Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 35 legur keisaraskuröur eöa vag'inal keisaraskuröur, framdráttur eöa vending' meö framdrætti o. s. frv., eftir því sem viö á. En þrátt fyrir alt þeflta er þó mörgum dauðinn vís. Konurnar koma þá fyrst, þegar ecclampsismus- eitriö hefur gagntekiö svo líffærin, aö ekkert stoöar. Og stundum fer líka svo, að eftir á, þegar maöur heldur öllu borgiö, þá er svo rnikil veiklun komin í lungu eöa hjarta, aö dauöinn finnur leið sína inn um þær bak- dyrnar eng-u aö síöur. — Mörg önnur deyfilyf en morfín, klóral og klóróform hafa veriö reynd. Sérstaklega vil eg nefna nú á seinni árum 1 ú m í n a 1. Þaö er skylt veró- nali. Sumir hrósa því töluvert. Líkt og viö tetanus hafa menn reynt s u 1 p h a s m a g n e s i c u s viö fæðingarkrampa. Hefi eg séð því hrós- aö í „Zeitschr. f. árztl. Fortb.“. Þaö er þó ekki gefið subcutant, heldur í dropaklýsma, io—15 grömm sulphat. magn. í lítra af vatni. — Mein- laust væri að prófa þaö. Þaö mun vera orðið nokkurn veginn samkomulag meöal flestra lækna, aö ecclampsian komi af eitrun í líkamanum. En um þaö deila menn, hvers konar eitur sé þar um að ræða og hvar þaö myndist, og margar tilraunir hafa veriö gerðar til aö gang'a úr skugga um þetta. Margir þykjast geíta slegfiö þvi föstu, aö þetta eitur myndist í egginu og muni einkum vera aö finna í placenta. En eitriö er ekki fundið. Próf. Essen Möller fyllir flokk þeirra, sem halda því fram, aö hiö ímyndaða ecclampsíueitur sé ekki -annaö en hin venjulegu úrgangsefni frá efnaskiftum fóstursins og placentæ. Venjulega geti líffæri móöurinnar gert þau óskaðleg eöa greint þau frá, svo aö ekki komi aö klandri. En séu líffæri móöurinnar veik, — einkum blóökirtlarnir (innrensliskirtlarnir) og lifrin og nýrun o. fl., þá safnist. úrgangurinn fyrir og trufli enn frekar efnaskifti móöurlikamans. Þá kem- ur smámsaman fram sá sjúkdómur, sem þeir kalla ecclampsismu's. Eitt af aöaleinkennum þessa sjúkdóms eöa eitrunar er albúmíriúria, af því nýrun veikjast, og þegar eitrunin ágerist, kemur bjúgur, svefn- leysi, taugatitringur og órói. Og þegar bikarinn er fullur, yfirþyrmist taugakerfiö svo, að fram koma krampar, ásamt fullu meðvitundarleysi — meö öörum orðum e c c 1 a m p s i a, sem að mörgu leyti er svipuð u r- æ m i a. Ecclampsian er eftir þessari kenning-u hámark sjúkdómseinkennanna viö ecclampsismus, en ekki neirin sjúkdómur út af fyrir sig. EccÍamps- ismus er ekki fæddur í gær, ef svo má segja. Hann er lengi aö vaxa og ágerast svo lítið ber á, en oftast auöfundinn, ef vel er að gáö. — Þó þetta sé nú ekki enn þá fullsannað mál í öllum atriöum, þá hefir öllum g'efist vel að nota jiessa kenningu sem „working hypothesis“. Reynslan hefir sýnt, aö með því aö gefa gætur aö konum, sem komnar eru langt á leiö og finna hjá þeim ecclampsismus-einkenni, einkum albuminuria, þá megi oftast, eöa ef til vill ætíö, koma í veg fyrir fæöingarkrampa. En sé konan komin aö falli, þegar þetta uppgötvast og líöan hennar ekki skánar viö laxantia og diæt, þá megi einnig, meö því aö flýta fæðingunni, annað hvort koma í veg fyrir krampana eöa að minsta kosti draga svo úr þeim, aö þeir veröi litið hættulegir. Einfalt og óbrigöult ráö til að koma fæö- ingu i gang, þegar kona er komin langt á leiö, er að sprengja himnurnar Til þess þarf ekki aö svæfa konuna. Eri aðstoð þarf til aö halda fótum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.