Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 44

Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 44
40 bækur Helgin 9.-11. mars 2012  RitdómuR upp á yfiRboRðið Sjálfshjálpardagbók Jónínu Leósdóttur, Léttir, vippar sér beint á toppinn á lista Eymundssonar en í henni rekur höfundurinn árangursríka glímu sína við aukakílóin. LéttiR á toppnum  RitdómuR AngAntýR eftiR eLínu thoRARensen s offía Auður Birgisdóttir er dugleg­ur bókmenntafræðingur og hefur uppá síðkastið beint athygli sinni að kimum í íslenskum bókmenntum. Hún birti nýlega umfjöllun um Herdísi Andrésdóttur í bókmenntatímaritinu Stínu sem var upplýsandi samantekt um feril skáldkonunnar. Soffía á einnig eftir­ mála í endurútgáfu á Angantý eftir Elínu Elísabet Thorarensen, dóttur Herdísar, sem kom út öðru sinni fyrir síðustu jól í snoturri útgáfu. Angantýr segir Soffía vera bók sem býr við þöggun og hafi verið það frá fyrstu tíð, en Elín gaf kverið út á eigin kostnað 1946. Tilgáta Soffíu er að ást í meinum eldri konu og ungs manns hafi orðið til þess að bókin var þöguð í hel. Í minn­ ingum sínum greinir Elín frá því þegar hún tók Jóhann Jónsson nítján ára í kost, en hún hélt kostgangara. Milli þeirra tókust andlegar ástir og líklega líkamlegt samræði. Þremur áratugum síðar lýsir Elín sambandi þeirra með ævintýra­ legum ljóma, en þau hafa í sambandi sínu skipt um nöfn og tekið upp heiti persóna úr fornum bókum. Rekur Elín orðræður þeirra og birtir í kverinu stuttan texta efir Jóhann. Fyrr á síðasta ári birtust tvær greinar í Tímariti Máls og menningar um Jóhann; önnur eftir Guðrún Helgadóttur rær á svipuð mið og Soffía sækir á en þar er lýst forsögu kversins og ást Jóhanns og Elínar í meinum – hin greinin er syrpa eftir Gunnar Má Hauksson, afar fróðleg viðbót við takmarkaða þekkingu okkar á þroska­ árum Jóhanns Jónssonar í Þýskalandi og dauða hans á miðjum aldri. Af þessum ritsmíðum er ljóst hver hefur ráðið eftir­ mælum Jóhanns að stærstu leyti: Halldór Laxness. Gerir Soffía því skóna að bækl­ ingur Elínar 1946 hafi verið andsvar við skrifum Halldórs um Jóhann í Vettvangi dagsins. Nú kann lesandi að spyrja: Hvað er málið? Jú, Jóhann orti tímamótakvæði í íslenskum bókmenntum, Söknuð, perlu sem á ekki sinn líka. Þess utan samdi hann mörg önnur ljóð en ekki hefur hann verið í slíkum metum að ljóðmæli hans séu fáanleg, þau hafa aðeins komið út í tvígang í ófullkomnum útgáfum. Enn er óunnin sæmandi útgáfa á textum Jóhanns svo skilja megi sess hans í íslenskri bók­ menntasögu. Jóhann var ekki einnar konu maður. Eftir æskuást hans við matseljuna Elínu tók hann saman við Nikkólínu Árna­ dóttur og fór hún með honum til Þýska­ lands 1921. Er lýsing á siglingu þeirra í grein Gunnars og má af því nokkuð ráða hverskonar eiginmaður Jóhann var. Nikkólína skildi við hann 1925 en þá tók hann saman við þýska leikkonu, Elísabetu Göhlsdorf, sem flutti ösku hans hingað heim 1932 og var raunar áberandi í samkomuhaldi í Reykjavík í nokkur misseri á fjórða áratugnum, einkum við ljóðaflutning. Um þær tvær, eiginkonu og síðustu sambýliskonu Jóhanns hefur fátt verið skrifað. Vísað er til þeirra beggja í nýútkomnu úrvali bréfa Halldórs Laxness til Ingu Einarsdóttur með mismunandi hætti. Þar kemur fram að Elísabet heldur Jóhanni uppi í Þýskalandi þar sem hann dvaldi lengst af. Þótt fagna megi snoturri útgáfu á Ang­ antý þá verður ekki sagt að verkið hafi nokkurt bókmenntalegt gildi. Hugmynd­ in um tabú ástarsambands yngri manns og eldri konu stenst ekki ef litið er til þess fjölda hjónabanda sem heimildir greina frá af mismunandi aldri hjóna á þessum tíma og raunar fyrr. Eru mörg dæmi þess að finna í báðum fyrstu bindum Reyk­ víkinga sem rekja byggð bæjarins sam­ kvæmt íbúaskrá 1910. Nýlega barst mér bréf þar sem mætur læknir rakti saman ættir okkar: Þar kom í ljós að formóðir mín Guðrún Björnsdóttir fædd árið 1800 giftist öðru sinni 1840 manni sem fæddur var 1816. Giftingar eldri og yngri á 19. öld þóttu ekkert tiltökumál. Margt bendir til að Jóhann Jónsson hafi lifað á vinnukrafti sambýliskvenna sinna og það hafi byrjað í sambandi hans við Elínu Thorarensen. Hann hafi eins og tíðkaðist étið sig inná hana, eða eins og það var kallað: Tekinn upp í kost. Rétt eins og ekki verður annað greint en hann hafi verið á framfæri bæði Nikkólínu og Elísabetar. Því hafa vinir hans og lof­ tungur ekki tekið eftir, en hissa er ég á að Soffía hafi ekki séð það við könnun sína á frægðarferli þessa skálds. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Þöggun og orðstír Straumur er af bókum frá liðnu hausti í kiljuútgáfum. Í síðustu viku kom Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur út á vegum Bjarts. Í febrúar komu Kona við 1000° eftir Hallgrím Helgason, Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Hjarta mannsins eftir Jón Kalman í kilju sem og Svartur á leik eftir Stefán Mána í tengslum við frumsýn- ingu samnefndrar kvikmyndar í síðustu viku. Skáldsagan um Jón eftir Ófeig Sigurðs- son er einnig komin í kilju í kjölfar á viðurkenningu sem hann hlaut síðla árs sem einn af frambærilegustu höfundum álf- unnar af yngri kynslóðinni. Þá hafa Sögur gefið út skáldsöguna Meistari hinna blindu eftir Elí Freysson. Einnig er Frönsk svíta komin út í kilju og fimmta útgáfa af Óbærilegum léttleika tilverunnar eftir Kundera stakk upp höfði á ný og er með ólíkindum hvað sú saga hefur átt greiðan aðgang að íslenskum lesendum. -pbb Jólabækur komnar í kilju Léttir Jónínu Leósdóttur – hugleiðingar harmonikkukonu, komu út í kiljum í vikunni. Þetta er játningabók sem segir af baráttu við aukakíló, bagga sem höf- undurinn vill losna við. Fleiri verk eru að koma út þessa dagana: Ég ljúfa vil þér syngja söngva er skáldsaga eftir Lindu Olsson, sænsk-nýsjálenskan rithöfund. Ný bók er komin út í Neon-röð Bjarts: Góðir grannar eftir Ryan David Jahn, bandarískan höfund og segir þar frá alræmdu máli sem er árás á konu utan við heimili hennar að næturþeli árið 1964 sem fjöldi vitna var að en enginn kom konunni til hjálpar. Neon boðar frekari útgáfu á þessu ári; skáldsögur eftir Julian Barnes, Helene Grémillion og Javier Marías. Þá hefur Veröld sent frá sér krimma: Konurnar á ströndinni eftir Tove Alsterdal. Þá hefur Brú gefið út þýðingar Hallbergs Hallmundssonar á ljóðum eftir Walt Whitman. -pbb Frumútgáfur í kiljum streyma ...  upp á yfirborðið Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði Ritstjórar: Orri Vésteinsson, Gavin Lucas, Kristborg Þórisdóttir og Ragnheiður Gló Gylfadóttir Fornleifastofnun Íslands, 160 s. 2011 Velgengni Mannvista – rits Birnu Lárusdóttur og fleiri höf­ unda – á verðlaunapöllum eru gleðileg, bókin fallega unnin og stútfull af efni svo líkingar séu sóttar í flöskur. Um svipað leyti og bók Birnu var dreift kom út annað rit um íslenska fornleifafræði sem er ekki síður forvitnilegt, reyndar að hluta unnið af sama gengi og Birna kallar til í Mannvist, stórum hópi íslenskra fornleifafræðinga í bland við erlenda starfsbræður þeirra sem hingað hafa komið og unnið við rannsóknir. Upp á yfirborðið er í mjúku bandi, 23 x 23 sentí­ metrar að stærð og 160 síður. Verkið er samsett af lengri og styttri ritgerðum um stök og afmörkuð efni, styttri greinar settar í rasta og falla inn í þær lengri. Ritið er ríkulega myndskreytt með lýsandi myndatextum til stuðnings viðfangsefni hverrar greinar, ef frá eru taldar heilsíðumyndir sem opna lengri ritgerðir sem eru án myndatexta sem er ljóður á annars fallega útgefnu riti. Ensku útdráttur fylgir öllum ritsmíðum í verkinu, auk neðanmálsgreina, stöðuskrá höfunda. Þá er í ritinu mikill fjöldi korta og skýringaruppdrátta. Hér er á ferðinni rit sem hefur þannig í senn vísindalegan tilgang en er jafnframt læsilegt almenningi. Ritið er í raun stöðumat á hvað hefur verið unnið á Fornleifastofnun Íslands, einkareknu fyrirtæki sem hefur unnið merkilegt rannsóknarstarf í forn­ leifarannsóknum hér á landi undanfarin 16 ár. Því er skipt í kafla og undir hvern þeirra er skipað styttri greinum: Kaflaheitin gefa gleggsta mynd hvað er til skoðunar hér, sá fyrsti er helgaður Forn­ leifastofnun og starfi hennar, þá kemur kafli um nýjar rannsóknir á fjórum landsnámsbýlum, þá er kafli um eldhús, síðan kafli um vitnisburði um ein­ okun og neyslu, kafli um landsháttafornleifafræði og félagsleg minni, kafli um þöglar minjar í Þegjandadal og loks um fornleifar síðari tíma. Inn í þessa kafla er skotið smágrein um aðskiljanleg efni; bátakuml, skordýrafornleifar, pípur, leirbrot frá Gásum, múrana í Þingeyjarsýslu, svo örfá dæmi séu nefnd. Upp á yfirborðið er annað sannindamerki þess að mikils má vænta af íslenskum fornleifarannsóknum fáist til þeirra fé og eitthvað saxist á þá 140 þúsund skráðu staði forn­ minja sem vitað er um en líkast til er annað eins enn falið í gleymskunni. Saga okkar er einn dýrmætasti sjóður sem við eigum, mannvist hér er eitt af undrum Evrópu og bæði ritin – Mannvist og Upp á yfirborðið – eru alvarleg áminning um að rannsóknarstarf okkar á landinu er rétt að hefjast. -pbb Frekar af forn- leifarannsóknum  Angantýr Elín Thorarensen Lesstofan, 120 síður, 2011. Jóhann Jóhannsson. Athygli beint að kimum í íslenskum bókmenntum. Kápa af fyrstu út- gáfu Angantýs frá 1946.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.