Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 16
Y
ngsta barn og einkadóttir. Það
er ég,“ segir Vigdís Vala Val-
geirsdóttir, dóttir þeirra Val-
geirs Guðjónssonar og Ástu
Kristrúnar Ragnarsdóttur.
„Því fylgja ýmiss fríðindi. Yngsta barnið fær
að vera lengur ungt,“ segir hún. Það á þó
kannski ekki við í hennar tilfelli, því þótt hún
sé yngst, eigi tvo eldri bræður og foreldrar
hennar hafi átt hana eftir fertugt, fékk hún
ekki að dunda sér fyrstu árin. Hún byrjaði í
ballett þriggja ára, lærði á píanó frá fimm ára
aldri og var sett fimm ára í sex ára bekk. Hún
er því að klára stúdentspróf frá Menntaskól-
anum í Reykjavík á nítjánda ári.
„Mamma var með svo miklar áhyggjur af
því að hún yrði hugsanlega ekki til staðar
þegar ég útskrifaðist úr framhaldsskóla
þar sem hún yrði orðin svo gömul að hún
smyglaði mér inn í grunnskóla,“ segir Vigdís
Vala, kölluð Vala. Hún situr við hlið föður
síns á vinnustofu foreldra sinna Nemaforum í
Tryggvagötu. En hún stendur á krossgötum.
Tvennt togast á innra með henni þegar kemur
að því að velja hvert hún eigi að stefna í lífinu.
„Ég veit ekkert hvort ég á að fara í tónlist-
ina eins og pabbi eða sálfræðina eins og
mamma. Ég er á báðum áttum og þær eru
alveg í sitt hvora áttina. Mamma, sem er
námsráðgjafi, vill þó meina að þetta geti farið
vel saman enda stóð til að pabbi lærði tón-
listarmeðferð.“
Vala hefur afar áhugaverða rödd og kenndi
sér sjálf á gítar. Hún elskar tónlist. Þrátt fyrir
það ráðleggur Valgeir henni að velja sál-
fræðina. „Það er ekki á vísan að róa í tónlist,“
segir Stuðmaðurinn Valgeir sem hefur í rúm
fjörutíu ár haft atvinnu af tónlist. En það var
ekki stefnan. Hann menntaði sig sem félags-
ráðgjafi í Noregi, kom heim og byrjaði að
vinna hefðbundna vinnu.
„En ég sogaðist út í tónlistina eftir að
Stuðmenn gerðu [kvikmyndina] Með allt á
hreinu. Þá varð ég að velja hvort ég vildi vera
í hljómsveit eða vinna frá níu til fimm. Ég
valdi hljómsveitina og sé ekki eftir því,“ segir
hann þótt starfsöryggið hafi nú sjaldnast
verið upp á marga fiska.
„Öllum tónlistarmönnum er því ráðlagt að
hætta ekki í dagvinnunni. Þeir eru gjarna
spurðir þessarar sígildu spurningar; hvað
þeir geri meðfram tónlistinni. Það þarf oft
útsjónarsemi til að þjóna tónlistinni heill og
óskiptur, því við erum á svo litlu markaðs-
svæði. Að bera saman danskan, belgískan
og íslenska tónlistarmenn sem eru á svip-
uðum kalíber krefst þess að margfaldað sé
með tuttugu. Markaðurinn er það miklu
stærri og launin hærri,“ segir hann. „En
þetta er ánægjulegt starf. Ráð mín til ungs
tónlistarfólks er samt að hafa vaðið fyrir
neðan sig.“
Kenndi Völu þrjú grip
En Valgeir er samt heillaður af tónlistar-
hæfileikum dóttur sinnar, enda lagði hann
ákveðinn grunn að gítarleik hennar. „Hann
kenndi mér þrjú grip,“ segir Vala og brosir.
„Já,“ segir Valgeir. „Það er nú oft þannig að
foreldrarnir eru ekki bestu kennararnir svo
hún valdi sér annað kjörforeldri [í verkið]sem
er internetið.“ Þau feðgin segja þó að það hafi
ekki komið til af góðu að Vala pikkaði gítar-
leikinn upp af netinu.
„Ég lá veik heima fyrir tæpum tveimur
árum. Þá þurfti ég að finna mér eitthvað til
dundurs, átti erfitt með lestur vegna sjón-
truflana og hafði fengið mig sadda af kvik-
myndaglápi. Ég eignaðist iPod í veikindunum
og fyllti hann af tónlist sem ég hlustaði á út í
eitt til margra mánaða. Mér datt þá í hug að
byrja á að fikra mig áfram og læra á bassa
sem var til heima, en sú löngun hvarf um leið
og ég fékk gítarinn í hendur. Eftir þrjá daga
var ég svo farin að semja tónlist,“ segir Vala.
„Mig óraði ekki fyrir því að ég gæti samið
lög. Ég hafði sem barn samið ljóð og þótti
gaman að skapa en ég vissi ekki að ég gæti
gert eitthvað í tónlist.“
Valgeir segir hraðnám dótturinnar í tónlist-
inni minna sig á það þegar Sigurður Bjóla
[söngvari í Spilverki þjóðanna og um tíma
liðsmaður Stuðmanna] lærði gítarleik. „Hann
byrjaði strax að búa til músík og fann upp
sína hljóma að hluta til sjálfur. Þetta horfði
ég einnig á hjá Völu. Það var stórkostleg upp-
lifun, því hún kom strax með svo þroskuð og
flott lög. Svo komu textarnir. Textar skáld-
anna eru nú ekki alltaf burðugir í byrjun en
þeir voru miklu þroskaðri hjá Völu heldur en
hefði mátt búast við.“
Var „sjálfsbitur“ í byrjun
Spurð hvort hún hafi strax haft sjálfstraust
til að leyfa öðrum að heyra tónlist sína svarar
hún að bragði. „Ég bjó mér til mitt eigið orð
sem er sjálfsbiturð. Í því fólst að vera bara
ofboðslega óörugg með allt sem ég gerði. Það
er kannski ekki jafnmikið í dag, heldur meira
þegar ég var að byrja. Ég kynntist fólki sem
var mörg hundruðfalt betra en ég og jafnvel
sprenglært á hljóðfæri. Þá var ég með efni
sem ég vildi koma til skila, vissi ekki að ég
kynni að syngja og var ofboðslega lítil í mér.
Síðan þá hefur fólki tekist að hrinda mér út úr
skel minni.“
Spurð hvort það hafi reynt meira á hana
vegna þess hversu vel föður hefur gengið í
tónlistinni segist hún ekki vita það.
„Hann var alltaf almennilegur í gagnrýni
sinni á mig. Hann sagði mér ef honum fannst
eitthvað ekki gott og sagði þá „þetta er ágætt
en samt ekki“. Síðan lét hann mig alltaf vita
ef ég gerði eitthvað vel. Ég gat því treyst því
að hann væri ekki að hæla mér þar sem hann
væri pabbi minn. Þegar ég fékk hrós gat ég
því tekið því innilega en ekki sem einhverju
léttmeti.“
En hefur frægð hans hjálpað henni. „Við
erum nú bara venjulegt fólk, þrátt fyrir ýmis
popplög. Þannig er best að hafa það; að vera
ekki að búa til leiktjöld utan um sjálfan sig,
þó að maður sé að semja músík,“ segir Val-
geir. Vala segir fólk stundum ímynda sér að
þau búi við glimmer-heimilislíf. „Mér fannst
þessar spurningar svo fáránlegar þegar ég
var barn að ég skildi þær ekki. En tónlistar-
ferill hans hefur ekkert verið til trafala.“
Með óútskýrð veikindi
Fyrir rúmum þremur árum veiktist Vala.
Síðan hefur hún að mestu verið rúmliggjandi.
Þau feðgin segja að enga haldfasta greiningu
liggi enn fyrir. „Einkennin eru hálf ógreinan-
leg og aðeins hægt að styðjast við getgátur
lækna hvað hrjáir mig,“ segir hún.
„Þau lýsa sér sem líkamlegur doði og jafn-
vel svona lömunartilfinning. Raunveruleika-
skynjun mín er svolítið brengluð og sjónin
hefur svolítið verið að leika á mig,“ segir hún.
„Þetta hrjáir mig minna en það gerði. Ég var
lengi vel heima. Fór ekkert, fór ekkert út og
ekki í skólann en lærði heima. Síðan fékk ég
aðstoð hjá yndislegum lækni sem gerði mér
kleift að fara út úr húsi. Ég verð þó oft þreytt
og get ekki gert alla hluti sem aðrir geta
gert.“
Valgeir slær á létta strengi. „Já, þetta er
svona uppskrift að góðum listamanni sem
þjáist og túlkar sig í listinni. En það væri
gaman að geta gert það án þess að lifa mýt-
una um listamanninn sem þarf að þjást. Það
er búið að skjóta þessa goðsögn svo oft í kaf.“
Í hljómsveit sem hætti
Vala hefur mest spilað fyrir þrjátíu til fjörutíu
manns með hljómsveit sinni Hyrrrokin, með-
al annars á síðustu Airwaves-hátíðinni. „Já,
hljómsveitin leystist upp vegna anna hljóm-
sveitarmeðlima.“
Vala er nú ein á báti, en þó ekki alein, því
hún og Valgeir hafa rætt um það óformlega
að taka upp efnið hennar Völu. „Það er jú
takmarkið að koma efninu sínu í loftið og
leyfa því að fljúga,“ segir Valgeir. „Það er hins
vegar ekki gert með annarri hendi og hún er
jú að fara að taka stúdentspróf í Menntaskól-
anum í Reykjavík.“
En þrátt fyrir að námið sé enn í forgangi
og verði hugsanlega einnig gert að öryggis-
ventli framtíðarinnar gæti draumur Völu um
farsælan tónlistarferil hafist á næstunni, því
hana klæjar í fingurna og langar að spila í
Eldborgarsal Hörpu þann 22. janúar í tilefni
sextugsafmælisins.
„Já, það yrði góð afmælisgjöf,“ segir Val-
geir kankvís og að mikið ævintýri sé að spila
í góðu húsi. „Það er einstakt.“
En rétt eins og Valgeir er hrifinn af tónlist
Völu er Vala hrifin af hans, sérstaklega
Spilverki þjóðanna, sem hún uppgötvaði á
unglingsaldri. „Ég skynja pabba sem tvo
menn. Annars vegar tónlistarmanninn og
hins vegar sem pabba minn. Það er fyndið að
vera aðdáandi pabba síns,“ segir hún og hlær
en hann slær botninn.
„Já, þetta er frábært. Algerlega. Þessi tón-
listarheimur er svolítið sér á báti. Ég hlakka
til að sjá hvernig Vala þróar tónlistina áfram
og ég á ekki von á öðru ég verði öflugur aðdá-
andi á meðan mér endist líf og aldur.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Fyndið að vera aðdáandi pabba síns
Uppskrift
að góðum
listamanni
sem þjáist
og túlkar
sig í listinni.
En gaman
væri að geta
gert það án
þess að lifa
mýtuna um
listamanninn
sem þarf að
þjást.
Feðginin Vigdís Vala
Valgeirsdóttir og
Valgeir Guðjónsson,
sem verður sextugur
23. janúar og fagnar
áfanganum kvöldinu
áður í Eldborgarsal
Hörpu. Ljósmynd/Hari
Vigdís Vala Valgeirsdóttir Guðjónssonar vill leggja fyrir sig tónlist rétt eins og
pabbi hennar. En þó togast einnig á í henni hvort hún eigi að læra sálfræði eins
og mamma hennar. Vala, eins og hún er kölluð, verður á stórtónleikum föður
síns í Hörpunni í tilefni þess að hann stendur á sextugu. En verður hún á sviði
eða í salnum? Það er spurning. Vala hefur bæði samið texta og tónlist frá því
að hún lá rúmföst um tveggja ára skeið. Hún pikkaði upp gítarleik með hjálp
netsins. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir hitti þau feðgin.
16 viðtal Helgin 20.-22. janúar 2012