Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 56
Gamlinginn samur við sig Nýjasti metsölulisti bókaverslana ber dám af því að jólabókaæðið er afstaðið yfir enda listinn býsna janúarlegur þessa vik- una. Heilsu- réttir Hag- kaups tróna á toppnum sem rökrétt afleiðing ofáts fólks á iðnaðarsölt- uðu kjöti yfir hátíðarnar. Þóra-heklbók er í öðru sæti en hið sígilda Almanak Háskóla Íslands í því þriðja. Gaml- inginn sem skreið út um gluggann er ekki af baki dottinn og situr í fjórða sætinu. Gömlu standard- arnir Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness og Grafarþögn Arnaldar Indriðasonar reka lestina í níunda og tíunda sæti en ætla má að þær bækur séu á leslistum einhverra framhaldsskóla á vorönn sem skýrir þá stöðu. Landinn horfir á handboltann Beinar útsendingar á EM i hand- bolta eru farnar að setja svip sinn á dagskrá Sjónvarpsins og ekki er að spyrja að áhuga fólks á gengi íslenska landsliðsins. Íslendingar tóku forskot á handboltasæluna með undirbúningsleiknum gegn Finnum síðasta föstudagskvöld. Tæp 60 prósent landsmanna horfðu eitthvað á þann leik í beinni útsendingu á RÚV. Söngva- keppni Sjónvarpsins fer einnig vel af stað og mældist með mesta meðaláhorfið í síðustu viku eða 42 prósent. Fastir liðir voru svo skammt undan: Útsvar, Criminal Minds, Landinn og Fréttir voru í toppsætum áhorfslistans. Ravel og Debussy í Bústaðakirkju Ísafoldarkvartettinn leikur á tón- leikum í Bústaðakirkju á vegum Kammermúsíkklúbbsins klukkan 20 á sunnudagskvöld. Ísafold- arkvartettinn skipa þau Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla, Þórarinn Már Baldursson víóla og Margrét Árnadóttir selló. Fluttir verða tveir af þekktustu strengjakvartettum tónlistarsögunnar eftir frönsku impressjónistana Claude Debussy (1862-1918) og Maurice Ravel (1875-1937). Tónleikarnir eru þeir fjórðu í röðinni á þessu starfs- ári Kammermúsíkklúbbsins, en um þessar mundir eru 55 ár liðin frá því klúbburinn hóf starfsemi sína og hefur hann starfað óslitið síðan. HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið … ... fær Róbert Gunnarsson handboltakappi fyrir glæsilegt Talibana-skegg sem hann skartar þessa dagana. Skegginu var forðað frá hnífnum þegar Róbert skoraði níu mörk í sigur- leik gegn Norðmönnum en það hefði fengið að fjúka ef hann hefði ekki náð að skora mark. ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Listhúsinu Laugardal 12 mán aða vaxtal ausar greiðs lur Fyrs tur k emu r fyrst ur fæ r Takmarkað magn SAGA, FREYJA, ÞÓR Hágæða heilsudýnur ÚRVAL STILLANLEGRA HEILSURÚMA 20-70% AFSLÁTTUR af völdum vörum Skiptidýnur, útlitsgallaðar dýnur og sýningardýnur Lök, hlífðardýnur, pífur, sængurverasett og fleira Baldursnesi 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.