Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 50
50 tíska Helgin 20.-22. janúar 2012
FA S H I O N AC A D E MY
R E Y K J A V Í K
Fashion Academy Reykjavík opnar innan skamms nýjan skóla
sem verður miðstöð náms í greinum tengdum tísku, heilsu og fegurð.
BEAUTY ACADEMY
Skólinn mun bjóða upp á nám í snyrtifræði til undirbúnings fyrir
sveinspróf. Nám í snyrtifræði er kjörið fyrir þá sem vilja framtíðarstarf
sem er bæði fjölbreytt og skapandi. Námið tekur eitt ár
og hentar öllum aldurshópum.
Skólinn býður upp á glæsilega aðstöðu og er áhersla lögð á
fagmennsku og framsýni kennara. Snyrtifræðinámið er með viðurkenningu
frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er því lánshæft hjá LÍN.
Áhugasamir hafið samband í síma 571 5151
eða sendið tölvupóst á marta@elitemodel.is
V i ð e r u m á f a c e b o o k e l i t e f a s h i o n a c a d e m y
N Á M Í S N Y R T I F R Æ Ð I
S N Y R T I F R Æ Ð I – F Ö R Ð U N A R F R Æ Ð I – N A G L A F R Æ Ð I - S T Í L I S TA N Á M S K E I Ð
L J Ó S MY N D A N Á M S K E I Ð – M Ó D E L N Á M S K E I Ð
w w w. f a s h i o n a c a d e m y. i s
Leikkonan
Olivia Wilde.
Barmur-
inn fær
að njóta
sín
Svartir litlir kjólar hafa
verið vinsælir alveg
síðan Audrey Hepburn
sló í gegn í kvikmynd-
inni Breakfast
at Tiffany’s
sem kom út
árið 1961. Nú
rúmum 50
árum síðar
virðist það
heitasta í
dag vera að
spara efnið
sem notað
er í svarta,
litla kjólinn
og leyfa
barm-
inum
að njóta sín
betur. Frægir hönnuð-
ir hafa blandað þessu
í hönnun sína og
mynda einhverskonar
þríhyrning, misstóran
þó eftir smekk.
Leikkonan Alice Callahan.
Tískuhúsið Miu Miu hefur
tilnefnt nýjan talsmann
fyrir vor- og sumarlínu
þessa árs og kemur sá þá
í stað unglingsleikkonunar
Hailee Steinfeld, sem hefur
verið andlit tískuhússins að
undanförnu. Sú sem tekur
við því hlutverki er ástralska
leikkonan Mia Wasikowska
sem þekktust er fyrir hlut-
verk sitt í kvikmyndinni Lísa
í Undralandi. Mia hefur verið
mikill aðdáandi tískuhússins
og var það henni því nokkurt
gleðiefni þegar Miu Miu bað
hana um að starfa fyrir sig.
Stella fyrir utan
búðina sína í Soho.
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian gæti nú farið að
kalla sjálfa sig skóhönnuð en hún sérhannaði skópar fyrir
krónprinsessuna Kate Middleton sem hún þá færði henni í
þrítugsafmælisgjöf. Kim var þó ekki
boðin í afmæli prinsessunnar svo
hún sendi skóparið til hallarinnar
með kærri kveðju. Skóparið fékk
nafnið The Duchess, er svart á lit og
hefðbundið í hönnun í takt við tísku
prinsessunnar. Ekki lét raunveru-
leikastjarnan þar við sitja og fjölda-
framleiddi hún í kjölfarið skóparið
sem hún selur nú á bresku
skósíðunni ShoeDazzle á
rúmar sjö þúsund krónur.
Gaf prinsessunni sérhannað
skópar í afmælisgjöf
Stella McCartney opnar sína
fyrstu Adidas verslun
Hönnuðurinn og bítladóttirin Stella McCartney hefur hannað
fyrir Adidas allt frá árið 2004 og sér ekki fyrir endann á því.
Stella opnaði sína fyrstu Adidas verslun á dögunum í Soho-
hverfinu í New York sem heitir einfaldlega Adidas by Stella
McCartney sem hefur einmitt
verið heiti fatalínu hennar
undanfarin ár. Svo virðist sem
Stella hafi hannað nægan fatnað
og varning til að geta staðið
undir heilli verslun en hingað til
hafa vörur frá henni verið seldar
í sérstökum deildum í Adidas-
verslunum.
Mia nýjasta andlit Miu Miu