Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 80

Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 80
Bókaflokkur Stephenie Meyer um unglingsástir stúlkunnar Bellu og vampírunnar Edwards hafa notið mikilla vinsælda og sama er að segja um kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið eftir þeim undir merkjum Twilight, eða Ljósaskipta. Síðustu bókinni í flokknum, Break- ing Dawn, var að hætti Harry Potter og Hollywood skipt niður í tvær myndir og nú er loks komið að því að leiðir skilji með þeim Bellu og Edward og áhorfendum með frumsýningu Twilight Breaking Dawn Part 2. Parið Kristen Stewart og Robert Pattinson eru sem fyrr í fremstu víglínu í hlutverkum elskendanna en þau hafa ekki síður staðið í ströngu í einkalífinu en í þessum lokakafla þar sem framhjáhald Stewart hefur tekið af þeim báðum andlegan toll. Í þessum lokakafla er Bella orðin vampíra og hún og Edward búin að eignast stúlkuna Renesmee. Fæðing hennar leggst misvel í þá óvætti sem byggja heim parsins þannig að þau þurfa að smala saman öllum sínum vinum og bandamönnum fyrir lokabardagann fyrir lífi dóttur þeirra og þeirra sjálfra. 80 bíó Helgin 16.-18. nóvember 2012 Vegur leikarans Joel Kinnaman, sem leikur JW, hefur vaxið mjög frá því Snabba Cash var frumsýnd.  Frumsýnd Fundið Fé Sænska spennumyndin Snabba Cash gerði það gott árið 2010. Hún var gerð eftir samnefndri og vinsælli glæpasögu sænska lögfræðingsins og rithöfundarins Jens Lapidus frá 2006. Ungur, efnilegur en blankur hagfræðinemi, Johan Westlund, var í forgrunni sögunnar en til þess að geta lifað jafn hátt og ríkir félagar hans gerðist hann umsvifamikill í fíkiniefnaheimi Stokkhólms. Fyrir- hugað var að gera Snabba Cash að þríleik og nú er önnur myndin í flokknum komin til landsins. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is JW rótar sér í meiri vandræði 6 sætið . Gegn átakastjórmálum sameinum þjóðina www.sigsig.is Leiðréttum óréttlætið! Flestum er ofboðið eftir nær fjögurra ára vinstri stjórn. 1. Atvinnuleysi: 6.3%, 11.200 manns 2. Skuldastaða heimilanna: Óásættanleg eignarýrnum 3. Fátækt: Fjölmargir líða skort 4. Verðtrygging lána: Afnemum hana af neytendalánum 5. Atvinnulífið: Forsendan er að koma atvinnulífinu í gang Ég legg áherslu á að leysa úr þessum málum: Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 24. nóvember 2012 SIGURÐUR SIGURÐARSON  Ljósaskipti söguLok Blóðsugur berjast fyrir lífi barns Edward og Bella þurfa nú á öllum sínum vinum að halda þar sem lífi dóttur þeirra er ógnað. Þótt JW sé inn við beinið ágætis náungi á hann erfitt með að halda sig á beinu brautinni og auðfengið fé heillar hann sem fyrr. L ögmaðurinn Jens Lapidus hefur í störfum sínum sem slíkur haft kynni af sænskum glæpamönnum og í þann reynslubanka sækir hann í sakamálasögur sínar. Í Snabba Cash, eða Fundið fé eins og hún kallast í íslenskri þýðingu, sökkti hann sér ofan í undirheima Stokkhólms með þremur ólíkum glæpamönnum sem allir standa í fíkni- efnabasli. Johan Westlund, eða JW, er ungur náms- maður sem vill geta lifað hátt eins og félagar hans og gerist því umsvifamikil í fíkniefnasölu og sinnir helst þörfum yfirstéttarfólks. Jorge er dópsali sem sleppur úr fangelsi á ævintýra- legan hátt og ætlar að forða sér úr landi en þarf fyrst að ná sér niðri á þeim sem komu honum í fangelsi og Mrado er serbneskur mafíuhand- rukkari sem misþyrmir og drepur án þess að blikka auga en lætur sig dreyma um áhyggju- laust líf með dóttur sinni. Leiðir þessara manna liggja saman og hags- munir þeirra flækjast sundur og saman þar til allt endar með ósköpum og ferill JW í undir- heimunum fær skjótan endi þegar hann lendir í fangelsi. Þegar áhorfendur hitta JW fyrir aftur í Snabba Cash 2 hefur hann setið inni í þrjú ár. Hann hefur hagað sér vel og sér fram á reynslulausn með því skilyrði að hann haldi sig réttu megin við lögin. Það reynist honum hins vegar þrautin þyngri þar sem hann er vinafár og skítblankur. Hann veit til þess að einn af glæpafélögum hans frá fyrri tíð situr á vænni fjárfúlgu og freistingin til þess að reyna að komast yfir það illa fengna fé og leggja þannig grunninn að nýju og betra lífi ber hann ofurliði. Snabba Cash naut talsverðra vinsælda á sín- um tíma og er um þessar mundir að koma í bíó í Bandaríkjunum þar sem sjálfur Martin Scor- sese stendur fyrir kynningu hennar. Vegur leikarans Joel Kinnaman, sem leikur JW, hefur vaxið mjög frá því Snabba Cash var frumsýnd. Hann hefur gert það gott í bandarísku útgáfu sjónvarpþáttanna Forbrydelsen, The Killing. Þá leikur hann RoboCop í nýrri endurgerð hinnar blóðugu myndar Pauls Veerhoeven frá árinu 1987. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! 11 NÝJAR VERÐLAUNAMYNDIR LUX VERÐLAUN EVRÓPUÞINGSINS ÁTAK GEGN KYNBUNDNU OFBELDI ÞAGNARÞRÍLEIKUR THEO ANGELOPOULOS MIÐAVERÐ: 500 KR. Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS BIG TROUBLE IN LITTLE CHINA DRAUMURINN UM VEGINN 5. hluti Að heiman heim
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.