Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
39
í þetta sinn er ekki kostur á, aö ræöa öll atriSi nefndarálitsins, en einu
meginatriSi má þó ekki ganga fram hjá: e f t i r 1 i t i n u meö sjúkling-
um og heimilum. Þaö eiga héra'öslæknar einir að annast, og veit eg ekki
til, aö svo sé hjá neinni annari þjóö. Eg held, aö þetta sé meö öllu ókleift
i stóru héruöunum, þó gert væri ráð fyrir fylstu samviskusemi hjá lækn-
inurn. Nefndin gerir og ráö fyrir þessu í Rvík, og felur þar eftirlitiö sér-
stökum lækni. Þó um lítiS hérað væri aö ræða, þá má ekki gleyma því,
að eftirlitiö með berklaveikum er ólíkt þyngri þraut en að útfylla eyöu-
blaö eSa semja ársskýrslur, og hvernig hefir gengiS meS þetta? Erlendi.s
er hjúkrunarstúlkum, en ekki læknum, faliS eftirlitiS, og þaS hefir gefist
best. Eg held aS vér verSum aS fara sömu leiö, koma oss smám saman
upp æfSri eftirlitsstúlku í hverju héraSi og láta hana annast eftirlitiS undir
umsjá læknis. Þó gert sé ráS fyrir öllu því besta frá hálfu lækna, tel eg
litil líkindi til, aS þeir geti leyst eftirlitiS vel af hendi, og hér sé því veila
hjá nefndinni.
Um hrákarannsóknarstöSvarnar og alþýöufræðsluna er ekki nema gott
aS segja, en þó mun sú v e r k 1 e g a fræösla, sem góS eftirlitsstúlka getur
látiö í té, hvaS notadrýgst. BerklavarnarfélagiS held eg fari sömu leiöina
og Heilsuhælisfélagiö. — Sérstakur sóttvarnarlæknir i Rvík svarar ekki
kostnaöi. — Þá telur nefndin aö allar varnir hljóti aS verSa ófullkomnar
meSan húsakynni manna eru svo léleg. — Já, þaö er víst, aS meðan grund-
völlur allra heilbrigðismála í landinu er svo ótraustur sem hann er nú, þá
er illt ofan á hann aS byggja, þó ekki skuli út í þaS fariö í þetta sinn.
ÞaS hefSi jafnvel mátt segja, aS öll baráttan gegn berklav. erlendis hafi
reynst svo erfiö, aS árangur hennar er mjög vafasamur. Aftur bendír
margt í þá átt, aS nú séu tímarnir aö breytast og nýjar aðferSir aS ryðja
sér til rúms, sem fara í þá átt, að gera menn ónæma.
Eg veit það vel, aö þaö er hægur vandi, aS fetta fingur út í arinara
tillögur, aö nokkur skylda hvílir jafnframt á manni sjálfum, aS koma þá
meö aSrar betri. Lauslega tilraun get eg gert, ef vera kynni, aS hún yröi
til þess aS vekja til frekari umhugsunar um máliö:
1. Allir héraSslæknar skulu skyldir til, á næstu 3 árunum, aö dvelja
mánaöar tíma á Vífilsstööum, til þess aö æfast í rannsókri berklasjúkra
og öSrum berklafræðum. Undanþágu fá þeir, sem nýlega kynnu aS hafa
dvaliS annarsstaSar (erleridis) viS slíkt nám. Ríkið kosti slík námsskeiö
aö nokkru eða öllu.
2. Hvert læknishéraö skal skylt til þess, aS koma sér upp æfðri eftirlits-
hjúkrunarstúlku, sem annast eftirlit meS berklaveikum og aö ööru leyti
starfar aö hjúkrun og heilbrigöisþörfum undir umsjón héraöslæknis.
3. Hvert læknishéraS skal innan ákveöins tíma skylt til þess, meS
styrk úr landsjóSi, aS koma upp sjúkraskýli og læknisbústaS. Á sjúkra-
skýlinu skulu vera 2, aög-reindar stofur (á lofti ?), sem nota megi fyrir
berklaveika. Á Akureyri yröi aS sjá fyrir meiri húsakynnum og fullkomnari.
4. Hver smitandi sjúklingur, sem læknir telur alvarlega hættu stafa
af, skal fá ókeypis eöa mjög ódýra vist á sjúkrahúsinu, svo framarlega