Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1915, Qupperneq 9

Læknablaðið - 01.01.1915, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 3 læknastéttarinnar a5 hún sty5ji þaö, svo þaö geti bæöi oröiö oss til gagns og sóma. Það eru héraöslæknar landsins, sem ráða mestu um afdrif þess, en ekki ritstjórnin. íslenzkt læknafélag. Fyrir hér um bil 16 árurn var reynt aö stofna allsherjarfélag meöal ís- lenzkra lækna, þaö var nefnt „íslenzkt læknafélag“. Lög voru samin og reglur um bróðurlega samvinnu milli lækna (Codex ethicus). Tilgangur félagsins var aö „efla samlyndi og bróðerni, samvinnu og persónulega viökynningu milli islenskra lækna, aö annast öll sameigin- leg áhugamál læknastéttarinar, halda uppi lieiöri hennar í öllu og vernda íslenzka læknareynslu frá gleymsku." Þá átti félagið aö sjá um aö haldnir væru 1 æ k n a f u n d i r, eigi sjaldnar en annaöhvort ár og gefa út alþýðlegt tímarit um heil- brigðismál. Félagiö varð lítiö annað en nafnið eins og kunnugt er. Reynslan varö sú aö ókleyft var aö halda læknafundi. Tímaritið komst á fót (,,Eir“) en félagið haföi ekkert meö útgáfu þess að gera. Eftir tvö ár féll það niður vegna þess aö útgáfan svaraði ekki kostnaði. Svo fór um sjóferð þá. * * * Nokkur vorkunn var það, þó ekki tækist betur til í þetta sinn. Það var vissulega ókleyft að halda uppi almennum læknafundum og alþýölegt timarit, sem bóksali gaf út, tók lítt til læknastéttarinnar. Þá skifti það ekki minstu máli, að íslenskir læknar höfðu nálega ekkert að segja af s a m k e p n i, en samkepnin er það framar öllu ööru, sem knúö hefir lækna erlendis til þess aö hafa fastan félagsskap og reglur um fram komu alla innbyröis. Þá gætti hver læknir síns héraðs og fæstir sjúkling- ar leituðu til annara lækna. Meðan þannig stendur er ekki vandlifað og flestar reglur óþarfar. Tímarnir breytast. Til skamms tíma hefir verið tilfinnanlegur lækna- skortur. Nú eru hér fleiri læknar en embætti eru til, og eftir fáein át verða sennilega embættislausir læknar víðsvegar um land. Vér rekum oss þá á samkepnina, kosti hennar og lesti. Það verður vandlifaðra en áður og sama nauðsyn hér sem annarsstaðar aö fylgja föstum reglum í allri framkomu. Mér þykir ekki ólíklegt að nú væri kominn tími til þess að stofna á ný „íslenzkt læknafélag“. Tilgangur þess yröi þá sem fyr, að e f 1 a s a m- vinnu og bróöerni milli lækna og auk þess að gef a ú t blað eða tímarit fyrir lækna eingöngu. Alþýðlegt tímarit og læknarit fer ekki saman. Ef læknafélagiö heföi gefiö út læknarit, væri ekki óhugsandi að þaö heföi orðið langlifara.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.