Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 95 Prófessor Gancher í París segir, aö appendicitis orsakist af s y f i 1 i s, og mælir þess vegna meö þvi, aö nota kvikasilfur viö appendi- citis acuta. Nefnir hann þessu til sönnunar, að spiroch. pall. hafi fundist í appendix og að af 8 syfilit. systkinum hafi 5 fengið appendicitis. — Ekki munu nú samt margir trúaðir á þetta, að minsta kosti þarf fleiri sannanir. í Höfn hafa Boas og Wissing gert blóðrannsóknir á appendicitissjúkl. Telja ])eir að þær rannsóknir mæli eindregið á móti skoðun Ganchers, Hvað kostar serum antidipthericum? í Svíþjóð kosta 1500 I. E. (minstu glösin) 2 kr. 80 aur., 4500 I. E. 7 kr. Ef mikið er gefið af serum getur skamtur fyrir 1 sjúkl. skift tugum lcróna. Þetta er hið rétta verð lyfsins. Vér höfum fengið það ókeypis frá Danmörku eins og fleira, hve lengi sem það stendur, en höfum vér matið það svo sem vert er? Læknaíundurinn sem boðað var til 28. júní, ferst því miður fyrir í þetta sinn, vegna þess hve fáir geta sótt hann. Valda því illar samgöngur og aðrir erfiðleikar. Fundinum er þvi aflýst. Stjórn Læknafél. ísl. F r é 11 i r. Læknapróf i júni 1920. — Siðari hluta tóku nú 4 stúdentar. Verk- efni í skrifl. prófinu voru þessi: Handlæknisfræði: Hvað er skilið við sjálfheldu hauls? Hvernig lýsir hún sér? Hverjar eru afleið- ingar hennar og hver er meðferðin? — Lyflæknisfræði: Hverj- ar eru orsakir hjartabilunar (insuff. cordis) ? Hver eru einkenni henn- ar? Hvernig er meðferðin? — Réttarlæknisfræði: Lýsið breyt- ingum þeim, sem verða á líki. Hvaða leiðbeiningar gefa þær réttarlækni og hverjum örðugleikum valda þær? Fyrri hluta prófs luku 6 stúdentar: Guðm. Guðmundsson (30 st.), Jónas Sveinsson (12%), Páll Sigurðsson (29), Skúli Guðjónsson (43), Steingr. Einarsson (44), Valtýr Albertsson (45). Efnafræði ekki talin með í stigatölunum. Síðari hluta tóku: Helgi Guðmundsson II. eink. (lO^Jý), Kjartan Ólafsson I. eink. (167), Kristmundur Guðjónsson II. eink. (126), og Páll G. Kolka I. eink. (192)^ st.). Efnafræðispróf tóku Ari Jónsson, Hannes Guðmundsson og Karl Jóns- son. ............................... Lbl. er komið í 1000 kr. skuld! Radiunt heitir nýútkominn ritlingur eftir Vald. Steffensen læknir á Ak- ureyri. Eru radiumlækningar lofaðar mjög, ef til vill heldur tekið djúpt árinni í. ............................... 50—60 kaupendur skulda fyrir 1920. Um lyfjakistil sjómanna ritar Stgr. Matth. í Ægi. Bendir á margt nauð- synlegt sem þar vantar. Kistillinn er satt að segja hneyksli og þyrfti enn meiri breytinga. Tak handskrift þína og skrifa strax ávísun !

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.