Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 10
136 LÆKNABLAÐIÐ á, aö setja upp deild á íslandi a5 svo stöddu. Kemur þetta einnig heim viö þau svör, sem Sig. Magnússon segist hafa fengiö hjá félaginu. Eg geröi aö sjálfsögöu ráö fyrir, aö félagiö yröi aö hafa umboðsmann hér og trygði einnig aðra. Hitt fyrirkomulagið, sem Sig. Magnússon minnist á, er mjög umsvifamikiö, iðgjöldin eru einnig svo há og læknar verða ekki svo oft fyrir slysum eða sjúkdómum, að það er vafasamt hvort slík trygg- ing borgaöi sig fyrir þá. M. J. M. Hjúkrun til sveita. Kollega vor Árni Árnason hefir í ágústblaði Læknablaösins vakið máls á nauðsyn góðra hjúkrunarkvenna til sveita; hann tekur m. a. svo til o'rða: „Til sveita hér á landi þyrfti því aö vera völ á svo góöu hjúkrunarfólki, að ekki gæti betra annarstaðar.“ Allir læknar munu á eitt mál sáttir um, að sérstakur vandi fylgi hjúkrunarstarfi, þar sem erfitt er aö ná til læknis; því er auðvitað samfara, aö hjúkrunarkonan þarf að gera ýmislegt upp á eigin spýtur, verður aö bjargast aö miklu leyti án fyrirsagnar læknisins. Hvers á að krefjast af góöri hjúkrunarkonu til sveita? Hún á fyrst og fremst aö kunna að hagræða sjúklingum vel í rúminu, og það eitt er tals- verður lærdómur — að búa svo um veikan mann, aö sem minst óþægindi hljótist af; hún á að kunna að hafa fataskifti á sjúklingunum þannig, að þeim sé það sem þvingunarminst; hún á að kunna að baöa sjúklinga; af skiljanlegum ástæðum veröur baðlækningum aðallega komið viö, þegar um veik börn er að ræða, og geta þá oft verið mikils virði, en ekki fram- kvæmanlegar nema af æföri manneskju; bakstrar eru sjaldan lagðir á sjúklingana lege artis, en það gerir auðvitað hjúkrunarkonan; hún þarf líka að kunna dálítið til matargerðar. Þetta er nú þaö einfaldasta. Hjúkrunarkonan þarf að skilja og vera heima í aseptik og antiseptik; ef hún er eins vel að sér og vera ber, lætur sveitalæknirinn hana skifta umbúðum á minniháttar sárum, gera kathe- terisatio og skola þvagblöðruna, gefa vaginal-douche, gera injectiones subcut. o. fL, sem of langt yrði upp aö telja. Ekki held eg aö heppilegt væri aö gera ljósmæöur að hjúkrunarkonum, eins og Árni Árnason stingur upp á; eg ímynda mér, að slikt geti bein- línis oröiö hættulegt. Enginn má heldur imynda sér, aö eins mánaðar náinsskeiö á Landakotsspítalanum geti komið að nokkru liði. Nei, hjúkr- unarkonustarf lærir engin stúlka meö öðru móti en aö vera 1—2 ár á spítala og taka þar þátt í hjúkrunarstarfi á kirurgiskum, medicinskum og epidemiskum deildum; víðast hvar erlendis mun hjúkrunarnámiö vera 2—3 ár. Fákunnandi hjúkrunarkona er verri en engin. Lækninum er miklu óhættara að treysta einhverri greindri og ábyggilegri, en ólæröri konu, heldur en stúlku, sem er fúskari í faginu. Hér á landi er engínn vegur að ala upp dugandi og hæfilega mentaöar hjúkrunarkonur, fyr en viö eignumst Landsspítala. Hjúkrunarstarf hér á landi er svo illa launað, aö viö getum aldrei búist viö aö nægilega margar stúlkur fari

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.