Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 6
Þvottavélar Vandaðar vélar á góðu verði. Fást með innbyggðum þurrkara. 139.990 139.990 96.99089.990 Candy Aqua 100F • 1000 snúninga og 3,5 kg þvottavél • Hitastillir 30-90° • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi • Stærð: (HxBxD) : 69,5 x 51 x 44 sm • Þvotthæfni A • Orkunýtni A • Vinduhæfni C Candy EVO1473DWS • 1400 snúninga og 7 kg þvottavél • Hitastillir 30-90° • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi • Þvotthæfni A • Orkunýtni A • Vinduhæfni A Candy EVOW4653DS • Sambyggð þvottavél og barkalaus þurrkari 1400sn • Ryðfrí tromla sem tekur 6kg þvott/5kg þurrk • Stafrænn hitastillir og LCD skjár • Stafræn niðurtalning á þvottatíma • Handþvottakerfi, 14 mín. hraðkerfi • Þvotthæfni A • Orkunýtni B • Vinduhæfni A Candy EVO12103DWS • 1200 snúninga og 10 kg þvottavél • Hitastillir 30-90° • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi • Þvotthæfni A • Orkunýtni A+++ • Vinduhæfni B Lítil og nett Innbyggður þurrkari Tekur 10kg af þvotti „...ég skil áhyggjur fólks því þetta minnir á víggirðingar við þar til gerðar stofnanir“ S tyrr stendur um gaddavírs-girt búr sem íbúi í Háholti í Mosfellsbæ hefur sett í bakgarðinn hjá sér án þess að hafa til þess leyfi frá bæjaryfirvöldum. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt stingur girð- ingin nokkuð í stúf við umhverfi sitt og herma heimildir Frétta- tímans að aðrir íbúar hússins séu ekki hrifnir af framkvæmdagleði nágranna síns. Ásbjörn Þorvarðar- son, byggingafulltrúi Mosfellsbæj- ar, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé í skoðun og hann hafi þegar ráðfært sig við tvo aðila um aðgerðir. „Það liggur ekki fyrir formleg fyrirspurn eða kvörtun vegna þessa máls en það barst munnleg fyrirspurn um þetta fyrirbæri. Ég skoðaði aðstæður í dag (miðviku- dag) og ég skil áhyggjur fólks því þetta minnir á víggirðingar við þar til gerðar stofnanir,“ segir Ásbjörn. Samkvæmt lögum um fjöleignar- hús er óheimilt að leggjast í fram- kvæmdir við fjöleignarhús nema fyrir liggi samþykktir uppdrættir eða það rúmist innan ramma byggingareglugerðar og fyrir liggi samþykkt húsfélags. Ásbjörn segir að slíkt eigi ekki við í þessu máli. „Þessi girðing er ekki á samþykkt- um uppdráttum og þeir sem skoða þetta fá á tilfinninguna að um sé að ræða eitthvað annað heldur en bara girðing,“ segir Ásbjörn. Og málið í heild snýst ekki eingöngu um girðinguna. „Þetta er partur af mannlegum harmleik og tengist óvenjulegum þáttum í lífi fólks. Það er í vinnslu á fleiri en einum stað,“ segir Ásbjörn. Aðspurður hvort girðingin verði rifin segir Ásbjörn að verið sé að skoða málið. „Það er nýkomið upp og er hreinlega í vinnslu.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  SkipulagSmál moSfellSbær Búr í bakgarði fjölbýlishúss veldur uppnámi Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar skoðar nú úrræði vegna kvartana um ólöglegt búr sem sett hefur verið upp á baklóð fjölbýlishúss í Háholti. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíð búrsins. Eins og sjá má á myndinni er um að ræða nýjung í girðingarverki við fjöleignarhús. Ljósmynd/Hari Eimskip flytur fyrir Bauhaus Eimskip mun annast alla flutninga fyrir byggingavöruverslunina Bauhaus en samningar voru undirritaðir á dögunum. Samstarfið felur í sér heildarlausnir í tengslum við flutninga á öllum vörum fyrir Bauhaus í nýja verslun fyrirtækisins við Vestur- landsveg. Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Bauhaus á Íslandi, segir að nú sé allt að fara á fullan skrið við að undirbúa opnun verslunarinnar. Hann segir að samið hafi verið við Eimskip að undangengnu útboði. - jh Rifist um ruslið Hart var deilt um tilboð Bandaríkja- manna í sorpeyðingarstöðina Kölku á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn, að því er Víkurfréttir greina frá. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram bókun þar sem lagst var gegn sölu á Kölku til erlendra aðila, sem grundvallast á innflutningi iðnaðarsorps til brennslu á Suðurnesjum, en fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokksins ásamt fulltrúa Framsóknar sögðu að skoða þyrfti málið betur. Böðvar Jónsson, for- seti bæjarstjórnar og fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sagði bókun Samfylkingarinnar óábyrga. Ekki væri góð stjórnsýsla að slá málið út af borðinu án þess að skoða það nánar. Kristinn Jakobsson, fulltrúi Fram- sóknarflokkisins, tók undir orð Böðvars og sagði sölu á Kölku geta verið góða leið, meðal annars til að laga fjárhags- stöðu hennar. - jh Hægir á íbúðamarkaði Samtals var 354 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgar- svæðinu í febrúar og nam veltan rúmum 10,5 milljörðum króna, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Meðalupphæð á samning var 29,8 milljarðar króna. Veltan var minni en í janúar. Þá var 372 kaupsamningum þinglýst og veltan var tæpir 11 milljarðar króna. Velta á íbúðamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu hefur dregist saman undanfarna tvo mánuði en Greining Íslandsbanka bendir á að engu að síður sé um að ræða mikla aukningu frá sama mánuði fyrra árs, en í febrúar í fyrra voru gerðir 280 kaupsamningar um íbúðar- húsnæði og hefur veltan því aukist um 26,4 prósent á milli ára. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna 12 mánuði hækkað um 9,2 prósent að nafn- verði og 3,3 prósent að raunvirði. - jh Úlfar í hópi þeirra bestu Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finn- björnsson matreiðslumeistara er í flokki bestu matreiðslubóka heims, að því er fram kemur í tilkynningu bókaforlagsins Sölku. Þar segir að tilkynnt hafi verið um vinnings- hafa og tilnefningar í efstu sæti Gourmand- verðlaunanna sem séu meðal hinna virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. Patagonia Cuisines sigraði í aðalflokknum, Besta matreiðslubók í heimi 2011, en bók Úlfars var meðal hinna efstu í þeim flokki. Alls voru sendar 162 bækur í keppnina. Í tilkynningu vegna verðlaunaveitingarinnar segir að bók Úlfars sé glæsileg heimild um villta náttúru Íslands, eftir matreiðslumann sem nýtir sér gæði landsins árið um kring. Ljósmyndir í bókinni eru eftir Karl Petersen og teikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg. - jh 6 fréttir Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.