Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 28
S Skömm þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með því að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra yrði dreginn fyrir Landsdóm, en aðrir ekki, mun fylgja þeim ævilangt. Ög- mundur Jónasson, innanríkisráðherra lýsti því réttilega í grein í Morgun- blaðinu að meðhöndlun þingheims á tillögum þingmannanefndar- innar um málshöfðun gegn ráðherrum hefði tekið á sig „afskræmda flokkspólitíska mynd“ í atkvæðagreiðslunni örlagaríku á Alþingi í sept- ember 2010. Utan þings misbauð enda mörgum, sama hvar í flokk þeir voru settir, að Geir skyldi einn ákærður. Sú af- greiðsla er þó ekki ástæða til að afturkalla ákæruna á hendur Geir eins og Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um. Pólitíkin varð til þess að öðrum en Geir var hlíft við ákæru. Pólitíkin á ekki að verða til þess að málið verði tekið úr þeim farvegi sem Alþingi setti það í fyrir tæplega einu og hálfu ári. Full ástæða er til að rifja upp að meirihluti þingmannanefndarinnar, sem skipuð var til að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, gerði að tillögu sinni að fjórir ráðherra yrðu kærðir fyrir vanrækslu í starfi. Var það í samræmi við þá niðurstöðu rann- sóknarnefndarinnar að ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar hefðu sýnt af sér slíkt hátta- lag þegar fjármálakerfi landsins var að liðast í sundur. Ráðherrarnir sem sluppu voru Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, en þau voru öll voru í lykilstöðum í aðdraganda hrunsins. Við skulum heldur ekki gleyma því að ekki hefur verið skorið úr um ýmis álitamál um hver gerði hvað og hver sagði hvað hið mikla hamfaraár 2008. Geir situr til dæmis enn undir því að hafa látið viðvaranir úr Seðlabanka Íslands sem vind um eyru þjóta. Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður stjórn- ar Seðlabankans, hefur þráfaldlega haldið því fram að hann hefði varað margsinnis við því að viðskiptabank- arnir væru á leið í þrot og með þeim íslenskt efnahagslíf, löngu áður en sú spá rættist. Þau varnaðarorð hafa ekki fundist skjalfest en Geir hefur staðfest að hann minnist þeirra úr persónu- legum samtölum við Davíð, en þó ekki á sama tíma og seðlabankastjórinn vill meina að hann hafi vakið athygli á að- steðjandi háska. Þetta er aðeins eitt af þeim málum sem opinberar vitnaleiðslur frammi fyrir Landsdómi geta varpað ljósi á og reynst mikilvægur lærdómur um samskipti æðstu ráðamanna á viðsjár- verðum tímum. Úr því sem komið er hljóta það að vera hagsmunir Geirs að fá efnislega niðurstöðu fyrir Landsdómi. Margir af helstu lögspekingum landsins telja yfirgnæfandi líkur á því að þar muni hann verða fundinn sýkn saka. Væri ólíkt meiri reisn yfir því að ljúka mál- inu með slíkum fullnaðarsigri fremur en þurfa að sitja uppi með efann um að honum hefði verið hlíft vegna póli- tískrar taflmennsku á Alþingi; klass- ískrar fleygavinnu minnihlutans inn í ríkisstjórnarsamstarf. Landsdómur Hagsmunir Geirs að klára málið Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Á rangur í baráttunni fyrir jafnrétti kynja er gjarnan markaður því að hin svokölluðu karlavígi hafa fallið eitt af öðru. Kosningarétturinn, fyrsti kvenráðherrann, fyrsta konan í embætti forseta Íslands, forseta Alþingis, forseta Hæstaréttar og forsætisráðherra – þessir og margir fleiri eru áfangar í jafn- réttisbaráttunni sem við minnumst með stolti. Nú getum við glaðst yfir tveimur til viðbótar sem báðir munu fara á spjöld Ís- landssögunnar. Í fyrsta skipti eru konur í meirihluta í ríkisstjórn Íslands og í fyrsta skipti hefur kona tekið við hinu þung- væga fjármálaráðuneyti. Eftir því sem ég kemst næst er ríkisstjórn Íslands eina ríkisstjórnin á Vesturlöndum með konur í meirihluta. Á öðrum sviðum er árangurinn ekki eins sýnilegur og markast ekki af neinum einum atburði, heldur stöðugri og markvissri viðleitni til að sækja fram sem víðast. Þriðja árið í röð hefur Alþjóða efnahags- ráðið skipað Íslandi í efsta sæti yfir kynjajafnrétti á heimsvísu. Mæling ráðsins er athygli verð fyrir þær sakir að þar eru 16 mælikvarðar lagðir til grundvallar niðurstöðunni og eru þeir á sviði menntunar, heilsufars, stjórnmála- þátttöku og atvinnulífs. Í skýrslu ráðsins kemur fram að Ísland hefur ekki aðeins haldið fyrsta sætinu, heldur einnig bætt árangur sinn milli ára. Af þessum mæli- kvörðum er frammistaða Íslands lökust á sviði atvinnulífs og vinnumarkaðar – en þar er þá einnig mest að vinna. Nú er nýtekin til starfa framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynja sem er ætlað að móta raunhæfar aðgerðir til langs tíma til að draga úr launamun kynja. Þá er von mín sú að á næsta ári þegar ákvæði laga um kynjakvóta í stjórnum einkahlutafélaga og lífeyrissjóða tekur gildi muni frammistaða okkar varðandi hlut kvenna í stjórnunarstöðum loks verða viðunandi. En alla áfanga og árangur þarf að verja – um leið og við sækjum fram. Þess vegna þarf að efla jafn- réttisfræðslu meðal ungs fólks og flytja áfram reynslu og þekkingu þeirra mörgu kynslóða kvenna sem hafa helgað jafnréttisbaráttunni krafta sína. Ísland í efsta sæti Enn tímamót í jafnréttismálum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Pólitíkin varð til þess að öðrum en Geir var hlíft við ákæru. Pólitíkin á ekki að verða til þess að málið verði tekið úr þeim farvegi sem Alþingi setti það í fyrir tæplega einu og hálfu ári. Verslun Spilavinir ehf Kostur lágvöruverslun ehf IKEA Framköllunarþjónustan MacLand Klapparstíg 30 Langholtsvegi 126 Dalvegi 10 Kauptúni 4 Brúartorgi 4 5 ummæli 5 ummæli 33 ummæli 21 ummæli 25 ummæli 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 3 Topplistinn 28 viðhorf Helgin 20.-22. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.