Læknablaðið - 01.01.1915, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ
9
Ennfremur ber aS varast, aö byrja of fljótt á rafmagni, nuddi og böö-
um, þegar sjúklingarnir fá lamanir; byrja fyrst á slíku 3—4 vikum eftir
aö hitinn er horfinn og fara ofurhægt í fyrstu meö slíkt.
Eg fer hér ekkert út í varúöarreglur um hefting veikinnar, enda er
þeirra vist von frá landlækni, ef á þarf aö halda.
/. HJ. S.
Opið bréf til allra héraðslækna.
Yfirleitt er nú komiö gott lag á farsóttaskýrslurnar mánaöarskýrsl-
urnar, sem héraðlæknar senda landlækni, 3 í senn í lok hvers ársfjórð-
ungs. <
Sá galli er þó á þessari aöferö, aö um ársfjórðungamót er landlækni
fákunnugt um heilsufar landsmanna undanfarna mánuöi — þangaö til
skýrslurnar koma.
Mér hefir oft dottið í hug, aö biðja lækna að senda mér skýrslu um
hver mánaðamót, hikað mér við því, þeim fyrirhafnarauka fyrir þá og
mig, en einkum óttast, að þá kæmi ruglingur á sendingarnar, hættara
viö aö þær tíndust, miklu öröugra aö halda öllu í röð og reglu.
Þess vegna hefi eg ekki tekið þetta ráö, en látið mér detta i hug, að
biðja héraðslækna aö skrifa mér stutt bréf mánaðarlega og segja mér
fréttir af heilsufari i héraðinu — svo að eg hafi jafnan glögt yfirlit yf-
ir heilsufar á öllu landinu.
En eg hefi verið í vafa um þaö, hvernig þetta myndi gefast, og líka
ljóst, að læknum gæti ekki oröiö þessi fyrirhöfn neitt áhugamál eöa á-
nægjuefni, nema þvi aö eins aö eg sæi mér fært að gera útdrátt úr öll-
um þessum tilskrifum og koma þeim fréttum fljótt til allra lækna.
Þaö hefi eg ekki séö mér fært hingað til.
En nú gæti það tekist — i Læknablaöinu.
Eg vil ekki gera þetta að embættismáli, að svo stöddu, að óreyndu.
En eg er ekki í efa um þaö, að allir héraðslæknar verða mér samdóma,
sjá, aö þetta gæti orðið til gagns og ánægju fyrir þá og mig.
Þess vegna sting eg upp á að við gerum tilraunina — privatim, þann-
ig, aö þeir hver um sig skrifi mér mánaðarlega (póstgöngur verða aö
ráða) og segi mér i stuttu máli af heilsufarinu, það sem fréttnæmast er.
Þá mun eg svo steypa upp úr þessum bréfum yfirlit yfir alt, saman —;
og birta í Læknablaðinu. Og þá munum við fljótt sjá, hvernig gengur
— hvernig þessi aðferð reynist.
Læknablaöiö hefir góðfúslega lofaö aö taka þessar mánaðarfréttir.
Rvík 26. jan. 1915.
G. BJÖRNSSON
landlæknir.