Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 6
84 LÆKNABLAÐIÐ íjölda og eru svo miklir starfsmenn, aö jafnvel Þjóöverjinn gerir ekki betur. Er því ekki a‘ö undra þó ærnu sé afkastaö, mörgu misjöfnu og mörgu ágætu. Þaö er æskufjör í þessari ungu stórþjóð. Þeim góðu mönn- um vex ekkert í augum, en ráðast á alt með brauki og bramli. Þeim nægir ekki minna en að u p p r æ t a samræðissjúkdóma í sínu mikla landi, útrýma hookworm-disease, febris flava og fleiri sóttum úr h e i m i n u m, og eins og kunnugt er, ætla þeir sér að gjör-„])urka“ allan heiminn. Ekki er laust við það, aö stundum sé byrjunin ærið ófullkominn, en eigi aö síður er haldið áfram, unnið með kappi og kátínu, og eftir 5—10 ár stendur alt á föstum fótum. En eitt hið einkennilegasta í fari Ameríkumanna er það, sem þeir kalla „team-work“, einskonar samvinnuaöferð, þar sem öll járn eru sett í eld- inn þegar einhverju miklu á aö koma í verk. Henni fylgja allajafna milkar auglýsingar og ágangur, svo halda mætti, aÖ þessi list væri upprunalega runnin frá Barnum sáluga. í raun og veru þekkja Ameríkumenn innræti fjöldans flestum betur, og nota ófeimnir öll brögö til þess aö hafa áhrif 6 hann, þegar þess þykir nauðsyn. Má segja, að þetta sé hagnýt sálar- fræði. Eg skal segja stuttlega frá tveim dæmum. 1. Baráttan gegn berklaveiki í Frakklandi. Árið 1917 þáði frakkneska stjórnin aðstoð hinnar vellauðugu Roche- íellersstofnunar til þess aö berjast gegn berklav., sem haföi farið ískyggi- lega í vöxt á Frakklandi á ófriöarárunum. Stofnunin sendi nefnd úrvalsmanna til Frakklands. Hún hóf starf sitt með því að afla sér allra skýrslna og upplýsinga um sjúkdóminn í land- inu og fékk sér síðan úthlutaö hverfi af Parísarborg og sveitarhérað eitt þar í nágrenninu til þess að hefja starf sitt í. — Og svo byrjaði slagurinn. Fyrsta verkið var að auka og endurbæta hjálparstöðvar fyr- ir berklaveika (tuberculosis dispensaries) á þessum svæðum. Þeg- ar nokkur reynsla og þekking var fengin á þessum stöðvum, setti nefnd- in sig í samband viö samkonar stöðvar víösvegar um landið, til þess að koma á ýmsum endurbótum og samtökum um land alt. í sambandi við þetta starfaði deild úr Rauðakrossinum ameríska aö því, að greiða götu barna, sem berklahætta voföi yfir. Hjúkrunarstúlkur voru næsta sporið, sem vitjuðu sjúkl. á heirn- ilum þeirra og yfirleitt heföu gætur á heimilunum (visiteuses d’hygiene). Það var fyrirsjáanlegur skortur á þeim og voru því gerðar ráðstafanir til þess að fleirum yrði kent og hversu þeirri kenslu yrði hagaö. Campaigne of education var þriöja málið, og það lét þeim Ameríkumönnum ekki sist. Auðvitað var það mikil og góð almennings- fræðsla, sem hjúkrunarstúlkur og hjálparstöðvar útbreiddu í kyrþey víðs- vegar, en nú skyldi troða því með fítonskrafti inn í höfuð allra, sem nauðsynlegt væri að vita um berklaveiki. Aðalþátturinn í þessari fræöslu voru kvikmyndir. Voru bílar sendir af stað, hver með öllum útbúnaði til ]æss aö sýna fjölda af lærdómsrikum og áhrifamiklum kvikmyndum. Á undan hverjum myndabíl fór æfður maður í hvert þorp, til þess að boða komu hans með auglýsingum og ágangi, sem allir hlytu að veita eftir- tekt. Auk þess var gerður fjöldi prentaöra mynda, sem hengdar voru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.