Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 12
42 LÆKNABLAÐIÐ Smágreinar og athugasemdir. Bréfkafli frá Noregi. Árni Vilhjálmsson cand. med., sem starfar nú á Haukeland Sykehus í Bergen ritaði G. H. eftirfarandi: „Af tyfus höföum vi'ð allra mesta sæg, en mest var það paratyfus B, og yfirleitt var veikin væg og oft erfitt að þekkja hana kliniskt, því hin klassisku einkenni vantaði flest í afar mörgum tilfellum. Við tókum altaf strax, er sjúkl. kom inn, blóð, ca. 20 ccm., steyptum 2 blóðagarflögur, töldum hvit blóðkorn, auk þess blóð til Widal og i blóðgall. Með þessu m'óti fékst alt af vissa næstu daga, ef um tyfus var að ræða, annaðhvort vökstur frá galli, eða positiv Widal ef lengra var liðið á sjúkd., en svo var um fjölda sjúkl., aö þeir komu ekki inn fyr en í 2. og jafnvel 3. viku. Læknarnir þvælast með sjúkl. heifna, taka blóð til Widal og sen'da til Gadis Institut, og svo þegar Widal er positiv, eru þeir sendir á sjúkra- húsið, en með þessu móti helst taugaveikin við óendanlega, og hér í Bergen liggur hún stöðugt i landi þrátt fyrir það þó bærinn sé fullur af læknum. Sannleikurinn er sá, að mönnum skilst aldrei að nota þær aðferðir, sem gefa vissu fljótt, og það er auðvitað blóðgallkultur sem þar ætti að leggjá áherslu á, því í byrjun veikinnar, og á meðan hiti er hár, 3cy—400, er* hún nálega alt af positiv. í epidem. hérna 191S fékk Thjötta vökst frá blóðgalli i 93% (1. viku) af tilfellunum, en þá komu sjúkl. alt af inn í liyrjun veikinnar (1. viku). Sami árangur fékst í sumar við paratyfus epidem. á „Ulven“. í Reykjavik ætti slíkt aö vera lafhægt. Best er fyrir læknana að fá gallið í litlum meðalaglösum (5—10 cmJ) \ öllum vafasömum tilfellum taka blóð (með sprautu úr v. med. cub.), og lilanda strax til helminga við gallið, og senda síðan strax til rannsóknarstofu, sem setur það á thermostat í 24 tíma og sáir siðan út á Drigalskirör. Það er misskiln- ingur, sem margir halda, að nóg sé að senda blóðið, gallið þarf að bland- ast blóðinu um leið og það er tekið. Við ræktuðum ætíð sjálfir tyfusbacill. og bjuggum til emulsionir til Widalskönnunar, og er það áriöandi að hafa góðar emúlsionir, því ann- ars vill árangurinn verða misjafn. Eg lagði mig mikið í líma við þessar emulsiones og tókst ágætlega; fékk, með því að nota góða, vel hreina stofna, emulsiones, sem aglutineruðust fljótt og vel án' þess aö setja þyrfti i Therinostat. — Það er list sem ekki lætur öllum, að palpera miltið, en yfirlæknirinn var hreinasti snillingur. Því ef maður getur það, er diagnosis nokkurn veginn viss. Eg hefi tekið eftir þvi, að palpabelt milti og miltite- deyfa fer ekki ætíð saman', oft afar litil deyfa þrátt fyrir það þótt palpera megi miltað, og því áriðandi að kunna það. Mikið finst mér það hjálpa manni að telja hvit blóðkorn, ef þau eru 4—5000 eða færri, stappar það nærri vissu, en við paratyfus er það heldur sjaldgæft, vanalega eru þau 6—7000 og þá er ekkert á því að byggja. Tyfus abdominalis tilfellin hefir mér fundist auðvelt að diagnosticera kliniskt, af anamnesis og útliti sjúkl. (fölir, þur tunga, hægur puls og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.