Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 32
32 fjármál Helgin 20.-22. janúar 2012 N ú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka,“ sagði skáldið um árið. Samt er það svo að margar ákvarðanir, sem við tókum eða tókum ekki á nýliðnu ári, fylgja okkur inn í fram- tíðina. Það á ekki síst við um ákvarðanir í fjármálum. Um áramót er gjarnan litið yfir farinn veg og strengd áramótaheit, það er að segja því lýst hátíðlega yfir að nú verði eitthvað sérstakt gert í tilteknum málum. Hví ekki að láta áramótaheitið í ár tengjast markmiðasetningu í eigin fjármálum? Hvernig er best að setja setja sér markmið þannig að því sé náð? Þegar tekið er þátt í kapphlaupi er yfirleitt vitað hversu langt hlaupið er áður en lagt er af stað. Ekki er gott að byrja of geyst og lenda í því að úthaldið þrjóti áður en hlaupinu lýkur. Ef vitað er að kapphlaupið sé tíu kílómetrar og endi á fjallstindi er hægt að gera áætlun um hvernig best sé að hlaupa mismunandi hluta leiðarinnar og þjálfunin tek- ur mið af því. Margir íþrótta- menn taka þetta skrefinu lengra og sjá sig jafnvel fyrir sér að koma að endamarki á tilteknum tíma. Það sama getur auðveldlega átt við varðandi markmiðasetningu í fjármálum. Það er ekki gott að byrja of geyst, heppilegt getur verið að brjóta leiðina að markmiðinu upp í smærri viðráðanlega búta og sjá sig fyrir sér að ná takmarkinu. Settu þér SMART markmið í fjármálum Við markmiðasetningu er mik- ilvægt og í raun nauðsynlegt að sett markmið séu skýr og hafi þýðingu fyrir mann - snúist um eitthvað sem þú vilt ná en ekki eitthvað sem þér finnst eða öðrum finnst að þú verðir að ná. Annars mun þig skorta elju til að halda þig við þau. Oft er gott að skrifa markmiðin niður á blað og geyma þau á áberandi stað til áminningar, til dæmis á ísskápshurðinni. Í raun eru bestu markmiðin ekki aðeins skýr heldur líka SMART, það er að segja: sértæk, mælanleg, alvöru, raunhæf og tímasett. Dæmi um SMART markmið Sértæk: „Ég ætla að eiga fyrir útgjöldum jólanna 2012“ er miklu sértækara heldur en „Ég ætla að spara meira í ár“. Mælanleg: „Ég sé að ég varði 50.000 krónum um síðustu jól og geri ráð fyrir að verja 60.000 krónum næstu jól.“ Alvöru markmiðið verður að hafa þýðingu fyrir þig: „Mér líður betur og það er mun ódýrara að eiga fyrir hlutunum heldur en að þurfa að að skipta greiðslukort- areikningnum í febrúar eða taka yfirdráttarlán.“ Raunhæf: „Ég legg fyrir 5.000 krónur í hverjum mánuði fram að jólum“ er miklu raunhæfara en „Ég redda þessu, það er svo langt til jóla“. Tímasett: Jólin eru alltaf á sama tíma á hverju ári þann- ig að þau eru tímasett...  ÁRAMóT TilTekT Markmið í fjármálum Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Sex dæmi um ára- mótaheit sem tengja má SMART mark- miðum: Áramótaheit 1: Lærðu eitthvað nýtt um fjármál í ár Mennt er máttur. Aukin þekking í fjármálum leiðir gjarnan til betri ákvarðanatöku. Það segir sig sjálft að aukir þú þekkingu þína í fjármálum. Sæktu námskeið, gefðu þér áskrift að tímariti um fjármál einstaklinga, kauptu þér bækur um fjármálalæsi. Áramótaheit 2: Gerðu fjárhagsáætlun Rannsóknir sýna að fæstir Íslendingar gera fjárhagsáætlanir. Hvort sem er til skamms tíma eins og að leggja fyrir til að eiga fyrir auknum útgjöldum í kringum næstu jól, eða til langs tíma, svo sem að huga að árunum eftir vinnu, þá er núna rétti tíminn til að hugsa um framtíðina. Áramótaheit 3: Eyddu minna í ár og leggðu meira fyrir Tímabundin ánægja þess að eyða peningum er ekki nándar nærri eins fullnægjandi og til- finningin sem fæst af því að eyða viturlega. Áramótaheit 4: Fjárfestu í sjálfum/sjálfri þér Hvort sem þú fjárfestir í betri kunnáttu, færni eða sérþekkingu eða einhverju öðru sem bætir þig sem manneskju, þá er þeim fjármunum vel varið. Áramótaheit 5: Komdu þér upp varasjóði Komdu þér upp reglulegum sparnaði í sjóði sem þú getur gripið til þegar til þarf í stað þess að þurfa að fá dýr yfirdráttarlán eða skipta greiðslukortareikningnum. Áramótaheit 6: Gerðu þér grein fyrir fjárhagslegri stöðu þinni Skráðu allar eignir og skuldir. Skráðu einnig væntanlegar tekjur þínar og útgjöld þetta árið. Gerðu ráð fyrir reglulegum venju- bundnum útgjöldum, svo sem reikningum og matarinnkaupum, en einnig óreglulegum, svo sem vegna sumarleyfis og útgjöldum í kringum jólin. Þegar búið er að setja sér markmið þarf að gera áætlun um að ná þeim, og varða leiðina eins og lýst var hér að ofan, því eins og Antoine de Saint-Exupéry höf- undur Litla prinsins sagði, þá eru mark- mið án áætlunar einungis óskhyggja. – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 77 79 1 2/ 11 Astaxanthin · Gefur orku og eykur liðleika · Viðheldur heilbrigði húðarinnar · Örvar litafrumur · Gegn stirðleika og harðsperrum · Þú jafnar þig fyrr eftir æfingar Nú eru góð ráð ódýr Ávextir í áskrift er eins þægilegt fyrirkomulag og hugsast getur Aðeins 450 kr. á mann á viku Sex lyklar að góðu sambandi me a fer um s lfr innar febrúar - Tungumál ástarinnar 1. mars - Lausn vandamála febrúar - Samskipti 8. mars - Nánd og kynlíf febrúar - Streitu ættir 15. mars - Hlú a sambandinu Námskei i hefst 2. febrúar 2012, kl. 16:30 til 19 a Háaleitisbraut 13, 4. hæ . Skráning er hafin á netfanginu paranamskeid@gmail.com Ver námskei sins er 60.000 krónur fyrir pari . Athugi a sum stéttarfélög taka átt í ví a ni urgrei a námskei fyrir félaga sína. Hægt er a óska eftir frekari uppl singum me ví a hringja í ne angreinda sálfræ inga e a senda eim tölvupóst á ofangreint netfang. órdís Rúnarsdóttir, 534-4586 Andrés Ragnarsson, 588-8087 Gy a Eyjólfsdóttir, 866-0110 Námskeið fyrir pör/hjón sem vilja bæta samband sitt 2. 9. 16. Sex lyklar að góðu sambandi me a fer um s lfr innar febrúar - Tungumál ástarinnar 1. mars - Lausn vandamála febrúar - Samskipti 8. mars - Nánd og kynlíf febrúar - Streitu ættir 15. mars - Hlú a sambandinu Námskei i hefst 2. febrúar 2012, kl. 16:30 til 19 a Háaleitisbraut 13, 4. hæ . Skráning er hafin á netfanginu paranamskeid@gmail.com Ver námskei sins er 60.000 krónur fyrir pari . Athugi a sum stéttarfélög taka átt í ví a ni urgrei a námskei fyrir félaga sína. Hægt er a óska eftir frekari uppl singum me ví a hringja í ne angreinda sálfræ inga e a senda eim tölvupóst á ofangreint netfang. órdís Rúnarsdóttir, 534-4 86 Andrés Ragnarsson, 588-80 7 Gy a Eyjólfsdóttir, 866-0110 Námskeið fyrir pör/hjón sem vilja bæta samband sitt 2. 9. 16. HELGARBLAÐ Sími 531 330067% ... kvenna á höfuðborgar-svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.