Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1915, Side 12

Læknablaðið - 01.01.1915, Side 12
6 LÆKNABLAÐIÐ í þá. Þar á móti finst hún mjög oft í sogæðum og eitlum. í nefslími ap- anna, munnvatni og hráka þeirra hefir sóttkveikjan fundist stöku sinnum. Aftur er hún tíöari i sjálfri slímhúöinni í nefi og koki. Sumir þykjast hafa fundiö hana í saur apanna. Örsmá hlýtur sóttkveikjan aö vera, því hún síast gegnum Berkefelds og Chamberlands síur. Hún geymist ágætlega í óþyntu glyceríni og einnig í 50 pct. glycerínsblöndu. Hún þolir kulda vel og sakar eigi, þó hún frjósi í marga daga. liita þolir hún vel upp aö 37 stigum en hærri hitastig illa, og drepst á stuttum tíma við 60 stiga hita. Skiftar eru skoöanir vísindamanna um það, hvernig hún þoli þurk. Sumir segja, að hún þoli hann vel, aörir aö hún drepist á stuttum tíma. Yfirleitt er hún lífseig, og tveir höf. (Osgood og Lukas) segjast hafa fundiö hana meö fullu sýkingarafli í slími úr nefi og koki apa, 6 mánuðum eftir aö dýr- ið sýktist. Þetta er mjög þýöingarmikiö atriði og skýrir útbreiðslu veik- innar, ef rétt reynist. Árið 1913 tókst Flexner og Noguchi aö hreinrækta sóttkveikjuna í ascitesvökva, en þó tókst þetta ekki nema dálítið af lif- andi vef ( t. d. nýra) væri haft í vökvanum, og þess vandlega gætt, aö loft eða súrefni kæmist ekki að honum. Sóttkveikjan er kúlulaga (coccus) og liggja kúlurnar oft í röðum, en svo smáar eru þær, að varla sjást í bestu smásjám. Þá hafa menn rannsakað hvar sóttnæmið finnist í líkama manna. Það finst aöallega i heila, mænu og sogæöakerfinu, aldrei i blóöi, nýrum, lifur eöa mænuvökva. Nokkrir hafa og fundið það í hrákum, munnvatni og nefslími, en sjaldgæft er það. (Hefir fundist tvisvar sinnum.) Útbreiðsla og sýkingarháttur. All-mikið eru skoðanir visindamanna á reiki um útbreiðsluhátt veikinnar meöal manna. Sænskir höf., Wickmann og Medin, sem allra manna best hafa rannsakaö veikina, eru fullkomlega sannfæröir um, aö veikin breiðist mann frá manni við snertingu (kontakt). í nokkrum tilfellum hefir þeim tekist að finna beint smitunarsamband milli sjúklinganna, en þó er hitt miklu tíöara að svo viröist, sem lítt sjúk- ir menn eöa heilbrigðir hafi flutt hana. Þetta er sú skoðun, sem hefir mest fylgi nú sem stendur, eina skoðunin, sem er tilraun til þess aö skýra út- breiðslu veikinnar, og eina skoðunin, sem gæti gefið von um heftingu sjúkd. með sóttvörnum. En margir, sem hafa rannsakað veikina, hafa ekki oröið varir við slíkt smitunarsamband, og í raun og veru er mönnum algerlega ókunnugt um hvernig menn smitast. Skoðanir Wickmanns, Rö- mers, Flexners og E. Muellers eru, að sóttkveikjan berist með ýrum úr munni og nefi og komist aöallega inn í líkamann gegnum sogæðakerfið i nefi, koki og þörmum, en þaðan berist einkum sóttnæmið með sogæöunum styztu leið til mænu og heilahimnu, og úr henni eftir sogæðum inn í heila og mænu. Aðalástæðurnar móti smitunarkenningunni eru þessar: 1) Mjög sjaldan veikist hvert barn af ööru á heimilum, þó engri varúð sé beitt. Ef mörg börn sýkjast á sama heimili, veikjast þau langoftast öll í senn. 2) Apar sýkjast aldrei af sjúkum öpum, þó þeir séu hafðir í sama búri. 3) Enn er mönnum ekki kunnugt um, að veikin gangi í barnasjúkrahúsum eða barna- hælum. (Þó er þess getið í Muenchener med. Wochenchrift 1914, að veik- in hafi gengið í sjúkrahúsi fyrir börn með lues. Fimm börn veiktust. Sjúk- dómurinn áreiðanlega fluttur þangað af heilbrigðum eða lítt sjúkum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.