Fréttatíminn - 16.08.2013, Qupperneq 36
36 matur Helgin 16.-18. ágúst 2013
www.odalsostar.is
Cheddar er framleiddur á Sauðarkróki og kinkar
kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur
er eftir samnefndum bæ í Somerset, Englandi.
Vinsældir Cheddars-osts eru slíkar að í dag er
hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er
þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur,
með votti af beikon- og kryddjurtabragði og
ferskri, eilítið sýrðri, ávaxtasætu í lokin. Cheddar
er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í
baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti.
ÍSLENSKUR CHEDDAR
LAGLEGUR
Pipp hrákaka
Botn
300 g möndlur
200 g mjúkar döðlur, steinlausar. Ef
döðlurnar eru ekki mjúkar er ágætt að
leggja þær í volgt vatn í 10 til 15 mín-
útur, hella vatninu af og nota þær svo.
1 1/2 dl kakó, lífrænt
Aðferð:
1. Setjið möndlur í matvinnsluvél og
malið fínt.
2. Saxið döðlur og setjið út í mat-
vinnsluvél ásamt kakói og blandið
vel saman.
3. Setjið smjörpappír í hringlaga form
og þjappið blöndunni í formið. Setjið
í fyrsti og búið næst til piparmyntu-
krem.
Piparmyntukrem
2 dl kasjúhnetur sem lagðar hafa verið í
bleyti, sjá aðferð
1 dl kókosolía (mjúk en ekki fljótandi)
1 dl fljótandi sætuefni, agavesíróp eða
lífrænt hunang
piparmyntudropar, t.d frá Now, eftir
smekk
Ef þið notið hreina ilmkjarnaolíu þá eru
2 dropar nóg. Ágætt er að setja skeið
undir þegar droparnir eru taldir því
að ef fleiri en tveir dropar fara óvart
í kremið verður það of bragðsterkt
og er því líklega ónýtt. Ef notaðir eru
venjulegir piparmyntudropar þarf um
2 tsk.
Aðferð:
1. Setjið hneturnar í skál og látið kalt
vatn yfir þar til flýtur yfir hneturnar.
Látið standa í um 6 klukkustundir
eða yfir nótt. Hellið þá öllu vatni af
og setjið í matvinnsluvél.
2. Bætið kókosolíu og sætuefni við og
blandið vel þar til kekkjalaust og
mjúkt.
3. Setjið piparmyntudropa út í og
blandið saman.
2-3 bananar, skornir í sneiðar
100-150 g 70% súkkulaði
Kakan sett saman
1. Takið botninn úr frysti og smyrjið
kreminu á.
2. Sneiðið banana og raðið yfir.
3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og
notið skeið til að hella yfir, svipað
og á mynd. Kakan er þá tilbúin til
að bera fram. Einnig má setja hana
aftur í frysti og bera fram þegar
hentar.
Pítu- og
hamborgarabrauð
(ger- og sykurlaus)
500 g fínmalað spelthveiti eða blandað
fínt og gróft spelt til helminga
1 msk. vínsteinslyftiduft
2 tsk. sjávarsalt
300 ml volgt vatn
4 msk. jómfrúarólífuolía
1-2 msk. sesamfræ
2 msk. graskersfræ (má sleppa)
Aðferð:
1. Blandið saman spelthveiti, lyftidufti
og salti.
2. Blandið olíu og vatni saman við.
3. Hnoðið þetta aðeins og breiðið
yfir skálina. Látið standa í 30-40
mínútur.
4. Hitið ofninn í 200 gráður.
5. Náið þá deiginu saman. Ef það
klístrast við fingurna bætið þá örlitlu
spelthveiti við, 1/2 msk. í einu þar til
deigið er nánast hætt að límast við
ykkur og auðveldlega er hægt að
móta úr þessu 6-7 bollur (um 100-
130 g hver eftir því hvað þið viljið
hafa brauðin stór).
6. Leggið smjörpappír á bökunarplötu
og setjið deigkúlur á eina í einu,
sléttið úr kúlunum með lófanum.
Mótið brauðin ílöng eða eins og þið
viljið hafa þau í laginu. Athugið að
brauðin hvorki lyftast né stækka
mikið við baksturinn.
7. Penslið bollurnar með vatni og stráið
sesam- og graskerfræjum yfir.
8. Setjið í miðjan ofn í 15-20 mínútur
eða þar til rétt gullin.
9. Takið úr ofninum og berið fram. Látið
mesta hitann rjúka úr brauðunum
áður en þau eru skorin og fyllt.
Berglind Sigmarsdóttir, ásamt eiginmanni sínum Sigurði Gíslasyni og tveimur af fjórum börnum þeirra. Þau hjónin unnu
saman að uppskriftum bókarinnar. Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Heilsa Nýir Heilsuréttir fjölskylduNNar koma út
Mataræði barna
er mín ástríða
Berglind Sigmarsdóttir sendir nú frá sér sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Heilsuréttir fjöl-
skyldunnar. Í bókinni er að finna fjölda uppskrifta að ljúffengum og hollum réttum, umfjöllun um
heilsubætandi krydd ásamt reynslusögum foreldra af því hvernig breytt mataræði hefur haft
áhrif á hegðun og líðan barna þeirra.
Í fyrra sendi Berglind Sigmarsdóttir frá sér bókina Heilsuréttir fjölskyldunnar og seldist hún í tæp-lega þrettán þúsund eintökum og er ein vinsæl-
asta matreiðslubók sem komið hefur út hér á landi. Í
dag kemur út bókin Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar
sem er sjálfstætt framhald þeirrar fyrri. Sonur Berg-
lindar er með Tourette sjúkdóminn og með breyttu
mataræði var hægt að halda helstu einkennum niðri. Í
framhaldi af því ákvað Berglind að deila reynslu sinni
með öðrum og vekja fólk til umhugsunar um mikil-
vægi þess að borða hollan og góðan mat. Eftir útgáfu
fyrri bókarinnar höfðu margir foreldrar samband
við Berglindi, ýmist til að leita ráða eða deila reynslu
sinni. „Það var mér mikil hvatning og eins og nýr
heimur opnaðist. Mér fannst ég svolítið ein áður svo
það var virkilega gaman að heyra af öllum þeim sem
höfðu hjálpað börnum sínum á þennan hátt.“
Berglind telur að almennt hagi börn sér ekki illa
nema þeim líði illa, hvort sem það er líkamlega,
andlega eða bæði. Ekki sé alltaf um óþekkt að ræða.
„Börnum með athyglisbrest líður oft mjög illa eins og
til dæmis í skólanum þar sem þau þurfa að haga sér
á ákveðinn hátt en það er hægt að hjálpa þeim með
breytingum á mataræði og lífsstíl,“ segir Berglind.
Í bókinni kemur fram að algengustu óþolsvaldarnir
séu kúamjólk, glúten og sykur. „Það gerist stundum
að fólk áttar sig ekki á því að um óþol sé að ræða fyrr
en ákveðin fæðutegund er tekin út úr mataræðinu
í ákveðinn tíma.“ Berglindi er umhugað að fólk átti
sig á því að hlutverk fæðunnar sé ekki aðeins að gera
okkur södd. „Það sem við borðum hefur áhrif á skap,
orku, heilsufar, meltingu, svefn, námsárangur, bata og
fleira. Maturinn er eldsneyti líkamans. Engum dytti í
hug að fara út á bensínstöð og setja gos á bílinn sinn
og aka í burtu. Það sem nærir frumurnar okkar skiptir
að sjálfsögðu máli.“
Nokkrar mæður deila reynslu sinni í nýju bókinni
og er Berglind þeim einstaklega þakklát. „Það er mik-
ilvægt fyrir alla sem eiga börn eða vinna með börnum
að lesa reynslusögurnar því þær segja svo margt og
geta hjálpað fólki í sömu sporum.“
Í bókinni er fjöldi uppskrifta að ljúffengum og
hollum réttum auk kafla um kryddjurtir og mat og
hegðun barna. Við gerð uppskriftanna naut Berglind
liðsinnis eiginmanns síns, Sigurðar Gíslasonar mat-
reiðslumeistara og landsliðsmanns í kokkalandslið-
inu. „Við hjónin vinnum vel saman og veltum hug-
myndum á milli okkar. Ég þykist vita hvað fólk vill
elda heima hjá sér og huga að hollustunni en hann er
mjög klár að elda allan mat. Ég er enginn matreiðslu-
snillingur heldur er mataræði barna mín ástríða.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Ljúffengar og hollar uppskriftir úr
bókinni Nýir Heilsuréttir fjölskyldunnar
Lj
ós
m
yn
di
r
af
m
at
/G
un
na
r
Ko
nr
áð
ss
on