Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 30
... að þetta verði kveikjan til þess að stíga inn í nýtt tímabil söngleikja á Íslandi – nóg er um hæfi- leikana. É g hef lært með tímanum að það stærsta er ekki endilega það besta,“ segir Þór Breiðfjörð leikari sem fær frábæra dóma fyrir leik sinn í hlutverki Jeans Valjeans í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu. Þar berst hann fyrir því að hefja nýtt líf eftir að hafa þurft að sitja árum saman í fangelsi fyrir smávægilegt brot. Sjálfur er Þór tiltölulega nýkominn úr fjórtán ára útlegð frá föðurlandinu – sjálfskipaðri útlegð, þar sem hann flutti til Bretlands, lærði söngleik við einn virtasta leiklistarskóla Breta, Arts Educational London Schools og fékk fjölmörg tækifæri í kjölfarið. Það hefur því æxlast svo að hann hefur leikið í Vesalingunum utan lands- steinanna í yfir eitt þúsund skipti – í hlutverki Jean Valjen, Javert, Enjol- ras og Biskupsins af Digne. Flestir voru gestirnir fjörutíu þúsund á einni sýningu í Kaupmannahöfn fyrir þó nokkrum árum. Hann veit því hvað hann syngur þegar hann ber saman stærð og gæði leikhússtunda. „Ég er ekkert voðalega uppnæm- ur yfir því að leika fyrir marga. 40 þúsund manns er allt of mikið. Það er bara einhver massi,“ segir Þór um þá óvenjulegur upplifun að leika fyrir tugþúsundir manna. „Þegar áhorfend- ur eru fleiri en 3.000 finnst mér sýn- ingin verða of ópersónuleg. Jú, jú, það er gaman að upplifa allan massann klappa. En mér finnst meira gaman að finna persónulegri viðbrögð,“ segir hann. Ekki er hægt að heyra betur en hann tali af þroska þegar hann lýsir heimkomunni eftir árin utan land- steina; spurður hvort það hafi ekki verið bratt að vilja læra söngleikjalist með Ísland í huga? Ætlaði að sigra heiminn „Ég var ekki með Ísland í huga. Ég var ungur og ætlaði að sigra heiminn. Ég ætlaði að reyna fyrir mér og leika stór hlutverk. Strax eftir skólann fékk ég djobb. Og þarna úti er meira um að leikarar sérhæfi sig. Detti þeir í sápu- óperur eftir nám byggist reynslan upp þar og fleiri slík störf fylgja í kjölfarið.“ Þór segir að nýútskrifaðir leikarar fari oftast af stað án mikilla krafna og reyni að fá eitthvað, hvað sem er, því atvinnuleysið meðal þeirra sé gríðarlegt. „Þetta er harður heimur og ekki nema örlítil prósenta leikara sem hefur fasta vinnu.“ Þór lítur því ekki á það sem brot- lendingu að koma heim eftir ellefu ára leiklistar- og söngferil á Bretlandi án þess að geta státað af heimsyfirráð- um. „Ég náði því sem ég sóttist eftir. Ég náði því að leika Jean Valjean á West End. Ég hef leikið Javert á West End og París í Rómeó og Júlíu. Ég náði að þróa og skapa karakter í nýj- um söngleik sem stefnt var á að setja upp á West End. En söngleikurinn varð svo ekki settur á svið enda slíkt afar kostnaðarsamt,“ segir hann. „Ég hef leikið í sjónvarpi og örlítið í kvikmyndum þarna úti, en ég náði þeim söngleikjamarkmiðum sem ég vildi og hafði ekki fleira sem ég vildi sanna fyrir sjálfum mér,“ segir hann. „Að leika í átta sýningum á viku á West End er fínt þegar maður er yngri. En maður gerir ekkert annað á meðan og það stöðvaði mig meðal annars í að gera plötu í ellefu ár. Slíkt Með þúsund Vesalinga undir belti „Ég held ég sé með þúsund sýningar af Vesalingunum undir beltinu. Það að sýna þetta stykki út sumarið fyrir mig er því bara gaman. Ég verð ennþá ferskur eins og nýpúðraður barnsrass,“ segir Þór Breiðfjörð Kristinsson, aðalleikari Vesalinganna sem slegið hefur í gegn í Þjóðleikhúsinu. Ansi lítið hefur farið fyrir honum hér á landi og lítið spurst af honum í áraraðir, þrátt fyrir að hafa leikið fyrir fjörutíu þúsund gesti í einni uppfærslunni, gefið út geisladisk í Kanada sem tilnefndur var til verðlauna og náð athygli Microsoft-tölvurisans. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við Þór með þrumandi röddina. starf tekur allt út úr þér og tekur yfir líf þitt. Mér finnst skemmtilegra að þróa hluti með leiklistinni í stað þess að brenna út á einhverju einu.“ Upplifði ást við fyrstu sýn Einhverjum gæti þótt skondið að Ísland hafi ekki verið nógu stórt fyrir ungan mann sem ólst upp í Hrútafirði. Faðir hans, Kristinn Breiðfjörð Guð- mundsson, var kennari að Reykjum og þar gekk Þór í grunnskóla. Hann vann á Eddu-hótelinu þegar hann hafði aldur til og byggðasafninu. Sjöunda og átt- unda bekk nam hann á Laugarbakka í Miðfirði og eftir grunnskóla hóf hann framhaldsnám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menntaskólaárin mörkuðu fram- tíðina. Félagslífið var virkt og lífsleiðin Kim fljótt ljós, því í gegnum sameigin- legan vin, Tómas Tómasson úr Rokk- abillybandi Reykjavíkur, kynntist hann konu sinni Hugrúnu Sigurðardóttir. „Það var ást við fyrstu sýn,“ segir hann og að hún hafi stappaði í sig stál- inu við að elta leiklistardrauminn út. „Hún vildi að við létum slag standast og færum út. Hún vann á meðan ég var í skóla. Svo fékk ég starf við Jesus Christ Superstar á West End eftir útskrift. Hún komst á sama tíma að því að hún væri ófrísk og sonur okkar fæddist á síðasta degi sýningarinnar. Viku síðar fór ég að vinna við Vesalingana ytra,“ segir hann. Framhald á næstu opnu 30 viðtal Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.