Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Blaðsíða 8

Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Blaðsíða 8
TILLÖGUR STARFSHOPS I I Um haust- og vetrarstarf samtakar. na. 1) Sambandið gangist fyrir stoínun svæðasambanda, þar sem allir banlcar og sparisjóðir á viðkomandi stöðum séu aðilar, til að auka kynni og samstarf bankamanna í hinum ýmsu stöðum úti á landi sín á milli. 2) Halda áfram með þá fræðslu- og skemmtifundi, sem haldnir voru f Reykjavík síðastliðinn vetur, og að jafnframt verði hafizt handa um að halda slíka fundi úti á landi, t.d. á hverjum stað, og einnig f hverjum landsfjórðungi. }) Lögð verði áherzta á, að á helgarráðstefnum S . f. B. verði fleiri futltrúar frá því svæði, sem ráðstefnan er haldin á. 4) Lagt er til. að sambandsþing verði haldið úti á landi og í Reykja- vík til skiptis . Við teljum. að mest aðkallandi sé að vinna að aulcnu sambandi mitli starístólks útibúanna úti á landi. Hópurinn telur, að góður árangur hafi náðst með helgarráðstefnum þeim, sem þegar hafa verið haldnar. og séu þser skref t rétta átt. Við teljum. að fundur sá, sem haldinn var á Setfossi, þar sem boðið var starfsfólki útibúa bankanna á Suðurlandi, sé góð byrjun á þessu starfi. Við teljum æskilegt, að þessi svæðasambönd skipi fulltrúa á sarn- bandsþing, frekar en starfsmannafélög bankanna. Hópurinn telur einnig, að núverandi fyrirkomulag kosningar í sambandsstjórn, þar sem allt kapp er !agt á, að hver banki fái fulltrúa í stjórninni, sé óeðlilegt.

x

Fréttablað SÍB

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað SÍB
https://timarit.is/publication/981

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.