Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 4i viSurværi og aörar lífsnauðsynjar af skornum skamti, þekkingin lítil á því, hversu helst megi bæta úr mestu vandkvæöunum. StöSin lætur sér ekki nægja, að sjúkl. sé rannsákaður og honum lagðar lífsreglur. Hún sendir hjúkrunarstúlkuna á heimili hans. Hún talar síSan vandlega viS húsmóöurina og setur- hana inn í alt ástandiS. Meö lægni og gætni á hún aS geta áunnið sér fult traust og tiltrú heimilisfólksins, fengið sannar upplýsingar um allar ástæSur heimilisins betur en flestir karlmerin, þó læknar séu. Nú er margt aS athuga fyrir æfSa eftirlítsstúlku: ÞaS þarf aö grafast fyrir, livort enginn annar á heimilinu sé sjúkur eSa grun- samur, og ef svo er, senda hann á stööina. Það þarf aö aSgæta hver ráö séu álitlegust til þess, aö eiriangra sjúkl. svo aö börnum og öSrum stafi sem minst hætta af honum, leggja vandlega fyrir uni hrákaílát og hvers- konar daglega varúö, athuga alt hreinlæti á heimilinu, h j á 1 p a h ú s- móðurinni til þess aS koma öllu svo vel og þrifalega f y r i r s e m k o s t u r e r á. Ef rúmstæöi eða rúmfatnað vantar, og efriin eru engin til þess aö kaupa slikt, lánar stööin hiö nauðsy.nlegasta, gefur jafnvel fátækum börnum mjólk, ef brýn nauösyn er. Eftirlitsstúlk- an gefur auSvitaS stöövarlækninum skýrslu um hvert heimili, og hann leggur fyrir hana hver skuli heimsækja. Þá er þaö ótalið, aö eftirlits- stúlkan kemur ekki aS eins í eitt sinn á hjálparþurfa heimili, heídur hefir s t ö S u g t eftirlit með því, aö svo miklu leyti sem hún getur komist yfir, ,og réttir meöal annars hjálparhönd viö alla sjúkrahjúkrun, ef þess ger- ist þörf. Auövitaö kemur ekki alt þetta aö fullu gagni riema í bæjum og þéttbýlum bygöum, en eftirlitsstúlkurnar eru nú taldar conditio sine qua non, þar sem berklav.varnir eru lengst komnar. ÞaS mun vera föst regla á stööinni hér, aö skoöa ö 11 börn á heimili sjúkh, hvort sem nokkuS hefir á þeim borið eöa ekki. ASsókn hefir verið mikil aö stööinni, og líklega er hún besta og notadrýgsta ráSstöfunin í þessum efnum, sem unt var aS gera hér i bænum. AS minni hyggju ætti alt eftirlit meS berklaveikum heimilum i bænum, aS vera i höndum stööv- arinnar. Engirin einstakur læknir hefir betri tæki til aS leysa þaS vel af hendi en hún. í sambandi viö þetta mál vil eg minna á þá tillögu mína í „Skipulag heilbrig8ismála“, aö í hverju læknishéraöi þyrftu héraösbúar að fá sér eina æfSa eftirlitsstúlku, sem gæti vcriö lækni til aöstoSar viö eftirlit á heimilum, en gegnt sjúkrahjúkrun ])ess á milli, eftir því sem tími ynnist til. Slik eftirlitsstúlka þyrfti aö vitja hvers einasta heimilis, sem berkla- veiki finst á. Eg tel þetta betra, en aöj litlir hreppar eöa sóknir ráöi hjúkr- unarstúlkur. Verksviðiö er þar helst til lítið, og sé stúlkan æfð og dug- andi, verSur hún of dýr. Annars erum vér ekki svo auöugir af hjúkrun- arstúlkum, aö meira geti veriö um aö tala fyrst um sinri, en eina í hverju læknishéraöi utan Rvíkur, og væri þó ærin framför frá því, sem nú er. Aftur þurfa stúlkurnar aS vera vel æfSar. Þegar þær standa vel í stööu sinni, eru þær ekki eingöngu „þjónustusamir andar“, er sjúkdómur gýs upp, heldur nytsamir menningarfrömuöir, sem útbreiSa hreinlæti og margs - konar menning. G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.