Fréttatíminn - 20.01.2012, Qupperneq 40
Í slendingar eiga það ekki aðeins sameiginlegt með Króötum að hafa áhuga á
handbolta, og vera í sama riðli á
Evrópumeistaramótinu í Serbíu,
heldur hafa löndin einnig staðið
í aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið á sama tíma. Ísland
var aukin heldur fyrsta landið til
að viðurkenna sjálfstæði Króatíu
í desember 1991 – svo kannski er
ekki úr vegi að athuga hvernig
landið er á vegi statt. Á sunnu-
dag ganga Króatar til kosninga
um nýgerðan aðildarsamning að
Evrópusambandinu. Skoðana-
kannanir benda til þess að 1. júlí
næstkomandi verði Króatía 28.
aðildarríki ESB.
Aðildarferlið hefur verið lagt,
strangt og þyrnum stráð. Þann
25. júní 1991 lýstu Króatar og
Slóvenar yfir sjálfstæði og úrsögn
úr júgóslavneska sambandsrík-
inu. Slóvenar sluppu auðveldlega
undan grimmum hrammi Serba
sem vildu í lengstu lög halda
Júgóslavíu saman en í Króatíu tók
við fjögurra ára skelfileg styrjöld.
Strax frá sálfstæðisyfirlýsing-
unni átti Evrópubandalagið (sem
svo hét áður en það breyttist í
Evrópusambandið í janúar 1993)
örðugt með að ákvarða afstöðu
sína gagnvart landinu. Þjóðverjar
vildu umsvifalaust viðurkenna
sjálfstæði Króatíu en Frakkar og
Bretar drógu lappirnar. Ekki var
fyrr en 15. janúar 1992 að Evrópu-
bandalagið viðurkenndi sjálfstæði
Króatíu – mánuði á eftir Íslandi.
Himinháar hindranir
Hindranirnar á veginum hafa
verið mýmargar. Sumar hverjar
himinháar. Framan af hafnaði
Evrópubandalagið aðildarumleit-
unum Króata á þeim forsendum
að þriðjungur landsins væri
hernuminn Serbum – sem enn
héngu á gömlu Júgóslavíu eins og
hundur á roði. Króatar náðu loks
að krafsa landið undan Serbum í
viðarmiklum hernaðaraðgerðum
árið 1995. Næsta hindrun fólst
í kröfu um að Króatar fram-
seldu stríðsglæpamenn sína til
alþjóðadómstólsins í Haag. En
heimamönnum fannst það nú
ekki huggulegt að senda stríðs-
hetjur sínar í hendur erlends
afls. Í valdatíð þjóðernissinnans
Franjo Tudjmans – sem hélt svo
fast um valdataumana að Króatía
varð um hríð líkara fasistaríki en
lýðræðislandi – kólnaði andrúms-
loftið milli Zagreb og ráðamanna í
Brussel svo fyrir fraus um tíma.
Ekki var fyrr en með valdatöku
hins frjálslynda Stipe Mesic um
aldamótin að samskiptin fóru að
þiðna á nýjan leik. Eftir fimm ára
markvissan undirbúning hófust
aðildarviðræðurnar loks í október
2005, í kjölfar umsóknar árið
2003. En slóðin var áfram ansi
grýtt og eftir vægast sagt hlykkj-
ótta þrautaleið landaði Króatía
loks aðildarsamningi við Evrópu-
sambandið í lok júní síðastliðinn,
sem undirritaður var nú skömmu
fyrir jól. Eftir viðamikið og flókið
staðfestingarferli í 27 aðildar-
ríkjum ESB er ráðgert að Króatar
gangi í Evrópusambandið þann 1.
júlí næstkomandi.
Frá því að samsteypustjórn
Stipe Mesic tók við völdum
hefur Króatía færst frá hálfgerðu
fasistaríki yfir í stöðugt lýðræðis-
ríki sem hvílir á nokkuð traustum
efnahag. Menntunarstig er hátt,
heilsugæsla góð og lífskjör vel
ásættanleg miðað við þá slóð
sem Króatar hafa þurft að feta frá
alræði til frjálslynds lýðræðis og
markaðsbúskapar.
Í skugga fjármálakrísunnar
Í verstu efnahagskreppu sem
skekið hefur heiminn – og
evrusvæðið alveg sérstaklega –
ganga Króatar til atkvæða um
Evrópusambandsaðild. Eigi að
síður mælist nokkuð stöðugur
stuðningur í skoðanakönnunum,
55 til 60 prósenta segjast ætla að
samþykkja aðildarsáttmálann.
Evrópusambandið lítur á það sem
heilbrigðisvottorð fyrir sjálft sig
en Króatía verður hið fyrsta af
stríðshrjáðum ríkjum Balkan-
skagans til þess að ganga í ESB.
Allir stjórnmálaflokkar landsins
sem sæti eiga á þingi hafa frá upp-
hafi stutt aðildina. Aðeins hefur
dregið úr stuðningi meðal al-
mennings í tengslum við framsal
stríðsglæpamanna (stríðshetja
í huga margra Króata), svo sem
hershöfðingjans Ante Gotovina
sem handtekinn var á Kanar-
íeyjum árið 2005. Stuðningur-
inn féll aftur tímabundið þegar
stríðsglæpadómstóllinn þyngdi
refsingu Gotovina og herforingj-
ans Mladen Markac í apríl í fyrra.
Þó svo að dómstóllinn heyri undir
Sameinuðu þjóðirnar þykir Kró-
ötum hann nátengdur ESB.
Í hugum Króata snýst aðildin
einkum um það hvar Króatía skip-
ar sér í sveit í alþjóðasamfélaginu
– auk þess auðvitað að komast
í djúpa vasana í Brussel. En á
næstu þremur árum er ráðgert að
Króatar fái 1,6 milljarða evra til
að treysta inniviði sína enn frekar.
Fylgjendur segja aðildina styrkja
nýfengið sjálfstæðið en and-
stæðingarnir óttast að glata full-
veldinu og að landið sogist jafn-
vel inn í fjármálafellibylinn sem
sem nú leikur Evrópu svo grátt.
Mörgum Króötum þykir fjármála-
kreppan í Evrópu þó ansi léttvæg
í samanburði við þrengingarnar
heimafyrir undangengna áratugi
og hafa meiri áhyggjur af ásælni
útlendinga í einstakt landnæði
Króatíu – sér í lagi að Ítalir kaupi
upp jarðir á Istría-ströndinni sem
eitt sinn tilheyrði Ítalíu.
Grikkir hafa leikið sama leik gagnvart fyrrum
Júgóslavíuríkinu Makedóníu og Slóvenar, en
löndin hafa deilt um Makedóníu-heitið allt frá
því að gamla Júgóslavía liðaðist í sundur á
tíunda áratugnum og makedóníska lýðveldið
var stofnað. Grikkir hafa verið ósáttir við
heiti hins nýja lýðveldis þar sem hérað í
Norður-Grikklandi ber sama nafn. Með líku
lagi og Slóvenía í deilunni um Piran-flóa hafa
Grikkir hótað að koma í veg fyrir Evrópusam-
bandsaðild Makedóníu nema ríkið skipti um
nafn. Á alþjóðavettvangi heitir landið Fyrrum
Júgóslavíulýðveldið Makedónía. Skammstafað
FYROM. -eb
Makadóníudeilan
40 heimurinn Helgin 20.-22. janúar 2012
AðildArviðræður ÁsteitingArsteinAr KróAtÍA Þyrnum strÁð AðildArferli
Frá alræði til
frjálslynds lýðræðis
Á tuttugu árum hefur Króatía færst frá kommúnisma, yfir í hálffasisma og loks treyst í sessi
stöðugt lýðræðisskipulag. Á sunnudag, í miðjum fjármálafellibylnum, ganga Króatar til at-
kvæða um Evrópusambandsaðild.
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu
maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst
eirikur@bifrost.is
Arfleifð Tító
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, skrifar undir aðildarsáttmála Króatíu og
ESB í desember. Svo Króatía geti orðið formlegt aðildarríki verður að sam-
þykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ljósmynd/Nordicphotos GettyImages
Í lok fyrri heimsstyrjaldar sögðu Króatía,
Slóvenía og Serbía sig úr lögum við austur-
ísk-ungverska keisaradæmið og mynduðu
síðar júgóslavneska konungsdæmið. Í seinni
heimsstyrjöldinni var Króatía um skeið eins-
konar leppríki þýskra nasista en eftir stríð stóð
landið að myndun júgóslavneska alþýðulýð-
veldisins – ásamt Slóveníu, Serbíu, Svartfjalla-
landi, Bosníu og Hersegóvínu og Makedóníu.
Einn helsti uppreisnarleiðtogi Króta gegn
fasistastjórninni, Josip Broz Tito, varð forseti
Júgóslavíu – eini leiðtoginn í austur blokkinni
sem ekki var sérstakur leppur Sovétríkjanna.
Fyrir vikið náði krumla Ráðstjórnarríkjanna
aldrei jafn föstu taki á Júgóslavíu og öðrum
ríkjum í Austur-Evrópu. -eb
Piran-deilan
Minnstu mun-
aði að viðræður
K róata sigldu
í strand vegna
landamæra-
deilna við Sló-
vena um Piran-
f lóa – tuttugu
ferkílómetra
svæði frá slóv-
ensku strand-
borginni Piran,
rétt sunnan við
ítölsku borgina
Trieste, og út
flóann við Adría-
haf. Samkvæmt
Badinter-sam-
komulaginu, sem
ákvarðaði núver-
andi landamæri
mi l l i f y r r um
ríkja Júgóslavíu,
voru landamerk-
in dregin eftir
miðjum flóanum.
Slóvenar fengu norðausturströndina en Króatar suður-
ströndina – en með því móti var hafsvæði Slóveníu klemmt
á milli króatísks og ítalsks yfirráðasvæðis. Í norðvestri er
svo opið alþjóðlegt hafsvæði. Slóvenar voru óánægðir með
þá ákvörðun, bæði sökum þess að samkomulagið skerti
aðgang þeirra að opnu hafi en einnig vegna þess að margir
Slóvenar voru enn búsettir á svæðinu, svo sem í þorpum
við árósa Dragonja-árinnar sem lenti Króatíumegin eftir
stríð. Slóvensk yfirvöld höfðu allt frá því ríkið hlaut sjálf-
stæði í byrjun tíunda áratugarins vaktað alla spilduna
þrátt fyrir úrskurð Badinter-nefndarinnar. Króatar sættu
sig strax við tvískiptingu flóans og dalsins upp af honum
en Slóvenar gerðu tilkall til alls svæðisins.
Þegar Króatía sótti um aðild að ESB fékk Slóvenía,
sem fyrir var í ESB, ansi beitt vopn í hendurnar: ríkis-
stjórn Slóveníu dró samningagerðina úr hófi fram og
stóð um tíu mánaða skeið í vegi fyrir frekari framgangi
viðræðnanna – allt þar til Króatar samþykktu viðamikla
tilslökun. Króatar hafa staðið í viðlíka landamæradeil-
um við Serbíu, Svartfjallaland og Bosníu Herzegóvínu
en þar sem þau standa utan ESB hafa þau ekki getað
þvingað Króata til álíka tilslakana og Slóveníu tókst með
því að beita Evrópusambandinu fyrir sig. eb
Piranflói við
Adríahaf.
Útsýni frá
Slóveníu.
Fáni Makedóníu
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Velkomin á Bifröst
www.bifrost.is
Nýir tímar í fallegu umhverfi