Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 4
Fjörugt fuglalíf á Snæfellsnesi Gódir landsmenn, www.mulakaffi.is I mulakaffi@mulakaffi.is OKKAR LANDSFRÆGU HJÓNABAKKAR OG ÞORRATROG HENTA VEL FYRIR STÓRA OG SMÁA HÓPA MUNIÐ AÐ PANTA TÍMANLEGA! SÍMI 553 7737 Michelsen_255x50_A_1110.indd 1 02.11.10 10:06 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is Fer að Snjóa Sunnan- og SuðVeSt- anlandS Fyrir hádegi, en annarS Staðar rólegheita VetrarVeður. höFuðborgarSVæðið: Snjókoma Eða éljaganguR mEiRa og minna allan daginn. ákVeðin n-átt, með éljum eða Snjó- koma norðan- og auStanlandS, en roFar til SunnanlandS og VeStan. höFuðborgarSVæðið: léttiR til og hiti um fRoStmaRk. hægari Vindur, en áFram n- eða na-átt. dálítil él norðan- og auStantil, en VíðaSt úrkomulauSt Syðra. höFuðborgarSVæðið: hæguR VinduR, úRkomu- lauSt og Skýjað mEð köflum. ekki þíða þessa helgina Síðustu tvær helgar frá áramótum höfum við fengið yfir okkur milt loft úr suðri með skarpri hláku og vandræðum af hennar völdum. Nú er allt annað veður upp á teningnum, en þó ekk- ert lát á sviptingum. Í dag er spáð snjómuggu um mesta allt sunnan og vestanvert landið og éljum með kvöldinu. Síðan snýst til N-áttar, hún all- hvöss. kólnar ekkert að ráði til að byrja með, en norðan- og norðaustantil kemur til með að snjóa með skafrenn- ingi. öllu betra syðra og á sunnudag dregur úr vindi á landinu og éljunum fyrir norðan og austan. Þá fer líka kólnandi. -1 -4 -3 -5 -2 0 -1 -1 0 1 -4 -2 -1 0 -2 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is tvö gefa kost á sér í biskupsframboð Sigríður Guðmarsdóttir, sóknar- prestur í grafarholti, gefur kost á sér til embættis biskups Íslands. Hið sama gerir Kristján Valur ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti. karl Sigurbjörnsson lætur af embætti biskups á þessu ári. Fram kom hjá Sigríði í viðtali við Ríkisútvarpið að þörf væri á breytingum og umbótum innan þjóðkirkjunnar. Stærst væri þörfin á samfélagi við þjóðina. Kristján Valur sagði á vef morgunblaðsins í gær að hann hefði með framboði sínu til vígslubiskups í fyrra sýnt að hann væri tilbúinn til að axla ábyrgð í kirkjunni. - jh fuglalíf á norðanverðu Snæfellsnesi er fjörugt, að því er fram kemur á vef náttúrustofu Vesturlands. Árlegri talningu vetrarfugla sem fram fer um áramót er lokið. Á talningar- svæðunum á norðanverðu nesinu voru nú samtals tæplega 29 þúsund fuglar af 39 tegundum. Fuglalífið var óvenju blómlegt vegna mikillar síldar- gengdar í Breiðafirði fjórða veturinn í röð og sáust nú enn fleiri fuglar en áður. Meðal þess sem mesta athygli vekur er gríðarlegur fjöldi máfa, súlna og annarra fiskiætna. Algengustu tegundirnar voru svartbakur, æðarfugl og hvítmáfur en máfar, æður, súla og fýll voru samtals ríflega 80 prósent af heildarfjölda. Samtals sáust 16 hafernir, fleiri en nokkru sinni fyrr. - jh Fylgst með bensín - mengun fram á vor Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða mun fylgjast með svæðinu í Hestfirði fram á vor en þar fór tankbíll Skeljungs út af veginum. Talið er að nær 25.000 lítrar af bensíni hafi lekið úr bílnum í jarðveg og út í sjó. Starfsmenn Skeljungs unnu að því fyrr í vikunni að dæla bensíni upp af jörðu og er talið að mikið magn þess hafi náðst upp, að sögn Antons helgasonar hjá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í viðtali við vef Bæjarins besta. anton segir ljóst að eitthvað verði eftir að bensíni í jarðveginum og umfangið komi ekki í ljós fyrr en starfsmenn Skeljungs hafa skilið bensínið frá vatninu. Bensínið sést á snjó, í klettum og í vegrásinni á um 70 metra löngum kafla. Anton segir að bensín gufi fljótt upp og leysist einnig fljótt upp í sjó. það muni því hvorki hafa langtímaáhrif á dýralíf né gróður á svæðinu. - jh  vörusvik viðbrögð við glæpsamlegri hegðun sílikon-Framleiðanda Sílikon-skoðun strandar á fé og fyrirkomulagi Þrátt fyrir að umræða um fölsku, frönsku sílikon-púðana hafi verið í hámæli frá því fyrir jól bíða 440 konur sem bera púðana undir brjósti enn eftir bréfi og leiðbeiningum frá lýtalækninum Jens Kjartanssyni. Hann bíður eftir upplýsingum frá velferðarráðuneytinu, sem senda á með bréfinu en velferðarráðuneytið sendir bréfið ekki frá sér fyrr en það hefur samið við Krabbameinsfélagið um fé og framkvæmd. Þ jark um fé og fyrirkomulag milli Krabbameinsfélags Íslands og vel-ferðarráðuneytisins er ástæða þess að Jens Kjartansson lýtalæknir hefur ekki fengið bréfið frá ráðuneytinu sem hann bíður eftir. Bréfið á að fylgja með hans bréfi sem ber þau skilaboð til þeirra 440 kvenna um hvernig þær eigi að snúa sér vegna fölsuðu, frönsku síli- kon-púðanna í brjóstum þeirra. Þetta er samkvæmt heimildum Frétta- tímans. Í bréfi ráðuneytisins verður þeim tilkynnt hvar þær eiga að panta sér tíma í ómskoðun svo hægt sé að sjá hvort púðarnir leki. Konur með PIP-púða sem hafa viljað panta tíma í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu og greiða fyrir hafa fengið neitun og verið beðnar um að bíða frekari upp- lýsinga. Jens Kjartansson lýtalæknir hefur upplýst að honum hafi verið ráðið frá því á fundi hjá landlæknisembætt- inu 18. nóvember 2010 að láta konurnar vita þegar frönsk yfirvöld greindu frá því að CE- merkingarnar yrðu teknar af púðunum, þar sem sama efni væri ekki í þeim og þeim sem fengu vottunina. Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir hins vegar að á þessum fundi hafi verið ákveðið að Jens hefði samband við konurnar og skoð- aði þær. Einnig að hann myndi upplýsa aðra lýtalækna um málið: „Það er það sem gerðist. Nákvæmlega hvað hann segir verður hann að standa fyrir.“ Engar viðvaranir voru því settar á vef emb- ættisins og segir Geir það hafa verið á hönd- um Lyfjastofnunar og vísar þangað. Danska lyfjastofnunin varaði hins vegar við notkun falska PIP-sílikonsins í brjóstapúðunum á vefsíðu sinni strax í apríl 2010. Einungis 66 danskar konur fengu þessa gerð sílikonpúða, bæði á einkastofum en einnig hjá hinu opin- bera, því tvær fengu fölsku púðana á háskóla- sjúkrahúsinu í Óðinsvéum. Í september sama ár ítrekaði danska embættið viðvörun sína. Ellen Jespersen hjá dönsku lyfjastofnun- inni, Lægemiddelstyrelsen, segir að strax í september 2010 hafi heilbrigðisstofnanir ver- ið beðnar um að óska eftir því að konurnar með PIP-púðana kæmu í skoðun. Í desember síðastliðnum – vel rúmu ári síðar – hafi hins vegar verið ljóst að 45 kvennanna hefðu ekki fengið slíkt bréf, þar sem lýtalæknisstofunni Privatklinikken ApS hefði lokað. Samkvæmt heimasíðum danska heilbrigðisráðuneytisins og landlæknisembættisins hefur þeim verið bent á að leita til síns læknis um framhaldið og til sjúkratryggingarfélaga telji þær sig hafa orðið fyrir skaða. Geir segir að fari bréf ráðuneytis- ins ekki út nú fyrir helgina, verði það líklegast sent strax eftir helgi. „Velferðarráðuneytið sér um kostnaðinn og við um upp- lýsingarnar,“ segir hann. „Ég get fullyrt að það að er fullur ásetningur hjá ráðuneytinu að taka á málinu af festu.“ gunnhildur arna gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is bítast um gögn lýtalæknanna lýtalæknar hafa leitað til lækna- félagsins til að ræða við landlækn- isembættið um hvort þeim beri að láta embættið fá upplýsingar um fegrunaraðgerðir. „Við munum setjast niður og ræða þessi mál. Ég er bjartsýnn á það að við munum fá upplýsingar,“ segir geir gunn- laugsson, landlæknir. „Það er okkar mat að það sé ótvíræður vilji löggjafans að slíkar upplýsingar séu aðgengilegar fyrir embætti landlæknis,“ segir Geir. Hann segir samvinnu mikilvæga spurður um þolgæði embættisins sem hefur frá 2005 óskað upplýs- inganna. Spurður um hvort hægt sé að taka leyfið af læknunum fari þeir ekki að þessum lögum svarar hann. „Við skoðum hvert skref fyrir sig.“ - gag geir gunnlaugsson, landlæknir. Mynd/Hari Sílikon er ekki bara sílikon. Það hefur franska fyrirtækið PiP, Poly Implant Prothèse, svo sannarlega gert lýðum ljóst. Ljósmynd/ gettyimages 4 fréttir Helgin 20.-22. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.