Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Page 36

Fréttatíminn - 16.11.2012, Page 36
leikhússins. „Í Macbeth er til dæmis búið að breyta einhverjum hlutverkanna svo nú eru fleiri konur í uppfærslunni en áður. Ég sé því ekkert til fyrir- stöðu að skipta þannig út karlhlutverkum fyrir kvenhlutverk, ef það hallar á konur í sýningunni.“ Þórunn segir að henni hafi fundist umræðan um kynjahallann í Dýrunum í Hálsaskógi hafa átt mikinn rétt á sér. „Ég get allavega ekki þrætt fyrir þá gagnrýni, “ segir hún hlæjandi, „ég er bara lítil sæt húsamús.“ Hún segir að mikil formfesta einkenni oft leikhúsið og því vilji hún sjá breytt. „Við erum óþarflega stíf með margt. Auð- vitað er hægt að skipta út kynhlutverkum einhverra dýranna. Ég vona að það verði gert.“ Þórunn segir að vegna fárra hlutverka hafi hún heyrt margar hryllingssögur af leikkonum sem að ítrekað reyndu að koma höggi á meðleikkonur sínar í keppni um bitastæðasta hlutverkið. „Ég veit svosem ekkert hvað er satt í þessu öllu saman. Sjálf hef ég aldrei fundið fyrir neinu nema velvild og vinskap. Ég var líka ótrúlega heppin með bekk í skólanum. Þar var alltaf lagt upp með að gera mótleikarann sem bestan og þá orku hef ég tekið með mér áfram. Ég held það sé einna mikil- vægast fyrir sýningar í heild að þær séu ekki keppni milli leikaranna. Við erum að vinna saman því enginn nennir að horfa á nokkra leikara á sviði runka sér og sínu egói í sínu horninu hver, það er bara ekki gaman.“ Þórunn er nýverið farin að æfa nýtt verk, Karma fyrir fugla. „Við erum bara búnar að æfa í viku núna, og ef ég má segja það, þá er ég lang spennt- ust fyrir því verki af því sem ég er að gera. Þetta er mjög víðtækt verk um stöðu konunnar og hlut- verkin sem við erum sett í mannfólkið.“ Þórunn hellti sér í rannsóknarvinnu fyrir verkið. „Vinnan fyrir hvert verk er eins og míníkúrs um einhvern kima lífsins. Núna hef ég verið að kanna heima vændis og kynbundins ofbeldis. Það kom mér virkilega á óvart hversu mikið af hræðilegum hlutum eiga sér stað hér á landi. Hér eru jafnvel til feður sem selja dætur sínar.“ Hún segir að með leikhúsinu langi hana að breyta heiminum, með einum áhorfanda í einu. „Að hafa áhrif á ein- hvern og miðla upplýsingum, þó það sé ekki nema einn einstaklingur sem þú nærð til í salnum hvort sem þú lætur hann brosa, hlæja eða vekur til umhugs- unar um samfélagið sitt. Það er mér ómetanlegt.“ Ætlar ekki að vera huglaus aftur Hún segist einnig læra margt af leik- húsinu sjálf. „Ég er alltaf að takast á við eitthvað stórkostlegt. Eins og til dæmis í Jónsmessunótt. Þar eru gömul hjón að fara yfir farinn veg og konan var aldrei hamingjusöm. Hún hafði aldrei kjarkinn til þess að fara frá honum. Ég hugsa með mér í hvert skipti sem ég fylgist með þeim á sviðinu að ég ætli aldrei að enda uppi sjötug og horfa til baka með eftirsjá. Ég hef verið huglaus og ég ætla aldrei aftur að vera það. Það mikilvægasta er að standa með sjálfri sér og vera óhrædd. Það sem hefur háð mér hvað mest í lífinu er að vera of kurteis. Maður verður að skapa sér rými. Heimurinn stöðvast ekk- ert þó þú gerir mistök,“ segir þessi kraftmikla leik- kona. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Þegar ég var komin á þetta pró- fessjonal stig í náminu langaði mig eiginlega að kasta upp af leiðindum á daginn. „FYRIR STELPUR Á ÖLLUM ALDRI!“ Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari „NAUÐSYNLEG BÓK FYRIR ALLAR STELPUR“ Ebba Guðný Guðmunds dóttir, rithöfundur og fyrirle sari „Ótrúlegar söguraf mögnuðum stelpum.Ég hvet allar stelpur semstráka til að lesa þessa bók.“Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona DY NA M O RE YK JA VÍ K Nú í vetur leikur Þórunn Arna í Dýrunum í Hálsaskógi, Jónsmessunótt, Macbeth og Karma fyrir fugla í Þjóðleikhúsinu. Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug alltaf ódýrara á netinu Bókaðu flugið á ernir.is Upplýsingar og bókanir sími: 562 2640 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is Bíldudalur Reykjavík Gjögur Vestmannaeyjar Höfn Húsavík „Konur eru orðnar miklu duglegri að skapa sér rými innan leikhússins.“ 36 viðtal Helgin 16.-18. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.