Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 121 því, en flestu ööru áfengi. Þess utan hafa margir sjúklingar tröllatrú á Sherry, sem „styrkjandi" lyfi. Mátt Jjeirrar trúar á læknirinn ekki aö lítils- viröa, heldur nota. Mér fellur illa aö vera sviptur nokkru því, sem eg hefi notaö til lækninga og gefist vel. Eg fæ heldur ekki séð, aö bannlögin geri ráö fyrir neinu slíku, sbr. 8. gr. „.... Þó mega lyfsalar og héraðslæknar selja mönnum áfenga d r y k k i eftir lyfseðli löggiltra lækna.Um sölu 1 y f j a þeirra, sem áfengi er í, setur landlæknir reglur o. s- frv. Læknum og lyfsölum ætti þvi að vera heimilt að flytja t. d. Sherry og Portvín. Mundi bannlögunum stafa nokur hætta af þvi, fremur en af spir. con- centr. ? Það skil eg varla. Vinum malaga er smeðjulegt og ólystugt þeim, sem hitaveiki hafa, og verði-engin breyting á þessu ástandi, hljóta menn aö notast viö mixturæ vinosæ. Eg hef reynt ýmsar samsetningar, en sjúklingunum falla þær flestar illa. Mixt. flava og mixt- vinosa (F. n. c. h.) eru báðar bragðvondar. Litlu betra er t. d.: Rp. Spir. concentr., Vini chinæ, aa grm. 60. Aquæ communis, Syr. sacchari, aa grm. 40. S. 1 staup 3—4 sinnum á dag; eöa: Rp. Spir. concentr., Aquæ communis, Syrupi cerasi (eða annað syr.), Mixt- acidi sulphurici, aa grm. 50. S. 1 staup í einu. Enn fremur hef eg reynt: Rp. Spir. concentr., Aquæ communis, Syr. cerasi, aa grm. 50. Tinct. amygdalæ (Mandel-Essents) guttas V. S. 1 staup í einu, — (er hér um bil nákvæmlega það, sem kallað er Sherry cordial.). Karlmönnum, sem neytt hafa áfengis, þykir brennivín í kaffi skárra en alt þetta, þ. e.: Rp. Spir. concentr., Aquæ, aa grm. 150, Ætherol. carvi, guttas IV. Þetta og fleira hefi eg reynt, én líkar ekkert af því. Bið því góðfúsa collega bæta úr og senda Lbl- nokkrar uppskriftir af góðum áfengisblönd- um. —■ Þetta gæti orðið vísir til „Formulæ islandicæ“, sem Læknablaðið og bættur félagsskapur vor á meöal vonandi hefir í för með sér fyr eða síðar. HALLDÓIi GUNNLAUGSSON. Grein þessi hefir legið hjá Lbl. nokkurn tíma og ekki komist að vegna þrengsla. En eg get ekki stilt mig um að bæta fáeinum orðum við hana. Þegar H. G. hafði með mikilli fyrirhöfn bruggað allar þessar mixtúrur, margbragðað á þeim og fundið þær góðar að vera, kom hann hingað til Rvíkur. Þá komst hann að raun urn að nýfengið Malagavín hér í lyfjabúðinni (extra dry) var hreinasti guðadrykkur og hálfu betri en allar mixtúrurnar, svo þá varð nú eiginlega greinin ónýt, en er þó sett hér úr því H. G. hefir ekki afturkallað hana og bent á hið ágæta Malagavín. En ofan á alt þetta sýnast nokkrar horfur á því, að læknar fái framvegis vin ad libid., svo þá þarf heldur ekki á Malagavíninu að halda, þó gott sé. En það var ekki von, að H. G. óraði fyrir þessum vínframförum, og söm var hans gerðin! G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.