Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1919, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.04.1919, Qupperneq 4
LÆKNABLAÐIÐ 50 lega aö vera gæddir flestum þeim hæfileikum og kosturn, er menn mega prýöa. En sannleikurinn er sá, aö allur þorri manna er, eins og gefur aö skilja, takmarkaöur; þaö má því heita, aö það sé nokkurn veginn algild regla, að mestu námsmennirnir reynist liðléttingar á öðrum sviöum. En það er engin regla án undantekningar, og G. M. er ein slík undantekning. Vér íslendingar erum aö líkindum j)að á eftir öörum þjóðum, aö oss hættir þjóöa mest til þess, að hefja afburða námsmennina til skýjanna, og gáum ekki aö því, aö þeir menn, sem er sýnt um að tileinka sér þaö, sem aðrir hafa hugsað, eru ef til vill að eins andleg jaröstirni, sem lýsa einungis meö þeirri birtu, sem hinir, sem sjálflýsandi eru, hafa á þá varpað. Þaö voru þvi allmiklar likur til þess, aö ahnenningur gæti oröið fyrir vonbrigðum, er G. M. tók viö kennarastarfinu, og þaö því fremur, sem hann tók viö því af Schierbeck, sem var, eins og kunnugt er, í miklu áliti. En þeir sem þektu hann, vissu þaö fyrir, aö hann myndi leysa þaö vanda- verk vel af hendi, því aö mannkostir hans voru ekki síöri gáfunum. Hann er maður fríöur sýnum, kurteis og býður af sér góöan þokka. En þaö er sitthvaö aö koma prúömannlega fram á strætum og gatnamótum, eöa gegna lýjandi störfum ár eftir ár. En G. M. hefir ekki fremur brugöist vonum manna sem hversdagsmaður, en læknir og kennari. Álit hans hefir aldrei strandað á vonbrigðaskerinu, þaö hefir oröið vel reiðfara í höfn aldarfjóröungsins. Og það mun ekki ofmælt, þótt sagt sé, aö álit hans hafi farið sívaxandi, þ r á 11 fyrir þaö, aö almenningur og vinir hans höföu gert sér þegar fyrifram hinar glæsilegustu vonir um hann. Hann gerðist þá þegar kennari i handlækningafræði, bæöi almennri og sérstakri; sömuleiðis kendi hann sjúkdómafræöi og lífeðlisfræði. Og allar þessar kenslugreinar hefir hann kent mestallan tímann. Þetta er þó, eins og læknar vita, yfirgripsmiklar kenslugreinar, og er alstaðar fyrir löngu erlendis skift á milli eins margra prófessora og þær eru margar. G. M. hefir kent allar þessar fræðigreinar frábærlega vel og rækilega, enda er þekking hans ágæt í þeim öllum. Þó er hitt mest unr vert, aö allir lærisveinar hans hafa lesiö og lesa allar þær fræöigreinar, sem hann kennir meö undarlegum sameiginlegum áhuga. Þaö er gáta, sem er ekki auðráðin, hvernig honum hefir tekist aö vekja áhuga hjá öllum lærisvein- um sinum, sem hafa verið, eins og gefur að skilja, margir hverir gagn- ólíkir. Þegar læknanemendurnir komu fyrst í læknaskólann úr latinuskólanum, fanst þeim sem þeir kæmu inn í alveg nýjan heim. Þar ríkti sem sé alt annar andi en þeir höföu átt aö venjast. G. M. var þeim ekki aö eins sem kennari, heldur alveg eins sem nærgætinn samverkamaöur, eöa öllu heldur sem umhyggjusamur, góöur vinur. Honum var vissulega ekki nóg að gera aö eins skyldu sína, heldur reyndi hann æfinlega til þess, aö hafa sí og æ vekjandi áhrif á lærisveina sína. Þaö má óhætt telja G. M. meö hinum langbestu kennurum þessa lands og ber margt til þess. Hann hefir til dæmis eitthvert kynjalag á því aö komast æfinlega aö-því, hvar lærisveinar hans eru veikir á svellinu, og veita þeim þá rækilegustu fræöslu í þeim atriöum, sem þeim er hættast við aö leggja minni rækt viö en skyldi.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.