Læknablaðið - 01.04.1919, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ
55
um algerlega horfin. Þetta mun vera eina nýungin, sem þessar
50 sjúkrasögur hafa sannfært mig um, en því miöur er ekki alstaöar unt
að sjá af sögunum, hvernig ástatt var. Þar sem þaö er tekið fram, hefi
eg getið þess í töflunni.
Ef málið er nánar athugað, er þetta ekki kynlegt: Lifandi, heilbrigð
sullamóðir býr að eins til scolices (eða er ef til vill geld), en veikist
hún, fyrir elli sakir eða af öðrum orsökum, breytast þessir scolices í sull-
unga, sem búa til innan í sér nýja scolices. Veikist sullunginn, geta þessir
annars stigs scolices orðið að annars stigs sullungum, og dæmi finnast
til 3. stigs, en það er miklu síður hætt við því, af því að sullungarnir eru
bersýnilega ótrúlega lifseigir. Oft og einatt sér maður þá synda í grefti
og villigrefti og galllituðum vökva með vatnstæru litarlausu innihaldi.
Mér vitanlega hefir enginn gert tilraunir til þess að sannfæra sig um, hvort
scolices x ungum, sem svona er ástatt með, séu lifandi, og ætti það þó
ekki að vera ógerningur, og skiftir nokkru rnáli að vita það, vegna út-
sæðishættu. Að því óreyndu virðist mér alt mæla með því, að þeir séu
lifandi, og ef svo er, þá er augljóst, að það er ómetanlegur ávinningur
fyrir dýrið, að geta búið til sullunga úr þeim scolices, sem eru í lífsháska
staddir vegna sýkingar sullmóðurinnar. Eins og kunnugt er, myndar lífs-
ferill sulldýrsins — sullbandorms, blöðru etc. — nokkurs konar hlekkja-
hring. Sumir hlekkirnir eru veikir, beinlínis bláþræðir, og slitni þeir,
er afkvæmisvon þess einstaklings horfin. Á einhvern hátt, sem vér fáum
ekki skilið, hefir dýrið öðlast þann mátt, að styrkja veikustu hlekkina.
Afkvæmisvonin hvílir á scolices, en þeir eru luktir innan í sullamóður
og hún inni i öðru dýri. Þarna er veikur hlekkur. Það er svo hætt við, að
þess geti orðið langt að bíða, að scolices komist í hundsgarnir og meðan
á biðinni stendur, er hætt við að sullamóðirin drepist. En í stað þess að
scolices drepist með henni, verða þeir að sullungum, sem mynda nýja
scolices. Það er stórkostleg styrking einna veikasta hlekksins, að þeir
hlutar dýrsins, sem mest veltur á, geta yngt sig þannig upp.
Úr því eg er farinn að minnast á veiku hlekkina í lífferli dýi'sins, get
eg ekki stilt mig um að benda á annað atriði, enda þótt það sé nokkru
fjarlægara. En það er þetta: Srnæð sullabandormsins, liðafæð og eggja,
verður þess valdandi, að viðhaldshorfurnar væru miklu verri fyrir þennan
bandorm en aðra stærri, með hundruðunx liða og hundruðum þúsunda
eggja, ef ekki væri bætt úr á annan hátt. En það er einmitt bætt úr því
með stærð sulls og s.colicesfjölda. Hvert egg úr þessari litlu tænia echino-
coccus getur, ef lánið er léð, getið af sér þúsundum saman af scolices, en
hvert egg t. d. úr tænia solium að eins einn. Á þann hátt jafnar alt sig.
En hvernig getur egg úr litla orminum getið af sér risavaxinn sull, þegar
eggið úr stóra orminum getur af sér að eins örsmáan? Það veit enginn,
hvernig dýrið öðlast þennan mátt, en án hans er hætt við, að tegundin
dæi út. Vitanlega væri oss mönnum enginn ami að því, en svo mikil er
áleitni lífsins, ef eg má svo að orði komast, svo mikinn mátt hafa lifandi
verur til aö laga sig eftir breytilegum lífsskilyrðunx og sveigja undan and-
streymi lífsins, að það virðist ekki of djarft að gera sér í hugarlund, að
margbreytni lifandi vera og viðhald hennar sé ekki tilgangslaus.
Um leið og eg hverf frá þessum útúrdúr, vaknar spurningin: Hvaða