Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 89 skýrslurnar 1910—-15. — Sumstaðar í Bandarikjunum kemur nákvæmlega hið sama í ljós. — (Pearl í J. of Am. Med. Ass., 7. febr.). Gull-lækning við berklaveiki. Krysolgan heitir nýtt lyf, sem gull er í og notað við berklaveiki. ÞaS er þýsk uppfundning. LyfiS verkar líkt og tuberculin á sýklahreiSrin, og þaS á þann hátt, aS tuberculin hefir miklu minni og mildari áhrif á þau, ef K. er gefiS samtímis. Á þennan hátt má auka stórum tuberculin-skamta, án þess aS sök komi. — (Lan- cet 14. febr. '20). Inflúensa og berklaveiki. Próf. Fis'chberg (amerískur) fullyrSir, aS in- flúensa hafi mjög litil áhrif á berklaveiki. Veikin komi ekki harSar niSur á berklaveikum en öSrum, og aS ekki hafi fleiri berklaveikir dáiS síSan ;nflúensan fór aS ganga i Ameriku en fyr. Þá hafi heldur ekki boriS á, aS berklaveiki ykist eftir infl. í sama streng taka frakkneskir læknar. Lereboullet og Petit segja, aS þar hafi infl. sýkt tiltölulega fáa berklaveika og veriS væg á þeim. Á sama máli er og Dom um infl. i Þýskal. Á Wilhelmsheim-heilsuhæU sýktust 60% af in.fl., en aS eins 4—5% af þeim urSu lakari eftir en áSur. — (Lancet 14. febr. '20). Sólarljóslækning. Fritz og Brúning hefir haft tækifæri til aS reyna hana viS berklaveiki í 4 ár í Constantínópel, einhverjum ágætasta staS til þeirra hluta, sem til er. Dómur þeirra er þessi: A d e n*i t i s. t u b. tók ætíS ágæt- um bata, þó jafnframt væri soginn gröftur úr gröfnum eitlum, jodoformi dælt inn í þá o. þvíl. — Peritonitis tub. læknaSist og vel, en eigi aS siSur varS aS gera laparotomi, og var sólarljós notaS á eftir. — B e i n a- og liSaberklar bötnuSu aS vísu í fyrstu; en batinn vildi ekki verSa fullkominn, svo sólarljósiS reyndist miSur vel viS þessa kvilla, og fjarri því aS vera einhlýtt. Yfirleitt telur Br. sólarljósiS gott, meS öSru góSu, viS útvortisberkla, en fjarri því aS vera neitt kraftameSal. — Sjúklingar hans voru allir fullorSnir (betri áhrif á börn) og mat höfSu þeir af skorn- um skamti. Segir liann þetta hafa spilt fyrir sér. — (D. m. W.). Berklaveikin. Kraemer þykja venjulegu varnirnar gegn berklaveiki tak- ast illa, og krefst þess, aS allir menn meS opna berkla séu einangraSir á sjúkrahúsum. — (D. m. W.). Tuberculosis í ítalíu. Á árunum 1909—1913 dóu 115 manns af hverjum 100.000. Sama tala og i Skotlandi og Hollandi. Á Englandi og í Wales var talan 105, í Belgíu (1906—'12) 99, í Frakklandi (1907—1911) 183, í írlandi og Noregi 173. — ítalir hve sætta sig illa viS aS vera lokaSir inni á hælum. T. d. er sagt, aS hæli eitt á Sikiley meS 800 rúmum hafi aS eins haft 5 sjúklinga. Sjálfsögð kunnátta. ÞaS er rangt, aS heimta viS embættispróf lækna. aS stúdentar þekki t. d. tilgátur um af hverju hyperpyrexi stafi, eSa aS þeir viti deili á vafasömum taugasjúkd., en hitt er sjálfsögö kunnátta, aS vera glöggur á byrjunarstig lungnaberkla, aS kunna aS nota smásjá (og Dunkelfeld) engu síöur en hlustunarpípu og hitamæli, aS dæla salvarsani inn í æSar, og gera Widalspróf. Þetta og því líkt veröur aS heimta af öllum læknum. — (Lancet). Cognac og inflúensa. Ustvedt yfirlæknir viS Ullevaal sjúkrahús í Kria. gaf til reynslu 63 sjúkl. með infl.-lungnabólgu cogn., sumum 30 grm., sum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.