Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 2
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is FELLSMÚLI • SKÚLAGATA • GARÐABÆR • MJÓDD Fjórir skuldlausir þingmenn  SílikonpúðafölSun Bandaríkjamenn vöruðu við pip árið 2000 Helmingur kvenna hefur sótt ómskoðun e inungis rétt rúmlega helmingur kvenna með fölsuðu PIP-sílikon-púðana hefur farið í ómskoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins frá því að farið var að skoða hversu margar þeirra bera hugsanlega leka púða. Í síðustu viku komu 34 konur í ómskoðun og voru 17 voru með leka púða. Leka- tíðnin er því talin vera um 57 prósent um þessar mundir. Fréttatíminn hefur ítrekað í vikunni reynt að fá upplýsingar um hversu margar konur hafa látið fjarlægja iðnaðarsílikon-púðana á Landspítalan- um, en ekki fengið. Landspítalinn gefur það ekki upp þar sem aðgerðirnar eru gerðar að beiðni landlæknis. Þar liggja þessar upplýsingar ekki, en eftir þeim hefur verið óskað. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir erfitt að fullyrða um skýringar á því af hverju ekki hafi fleiri konur sóst eftir ómskoðun. Embættið bíður niðurstöðu Persónuverndar um hvort það eigi rétt á að vita hverjir sæki í fegrunar- og lýtaaðgerðir, svo það geti rækt eftir- litsskyldu sína. Fáist leyfið sé hægt að ákveða hvernig haft verði upp á kon- unum sem ekki hafa farið í skoðun. Franski sílikonframleiðandinn komst í tíu ár upp með að framleiða fölsuðu púðana. Í frétt Reuters segir að ein ástæða þess að bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hafnaði saltvatns- sílikonpúðum framleiðandans í júní árið 2000 hafi verið sú að franska fyrirtækið brást ekki við kvörtunum 120 kvenna. Einnig að púðarnir virtust tæmast. William Maisel, sérfræðingur eftir- litisins, segir strangar reglur í Banda- ríkjunum hafi varað konurnar þar við þessum fölsuðu púðum. Bandaríska eftirlitið hafi sett rökstuðning sinn fyrir höfnuninni á netið, en niðurstaðan fór að öllum líkindum framhjá Frökkum. Hér er sýnt hvernig sílikon- púði á að liggja. Fjórir þingmenn skulda ekkert vegna fasteignakaupa: Ásbjörn Óttarsson, Steingrímur J. Sigfússon, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson og Birgitta Jónsdóttir, en hún á ekki fasteign. Þetta kemur fram þegar rýnt er í veðbókarvottorð þingmanna sem vefmiðillinn Svipan birti í upphafi mánaðarins. Miðillinn hefur aðeins birt brot af vebókarvottorðum þing- manna en hefur tilkynnt að von sé á birtingu fleiri vottorða. Dæmi er einnig um að þingmenn vanti á lista sem Svipan hefur undir höndum og má þar til dæmis nefna Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. - gag Anna Kristín vill launamuninn greiddan Milljóna skaðabætur falla á ríkið verði niðurstaða dómstóla í máli Önnu Kristínar Ólafsdóttur gegn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á þá leið að ríkinu beri að greiða Önnu mismun á launum hennar nú og þeim sem hún hefði fengið sem skrifstofu- stjóri hjá forsætisráðuneytinu. Fram á það fer Anna Kristín, sem er sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun. Úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu fyrir tæpu ári að forsætisráðuneytið hefði brotið jafnréttislög þegar það réði karl umfram Önnu Kristínu. Forsætisráðu- neytið hefði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar því að gengið var framhjá henni við skipun í embætti skrifstofu- stjóra. Aðalmeðferðin verður 24. maí. - gag Enn í lífshættu eftir alvarlega líkamsárás Karlmaður á sextugsaldri er enn í lífshættu eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás á lögmannsstofunni Lagastoð síðastliðinn mánudag. Ástand mannsins er óbreytt og er honum haldið sofandi í öndunarvél, að því er mbl. is hafði í gær eftir lækni á gjörgæsludeild. Árásarmaðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til á morgun. Hann hefur játað verknaðinn og verður gert að sæta geðrannsókn en hann stakk fórnarlambið nokkrum stungum með beittum veiðihnífi. Guðni Bergsson, lögfræðingur og starfsbróðir þess sem ráðist var á, kom honum til aðstoðar, náði hnífnum af árásarmanninum en varð sjálftur fyrir hnífsstungum í læri. Guðni slasaðist þó ekki alvarlega. - jh Tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til fjársvika Viggó Þórir Þórisson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna, var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til fjársvika en sýkn- aður af ákæru um umboðssvik. Forsvarsmenn Verðbréfaþjónustunnar létu lögreglu vita um hugsanlega refsiverða háttsemi framkvæmda- stjóra félagsins í apríl 2007. Viggó útbjó skjöl sem öll tengdust bandaríska fyrirtækinu Napis en við rannsókn málsins kom í ljós að Viggó átti fjórðungshlut í því. Hefði svikamyllan gengið upp hefðu gríðarlegir fjármunir farið inn á reikning Napis og Viggós, svo nemur milljónum dollara. - jh Ari Trausti Guðmundsson íhugar af alvöru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann tekur endanlega ákvörðun öðru hvorum megin við páska. Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson.  forSetakoSningar endanleg ákvörðun öðru hvorum megin við páSka Ari Trausti íhugar for- setaframboð af alvöru Ég hef alltaf haft áhuga á samfélagsmálum og forseti getur gert margt gott. Það á ekki að hafa áhrif á ákvörðunina hverjir eru meðframbjóðendur, segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur og rithöfundur. Það sem skiptir máli er hvort menn telji sig hafa eitthvað fram að færa. Annað hvort segir maður nei strax eða hugsar málið og ég er ekki fráhverfur framboði. a ri Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rit-höfundur, íhugar nú forseta- framboð af alvöru. „Ég reikna með því að taka ákvörðun öðru hvorum megin við páska,“ segir hann, „en er alvarlega að íhuga málið. Margir hafa hringt í mig og sent mér tölvupóst og raunar hringdi sá fyrsti þegar eftir nýársávarp forseta Íslands. Í fram- haldi þess kannaði ég meðal vina og kunningja hvað þeir héldu og þau viðbrögð hafa yfirleitt verið jákvæð. Nú þarf ég bara að hugsa áfram, vega og meta því þetta er svo stórt mál, hvað fylgi snertir, reynslu, þekkingu og málefnagrunn. Það gerist á næstu dögum og vikum.“ Leiðirnar eru aðeins tvær, segir Ari Trausti. „Annað hvort segir maður nei strax eða hugsar málið og ég er ekki fráhverfur fram- boði. Ég hef alltaf haft áhuga á samfélagsmálum og forseti getur gert margt jákvætt. Þess vegna segir maður ekki nei að óathug- uðu máli.“ Ari Trausti íhugar framboðið óháð tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar um að hann gæfi kost á sér til endurkjörs. „Ef ég tek ákvörðun fer ég fram hvort sem Ólafur Ragnar er í framboði eða ekki. Það á ekki að hafa áhrif á ákvörðunina hverjir eru með- frambjóðendur. Þá er ekki verið að hugsa um það sem skiptir máli, hvort menn telji sig hafa eitthvað fram að færa.“ Áður en að endanlegri ákvörðun um framboð kemur segist Ari Trausti þurfa að leggja út í tölu- verða vinnu, halda fundi, hringja í mann og annan og kanna málið. „Þetta er spursmál um að fá fólk til vinnu, peninga, hugsanlegt fylgi og svo margt annað,“ segir Ari Trausti. „Þótt það sé ekki nein skriða fólks sem hefur haft sam- band við mig eru það nógu margir til þess að maður finni alvöruna í þessu.“ Hann segir hugsanlegt framboð hafa verið rætt innan fjöl- skyldunnar. „Mitt fólk hugsar en þetta er ekki komið svo langt að við höfum tekið nein afgerandi skref.“ Ari Trausti Guðmundsson fædd- ist í Reykjavík 3.12.1948. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1972, er Cand.mag. í jarðeðlis- fræði frá Óslóarháskóla 1973 auk þess að hafa lagt stund á viðbót- arnám í jarðfræði við HÍ 1983 til 1984. Hann hefur skrifað greinar í blöð og fjölda bóka um nátt- úru og jarðfræði Íslands og hafa bækur hans um þau efni komið út á íslensku, ensku, ítölsku og frönsku. Verk hans, Íslenskar eld- stöðvar, var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001. Árið 2002 hlaut hann Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness fyrir smásagnasafnið Vegalínur og árið 2004 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók, Í leiðinni. Árið 2008 hlaut hann verðlaun Rannís fyrir kynningu á vísindum til almenn- ings. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 2 fréttir Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.