Læknablaðið - 01.09.1920, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ
13^
Sjúkl. er í meðallagi stór eftir aldri, hraustleg útlits og skýr á svip.
Þegar hún liggur á bakið í rúminu, eins og henni er hægast, er algjör extension
í coxa hægra megin,* en vinstra megin beygt það mikið, að vinstri hnésbót nemur
við hægra lmé. Báðir neðri útlimir eru snúnir inn á við og aðdregnir í coxa, álíka
mikið báðir og svo að innri rönd á vinstri
patella ber í ytri rönd á þeirri hægri. Alveg
rétt úr hægra hné, en vinstra hné svolítið
beygt, svo að crura liggja parallelt. Alveg rétt
úr um öklana á báðum fótum, aðdregið svo,
að vinstri il liggur þvert yfir hægri rist. Stóru
tærnar báðar dorsal-beygðar, en hinar tærnar
allar ivið plantar-beygðar. í þessum skorðum
eru útlimirnir altaf og erfitt að færa þá nokk-
uð úr þeim. Það er breytilegra með efri út-
limina hvernig þeir liggja, en gjarna heldur
hún þeim svo, að 40 gr. abduction er í axlarliðn-
um og rotation út á við. Ca. 40 gr. flexion í oln-
bogaliðunum, lófar vita fram og hnefinn krept-
ur. Oftast liggja báðir handleggir eins. Ef mað-
ur réttir henni hendina og hún reynir að taka
á móti, þá getur hún komið hendinni snöggvast
ofurlítið í áttina, en síðan sperrist handlegg-
urinn beint til hliðar með kippum og snúning-
um og kemst svo loks i sinn upprunalega situs.
Sé hún sett upp við eitthvað, þá getur hún stað-
ið og stendur ])á eins og myndin ber með sér,
i varo-equino stellingu, en komi einhver truflun
l-n, eða geri hún tilraun til hreyfingar, þá dettur hún niður. Hún getur hálfsetið
uppi við kodda. Athetosis er mikil, fingur og tær á sífeldu iði. Höfuðið hreyfir
hún lítið, en getur þó með lagi sveigt það til, bæði fram og aftur og til hliðanna.
Reflexar allir mjög mikið auknir, bæði partellarreflex, fótklonus og Babinski.
Úr þessum venjulegu stellingum má færa limina dálitið, einkanlega handleggina,
ef farið er mjög hægt og gætilega, en þó mótstaða töluverð og kreppast þeir jafn-
harðan í sömu stellingar þegar slept er. Sé farið ógætilega að, komast limirnir
allir á ið og eykst sperringurinn við það að miklum mun. Hún er mjög óskýr
og þvögluleg í máli, þó virðist hún koma orðum að flestu og skilja vel. Hún
hefir frá fæðingu verið algerlega ósjálfbjarga; þurft að mata hana og hirða sem
ungbarn
9. des. 1915 réðst eg í a'ð operera hana og fór þá eftir leiðbeiningnm
Försters í grein hans í Ergebn. der Orthopád. & Chirurg. 1911, og regl-
ntn þéim, sem Kocher gefur um laminectomi í Chirurgische Operations-
lehre 1907.
Á operationsborðið voru lagðir 3 sivalir, þétttroðnir koddar, tveir undir og einn
ofan á. Þegar búið var að svæfa hana (morphin-æther-narcose) þá var hún lögð
á grúfu þar ofan á, þannig að hæst bar á regio sacro-lumbalis. Var þetta gert til
þess, að liquor cerebro-spinalis rynni siður út. Eftir venjulega joddesinfectio, var
* Athugist, að hægri á myndinni þýðir vinstri í lesmáli.