Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 21
siminn.is Greidd eru mánaðargjöld skv. verðskrá. Nánar á siminn.is Fleiri valkostir í Sjónvarpi Símans Nettenging hjá Símanum gefur þér möguleika á Sjónvarpi Símans og fjölbreyttu úrvali sjónvarps- og afþreyingarefnis. E N N E M M / S ÍA / N M 4 9 4 2 0 Um leið og þú tengist Sjónvarpi Símans geturðu horft á opnu, íslensku stöðvarnar og færð fjórar erlendar stöðvar að auki. Á Plús-stöðvunum geturðu séð útsendinguna með klukkutíma seinkun. Nú geta viðskiptavinir Símans leigt myndir og séð útsendingar í háskerpu. Ef tengingin þín ber HD-útsendingar geturðu virkjað aðganginn á þjónustuvefnum og séð Sjónvarp Símans í allri sinni dýrð. Með smelli á VOD takkann opnarðu SkjáBíó með yfir 4000 titlum, bíómyndum, þáttum, barnamyndum og efni á 0 kr. Í SkjáFrelsi, Stöð 2 Frelsi og RÚV Frelsi sérðu nýjustu þættina og fréttirnar þegar þér hentar. Ef þú smellir á MENU takkann og velur útvarp opnast Bestu lögin, sérsniðnar tónlistarrásir fyrir öll möguleg tilefni. Þar eru líka allar íslensku útvarps- stöðvarnar og tugir erlendra. Sjónvarpið beint eða með klukkutíma seinkun Nýtt! Háskerpu- útsending á 0 kr. Bestu lögin skapa stemninguna Nýtt! Nú fylgja fjórar erlendar stöðvar Frelsi til að horfa þegar þér hentar er opin ánendurgjalds til kynningar HÁMARKS ÁRANGUR Grunnpakkinn frá NOW inniheldur þau lykil næringarefni sem flestir fá ekki nóg af, jafnvel þó þeir neyti fjölbreyttrar fæðu. Grunnpakki NOW G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i „Ég vel NOW vegna þess að þær eru framleiddar og prófaðar samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og innihalda ekki vafasöm auk- og fyllingarefni sem geta dregið úr árangri. Ég set markið hátt, þess vegna vel ég NOW.“ Ragna Ingólfs, landsliðskona í badminton og ólympíufari. Ítalía í boði en ég hugsaði: „Er það nokkuð nógu framandi? Nei.“ Svo þegar maður kemur á staðinn er þetta svoleiðis allt öðruvísi en ég hafði búist við. Ég var alltaf suðandi í mömmunni á heimilinu að fá að læra að búa til mat af henni en hún svaraði iðulega: „Æ, ég er svo þreytt, ég verð að leggja mig.“ Engu að síður kenndi hún mér heilmargt og ég lærði að gera almennilegt pasta.“ Lítill heimur „Skólarnir í Túnis og á Ítalíu voru báðir mjög strangir, en á Ítalíu var það öðruvísi að því leyti að það var betri andi milli bekkjarfélaganna og við hittumst oft eftir skóla. Ég komst fljótlega að því að stelpa sem ég hafði kynnst í Túnis var frá Piacenza, var komin heim en farin annað í nám. Svo mæti ég á svæð- ið, hitti marga vini hennar og sagði fullt af sögum af henni! Svo fór ég til Íslands, og þá kom hún til Ítalíu og hefur getað sagt þeim sögur af mér. Það er mjög gaman að kynn- ast öllum skiptinemunum á Ítalíu; ég held þeir séu um eitt þúsund, alls staðar að úr heiminum. Nú er ég orðinn of gamall til að fara á vegum AFS, en áður en ég finn mér fleiri ævintýri að upplifa ætla ég fyrst að ná latínuprófinu í vor. Þegar ég hef lokið stúdentsprófi sé ég til með hvað gerist. Kannski verð ég bara geimkúreki eins og mig langaði þegar ég var lítill? Ég sé kosti og galla við það að mér skuli finnast allt skemmtilegt. Ég sé alveg fyrir mér að ég gæti farið í tungumálanám og verið túlkur í Abu Dabi, gamall draumur um að verða flugmaður er alls ekki horf- inn, ég hef áhuga á stjörnufræði, ég spilaði borðtennis í fjölda ára og gæti orðið borðtenniskennari. Framtíðin er algjörlega óskrifað blað. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að fá mér í kvöldmat.“ Kostir og gallar við að verða skiptinemi En hverjir eru helstu kostir þess að gerast skiptinemi? „Það er ekki fyrir alla að gerast skiptinemar. Unglingar verða að vera sterkir og geta staðið á eigin fótum, þetta er ekki eins og að fara á sólarströnd, fara í vatnsrenni- brautina og verða sólbrúnn. Þetta er erfitt og þetta er vinna og ef það er ekki áhugi og vilji fyrir hendi þá er þetta til einskis. Maður kemur í ókunnugt land þar sem maður talar ekki málið, flytur inn á heimili hjá fjölskyldu og oftast tekst að ná góðu sambandi við alla fjölskyldu- meðlimi. Ég lít svo á að nú eigi ég þrjár fjölskyldur: Mína íslensku, aðra í Túnis og þá þriðju á Ítalíu. Það að vera skiptinemi er ekki bara að fara út og læra tungumál. Ég myndi segja að ég gæti fundið fyrir ákveðinni þjóðerniskennd í Túnis og á Ítalíu alveg eins og hér heima. Ég hlæ að Berlusconi eins og restin af Ítölunum – það er kannski smá ítölsk þjóðerniskennd er það ekki? Ævintýraþráin segir mér að fara til útlanda að vinna í sumar. En það er ein góð speki á bak við það að gerast skiptinemi: Það skiptir ekki endilega máli hvaða land fólk velur. Þetta er ómetanleg upplifun og ógleymanleg lífsreynsla sem ég mun búa að alla ævi. Ég veit hins vegar ekki hvort það er alveg nógu góð lífsspeki sem ég lifi eftir, en ég geri það nú samt: Ég hugsa mig aldrei tvisvar um áður en ég fram- kvæmi. Sú speki hefur dugað mér vel hingað til,“ Helgin 20.-22. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.