Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Page 64

Fréttatíminn - 16.11.2012, Page 64
64 heilsa Helgin 16.-18. nóvember 2012  ÆfingaáÆtlun antoine fons Hveitikím Ein næringarríkasta fæðutegund sem fyrirfinnst. Einstaklega ríkt af próteini (27g í 100g), járni, E og B1 vítamíni. Gott í múslí, jógúrt, bakstur og þeytinginn. Hveitikímolía – Hörfræolía – Omega 3-6-9 Auðugar af lífsnauðsynlegum fitusýrum. Góðar fyrir húð, hár, heila, hjarta- og æðakerfi. Til inntöku, í þeytinginn og grautinn. Blómafrjókorn (ofurfæða) Innihalda nánast öll vítamínin og steinefnin, einnig fitusýrur, amínósýrur, prótein (40%) og kolvetni. Orkugefandi og einnig góð til að varna sýkingum því þau innihalda ríkulegt magn propolis. Góð út á jógúrt, í músíl, þeytinginn og til inntöku (1-2 tsk.). - Bætiefni í fæðuformi NATUFOOD Mikilvægt að byrja rólega og borða rétt É g hugsaði þetta fyrir konur sem eru að byrja að koma sér í form. Skipt er um plan á milli daga og prógrammið miðast við að æft sé 3 sinnum í viku,“ segir Antoine Fons, nemi í einkaþjálfun. Hann setti saman æfingaáætlun fyrir konur sem langar til þess að komast í form á rólegan og einfaldan máta. Hann segir stærstu mistök fólks vera að byrja of geyst. „Ég mæli náttúrulega með því að fólk fái sér einkaþjálf- ara, sem sníður fyrir það prógramm sem hentar. En ef það ætlar að byrja sjálft mæli ég með rólegum æfingum því mestu mistök fólks eru að fara sér of geyst því það vill sjá mikinn árangur strax. En þannig sprengir það sig fljótt. Það er því mjög gott að hita upp á bretti í 4-7 mínútur eða nota bandvefsrúllurnar til að losa um bandvef og opna fyrir hreyfigetu í vöðv- anum. Til þess að þjálfa jafnvægi er hægt að gera sumar æfingar á bolta, eins og t.d. magaæfingar eða armkreppur með handlóð.“ Antoine segir að mataræðið skipti einnig höfuðmáli. „Það er mikilvægast í þessu öllu. Holl kolvetni, lítill sykur og mikil neysla ávaxta og grænmetis.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Antoine Fons skellti saman æfingaáætlun fyrir konur sem langar að byrja að hreyfa sig. „Það er ótrúlega gáfulegt að fá sér einkaþjálfara,“ segir Antoine Fons einkaþjálfaranemi. Hann segir fólk oft gera mikil mistök þegar það byrjar í þjálfun. Hann ráðleggur fólki að byrja hægt. Fréttatíminn fékk hann til þess að setja saman æfingaáætlun fyrir konur sem að vilja komast í form á rólegan en áhrifaríkan máta. Mikilvægt að leyfa tauga- kerfinu að venjast.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.