Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 10
40 LÆKNABLAÐIÐ sem rúm leyfir, eða á heilsuhæli, og vera skyldur til að fara þangað ef læknir krefst þess. 5. Börn og unglingar mega ekki vera á sama heimili og smitandi berklasjúkl., nema héraðslæknir telji húsakynni og heimilisástæður svo, að hættan sé mjög lítil (sitt í hvoru herbergi bæði nætur og daga. Hreinlæti). Ef erfiðleikar verða á því að koma börnum frá berklav.heimilum fyrir, skal héraðið skylt til aö koma upp vönduðu barnaheimili. 6. Tveir þriðju hlutar af kostnaði við ókeypis veru á sjúkrahúsum eða heilsuhælum skulu fengnir með skylduvátryggingu gegn berklav. eða sjúkdómum yfirleitt. 7. Koma skal á þegnskylduvinnu, með styrk af ríkissjóði, fyrst i einni sýslu eða tveimur og síðan smám samari um land alt.* Unnið sé fyrst um sinn að byggingum íbúðarhúsa (læknissetra, barnahæla, sjúkraskýla & cet) eftir fyrirmyndum, sem landsstjórn tekur gildar. G. H. Hjálparstöð Líknar. Á siðustu árunum eru hjálparstöðvar orðriar að hyrningarsteini erlendis í allri viöleitni manna til þess að vinna bug á berklaveikinni, eins og sjá má af starfinu í Frakkl., sem drepið hefir verið á í Lbl. Fyrir nokkru kom hjúkrunarfél. Likn upp slíkri stöð hér i bænum, sem lifað hefir við litinn kost og léleg húsakynni undanfarið. Nú hefir hún flutt í gott hús og vel úr garði gert. Læknum o. fl. var boðið' að skoða það 3. mars. Stöðin er hvorki mikil né margbrotin, eiri biðstofa, sem líka er notuð fyrir mikla geymsluskápa fyrir sængurföt, hjúkrunargögn o. þvíl. og snotur stofa fyrir lækni innar af henni. Húsgögn öll og annar umbúnaður er hinn snotrasti. Við stöðina starfar læknir (Sig. Magnússon yfirlæknir) og ein lijúkrunarstúlka (Oddný Guðmundsdóttir). Læknirinn rannsakar sjúkling- ana og gefur j)eim góð ráö, hjúkrunarstúlkan athugar heimili j)eirra og ástæður allar, og er siðan reyiit að færa j)ar alt i j)að lag, sem best er auðið. Af ])vi að öllum læknum er tæplega kunnugt um starfsemi slíkra stöðva, skal farið hér nokkrum orðum um hana. Læknir hjálparstöðvar, sem á helst að sjálfsögðu að vera sérfróður á þessu sviði, rannsakar sjúklingaria ókeypis. Þegar ])að fer nú saman, að allir bera gott traust til læknisins og geta leitað hans ókeypis, J)á streyma miklu fleiri til stöðvarinnar en annars myndu leita læknis. Nöfn jreirra og heimili eru auðvitað nákvæmlega bókfærð. Á Jrennan hátt fæst b e t r i o g f y11r i vit n e s k j a u m a11 a ú t b r eiös1u veikinri ar og hver heimili eru smitandi, en fást myndi á annan hátt. Nú er öllum lækn- um kunnugt um það, að bæði er vilji manna og geta, til þess að fara eftir ráöum læknis, ærið misjöfn og sumir sjúkl. gera jafnvel alt, sem í ])eirra valdi stendur, til þess að dylja heimilismenn sína þess, um hvað sé að ræða. Þá er oft úr vöndu að ráða á heimilum fátækra sjúkl. Hrein- læti er oft áfátt, heilbrigður sefur hjá sjúkl., loftræsting lítil eða engin, * Eg liugsa mér vinnuna á tiokkuð annan veg en Hermann Jónasson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.