andoxunarefnum að halda til að viðhalda eðlilegri líkams- starfsemi og æskuljóma. Chia fræ eru mjög rík af andoxunarefnum og stuðla því að heilbrigði hverrar einustu frumu líkamans. • Þau geta allt að 12 faldað þyngd sína ef þau eru látin liggja í vatni í dálitla stund, þau bólgna út og eru mjög seðjandi og gefa góða seddutilfinn- ingu. • Chia fræin eru einstaklega blóð- sykursjafnandi sökum hás innihalds próteins, trefja og fitusýra og stuðla því að betra jafnvægi í blóðsykri. • Fræin eru mjög bragðlítil og yfirgnæfa því ekki bragð af öðru hráefni í réttum, virðast frekar ýta undir bragð annarra fæðutegunda. Þau halda matnum líka lengur ferskum. Það er upplagt að blanda chia fræjum saman við morgungrautinn (eftir suðu og láta standa smá stund) eða í morgundrykk- inn, yfir salatið og bara út á flesta rétti. Fengið á vefnum heilsubankinn.is  Heilsa Kostir cHia fræja Litlir næringarrisar Það má segja að þessi litlu, krúttlegu fræ hafi lagt heiminn að fótum sér, slíkar eru vinsældir Chia. Enda eru þau alveg mögnuð, ótrúlega rík af nær- ingarefnum og eru því talin til fæðu sem fellur í svokallaðan ofurfæðuflokk. Saga chia fræsins nær allt aftur til 3500 F.K. og eru þau talin hafa verið mikilvægur hluti af fæðu Maya og Azteca. Karrítómatar • 50 g smjör • 1 stk laukur saxaður • 50 g sveppir ferskir sneiddir • 1 stk paprika græn • 175 g grænar baunir frosnar • 1,5 msk maísenamjöl • 1,5 msk karrí • 0,1 tsk turmeric • 0,2 tsk kúmen • 1 stk hvítlauksgeirar press- aðir • 0,2 tsk salt • 0,1 tsk pipar • 1 dl mjólkdl • 2,5 dl grænmetissoð dl • 3 stk tómatar stórir sneiðar • 100 g ostur rifinn Matreiðsluleið­ beiningar Bræðið smjörið á stórri pönnu. Látið lauk , sveppi, papriku og baunir krauma í smjörinu í 5 mín. Setjið maizenamjöl , karrí og annað krydd í skál og blandið vel saman. Bætið mjólk út í þannig að úr verði þykkt mauk. Hrærið maukinu vel saman við grænmetið. Hellið soðinu (vatn +1/2 tsk grænmetiskraftur) út á og látið krauma þar til blandan þykknar. Setjið grænmetis- blönduna í smurt eldfast mót og raðið tómatsneiðunum ofan á. Setjið álþynnu yfir. Bakið við 180°C. í 1 klst. Fjarlægið álþynnuna þegar 20 mín eru eftir af bökunar- tímanum. Stráið osti yfir og bakið í 20 mín. Berið fram með brauði, smjöri og hrís- grjónum ef nota á sem léttan aðalrétt. Karrítómatar Mikið framboð er í verslunum þessa dagana af gómsætum, íslenskum tómötum sem gaman er að elda úr. Hér er ein uppskrift af karrítómötum sem eru góðir sem léttur aðalréttur eða sem meðlæti með kjöti eða fiski. Uppskriftin er fengin af ms.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.