Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 29
„lært“ að drekka eða neyta efnisins í hófi, hann getur ekki fengið sér bara stundum. Hann þarf að breyta lífstíl sínum þannig að hann sleppi neyslu á öllum þeim efnum sem vekja löngun eða fíkn. Honum er bent á áfengis- og vímuefnameð- ferðir hjá viðeigandi stofnunum og AA eða öðrum 12 sporasamtökum til að ná tökum á vanda sínum. Það sama á við um þann sem er „matarfíkill“, það er fíkinn í ákveð- in matvæli eða efni í matnum svo sem sykur, fitu og sterkju. Hann á að geta fengið greiningu á ástand sitt og sérhæfða meðferð með við- eigandi fagfólki við breytt mataræði og lífstíl. Eins og aðrir sem eiga við krónískan fíknisjúkdóm að stríða, má reikna með að hann þurfi lang- tímastuðning og tilfinningalega og andlega uppbyggingu til að geta síðan viðhaldið bata sínum. Hins vegar, þegar bati hefur náðst, öðlast viðkomandi stórbætt lífsgæði, sem lýsa sér í eðlilegri þyngd ásamt líkamlegu, huglægu og andlegu heilbrigði. Hver er matarfíkill? Ef þú hefur einlæglega viljað og hef- ur látið reyna á að hætta að borða ákveðnar matartegundir eða of mikið en missir ávallt tökin, þá er líklegt að þú eigir við matarfíkn að stríða. Þá gæti verið gott að koma í viðtal hjá MFM-miðstöð- inni (meðferða- og fræðslu- miðstöð vegna matarfíkn- ar, átraskana og offitu) og fá skimun um hvort þessi vandi er til staðar. Þeir sem veita sérhæfða meðferð þeim sem eiga við matarfikn að stríða eru: MFM miðstöðin, matar- fíknarmeðferðastöð (www. matarfikn.is). Þau 12 spora samtök sem styðja bata við matar- fikn eru; OA (www. oa.is) og GSA (www. gsa.is). Heimildir *1 huffington post. com/louise-mccready/ d-kessler-author-of- emthe_b_195676.html *2 foodaddictioninsti- tute.org/FAI-DOCS/ Full-Bibliography.pdf Esther Helga Guð- mundsdóttir MSc. framkvæmdastjóri og matarfíknarráðgjafi hjá MFM miðstöðinni. viðhorf 29Helgin 20.-22. janúar 2012 S amkvæmt Dr. David Kessler MD., fyrrverandi yfirmanni fæðu- og lyfjaeftirlits Banda- ríkjanna, eru um 30 prósent Banda- ríkjamanna með matarfíkn.*1 Bandaríkjamenn eru um 300 milj- ónir talsins, og því eru þetta um 70 milljónir manna. Ef við yfirfærum þessar tölur á Íslendinga er hægt að gera ráð fyrir að allt að 70 þúsund Íslendingar geti átt við matarfíkn að stríða! Dr. Kessler segir að um það bil 50 prósent offitusjúklinga séu matarfíklar, 30 prósent þeirra sem eru í yfirþyngd og 20 prósent þeirra sem eru í eðlilegri þyngd. Þetta er ansi stór hópur ef satt reynist og margir sem gætu þurft sérhæfða hjálp við vanda sínum. Við borðum vegna þess að það er gott! Matarfíkn er: a) líffræðilegur, b) huglægur og c) andlegur sjúkdóm- ur. a) Þegar einstaklingur sem er mat- arfíkill neytir ákveðinna fæðu- tegunda eða efna í fæðunni, svo sem sykurs, fitu eða sterkju, valda þessi efni líkamlegri löng- un. Viðkomandi finnur fyrir knýjandi þörf til að fá sér meira og helst klára það sem til er. *2 b) Huglægi þátturinn lýsir sér þannig að hugurinn fer strax að leita leiða að fá meira. Hug- urinn sætir færis að sannfæra viðkomandi um að í þetta skipti verði í lagi að fá sér; „við fáum okkur bara einn bita og svo aftur kannski í næstu viku”. En raun- veruleikinn er sá, að þegar þessi efni komast inn í blóðrásina missir viðkomandi stjórn á áti sínu og vítahringur fíknarinnar eða löngunarinnar er vakinn á ný. c) Viðkomandi neytir þessara mat- artegunda vegna þess að þau gera eitthvað fyrir hann, honum líður betur og vanlíðan hverf- ur. Eftir því sem sjúkdómurinn þróast hjá viðkomandi minnkar virkni efnanna og einstakling- urinn þarf meira til að finna til sömu vellíðunar. Á seinni stigum hættir viðkomandi að finna fyrir vellíðunaráhrifum matarins en hefur samt knýjandi þörf til að svala lönguninni í hann. Andlegt og líkamlegt niðurbrot! Ef einstaklingur sem þjáist af mat- arfikn og átröskun fær ekki réttar upplýsingar um ástand sitt bíður hans síendurtekið niðurbrot á sál og líkama því ekkert sem hann reynir að gera til að bregðast við ástandi sínu virðist virka. Hann skilur ekki af hverju honum tekst ekki að „borða minna og hreyfa sig meira“ og ná árangri eins og aðrir. Ástæðan er hinsvegar sú að hann hefur ekki fengið leiðbeiningar og aðstoð sem bera árangur fyrir þá sem eiga við matarfíkn og átröskun að stríða og þann stuðning sem er honum nauðsynlegur. Flestir sem leita aðstoðar hjá MFM-miðstöðinni sýna merki bæði átraskana og matarfíknar. Margir eiga við þyngdarvanda að stríða en aðrir, einkum þeir sem eru sérstak- lega sykurfíknir, eru ekki endilega of þungir, þeir neyta sykurs á kostn- að matar. Nánast allir sem til okkar koma hafa árum og áratugum saman reynt að fylgja þeim leiðbeiningum sem starfsfólk líkamsræktarstöðva, heilbrigðisstarfsfólk og annað fag- fólk hefur ráðlagt þeim til að grenn- ast eða breyta lífsháttum sínum. Ár- angurinn hefur látið á sér standa og verið tímabundinn í besta falli. Sérhæfð meðferð við matarfíkn Þeir sem til þekkja vita að einstak- lingur sem er að kljást við áfeng- is- eða vímuefnavanda getur ekki Offita og matarfíkn Sjötíu þúsund landsmanna eiga við matarfíkn að stríða Við styðjum þig STOÐ 30ár 1982-2012 Fróðlegir fyrirlestrar, erlendir og innlendir gestir og spennandi viðfangsefni! Trönuhrauni 8 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 2885 | Orkuhúsinu | Suðurlandsbraut 34 | 108 Reykjavík | Sími 565 1991 Opið kl. 8 - 17 virka daga Opið kl. 8 - 16 virka daga www.stod.is stod@stod.is STOÐ Í 30 ÁR Stoð fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu 2012 og stendur af því tilefni fyrir ellefu opnum fræðslufundum allt afmælisárið. Þar fjalla sérfræðingar Stoðar og ýmsir samstarfsaðilar, erlendir jafnt sem innlendir, um hin ýmsu mál sem tengjast stoð- og hjálpartækjum og öðru því sem getur auðveldað þeim lífið sem þurfa á slíkum stuðningi að halda. Fræðslufundirnir eru öllum opnir en er ætlað að höfða sérstaklega til starfsfólks og nemenda í heilbrigðisgeiranum, sem og viðskiptavina. Fyrirlestrarnir verða ýmist í hjálpar- tækjasal Stoðar í Trönuhrauni 8 eða á Hótel Hafnarfirði, sem er til húsa steinsnar frá Stoð, á Reykjavíkurvegi 72. Fyrirtækið var stofnað í október 1982 og er nú leiðandi á sviði stoðtækja- og hjálpartækjaþjónustu á Íslandi. Stoð hefur stóra markaðshlutdeild í spelkuframleiðslu, gervilimasmíðum, hjólastólum og göngugrindum, og hefur náið samstarf við Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands. Við STyðjum þig! STOÐ býÐuR Til Opinna FRæÐSluFunda Reglulega allT aFmæliSÁRiÐ 2012. 26. JanúaR KL. 14-16 STuTT ViÐ baKiÐ Helstu lausnir í bakbeltum og bolspelkum 23. FebRúaR KL. 14-16 upp Til Handa Og FÓTa Þróun gervilima 29. maRS KL. 16-18 bRJÓSTgæÐi Nýjungar í gervibrjóstum, brjóstahöldurum og sundbolum 26. apRÍl KL. 14-16 mælingaR Og pælingaR Val á hjólastólum 31. maÍ KL. 14-16 mÁ bJÓÐa ÞÉR SæTi? Sérmótuð sæti, belti og höfuðstuðningur 7. JúnÍ KL. 14-16 HlÍFum ÞÉR Hita- og stuðningshlífar, íþróttainnlegg og skór 21. JúnÍ KL. 14-16 ÞRýSTinguR Kynning á þrýstingsumbúðum 30. ÁgúST KL. 14-16 magnaÐiR HJÓlaSTÓlaR Rafmagnshjólastólar, val og möguleikar 27. SepTembeR KL. 14-16 meÐ bÁÐa FæTuR Á JöRÐinni Fótalausnir, sérgerðir skór og skólausnir 25. OKTÓbeR KL. 14-16 STöndum ÞÉTT Saman Sérsmíðaðar standspelkur og ökklaspelkur 29. nÓVembeR KL. 14-16 HenduR, HnÉ Og leggiR Sérsmíðaðar handarspelkur, hnéspelkur og fótleggjaspelkur AllAR NáNARi upplýSiNgAR á www.STOd.iS „Verkefnin sem sérfræðingar Stoðar taka að sér eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. þau krefjast nákvæmni og útsjónarsemi og við leggjum okkur fram um að mæta mismunandi þörfum og óskum ólíkra einstaklinga og finna bestu lausnina hverju sinni.“ - Kristina Andersson, stoðtækja- og hjálpartækjasmiður p O R T h ön nu n Við styðjum þig STOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.