Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐIÐ 162 hefir þetta atriöi vafalaust nokkra þýöingu fyrir útbreiöslu njálgsins sum- staöar, t. d. þar sem vatnsból eru slæm og illa baldin, svo eggin geta bor- ist í vatnið. — Þetta, sem hér hefir verið tekið fram um lífsháttu njálgsins, hefir mikla þýðingu fyrir t h e r a p í gegn oxyuriasis. Eins og kunnugt er, gengur oft illa að lækna oxyuriasis fyllilega með lyfjum, og er það ekki undarlegt, að ekki sé auðvelt á þann hátt að drepa alla oxyures, sem eru í þörmum sjúklinga, þegar ekki er neitt specificum til gegn ormum þessum. En ef „circulus“ sá i eðlisháttum njálgsins, sem hér hefir verið lýst, er rofinn, þá er lækningin fremur auðveld, þ. e. a. s. ef konrið er í veg fyrir að eggin (smitan) haldi áfram að berast inn í rnunn og maga sjúklinganna utan a ð, þá hverfur þessi ormakvilli „af sjálfu sér“, ef svo mætti segja, því að o r m a r n i r s j á 1 f' i r 1 i f a e k k i 1-engi í þörmunum; ef hið stöðuga „import" af eggjum p e r o s hættir, þá hverfur kvillinn. Sumir læknar halda því jafnvel fram, að það sé óþarfi að nota nein lyf við lækn • ingu á oxyuriasis, jafnvel ekki skolun á rectum (og.colon), heldur sé alvsg nóg, ef komið er í veg fyrir, að eggin geti haldið áfram að berast per os inn í meltingarfærin, og vafalaust er þessi skoðun að mestu leyti rétt. Eg hefi oft reynt að lækna oxyuriasis án þess að gefa nokkuð lyf inn, og hafa ormarnir undantekningarlaust alveg horfið á furðu skömmum tíma hjá þeim sjúklingum, sem fylgdu vel reglum þeim, sem gefnar voru. — Skal hér þá tekið fram hið helsta, sem snertir lækningu á oxyuriasis, bygt á því, sem að framan er greint um lífsháttu njálgsins. Alt heimilisfólk, sem hefir kvillann, verður s a m t í m i s að reyna að losna við hann, því annars geta þeir sem kvillann hafa, sýkt aftur þá sem iosnuðu við hann. Meðan verið er að losna við njálginn, þarf að þvo börn- um hendur í hvert skifti, áður en þau neyta matar, baða þau helst kvölds og morgna, eða þá að minsta kosti þvo þeim kring um anus og genitalia (femora), helst þvo þeim þannig eftir hverja defæcatio, klippa neglurnar á fingrum þeirra (eggin safnast annars undir nöglunum þegar þau klóra sér) og láta börnin sofa í nokkuð þröngum (lérefts-)buxum, svo þau ekki geti fengið eggin á hendurnar á nóttunni; ennfremur þarf að þvo oftar nærföt og rúmföt slíkra sjúklinga en annars mundi þurfa. Vafalaust f 1 ý t i r þ a ð m i k i ð f y r i r lækningu, einkum á þeim, senr miki nn njálg hafa, að nota líka clysmata, t. d. með y2% eða 1% upp- ieysingu af sapo medicatus. Það, sem hér er tekið fram um lækningu njálgs í börnum á líka við fullorðna, mutatis mutandis. — IIiá þeim sjúklingum, sem af einhverjum ástæðum ekki geta komið því við að nota nógu mikið hreinlæti, t.il ])ess að lækna njálginn, getur það orðið að góðum notum að gefa per os Tinct. absinthi 3svar á dag, og jafn- framt nota Unguent. hydrargyri í reg-io analis, einkurn að kvöldi, áður en gengiö er til sængur, um nokkurn tíma. — Að lokum skal eg geta þess, að það er tekið fram í ,,litteratúr‘‘ um oxv- uriasis, að kvilli þessi geti líka læknast mjög fljótt, ef sjúklingur neytir matar, sem alveg er laus við kolvetni (og cellulose) — fæðis gegn sykur- sýki. Þetta hefi eg þó aldrei reynt að nota. — Þórshöfn, Færeyjum. S. Jónsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.