Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1923, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.06.1923, Blaðsíða 6
84 LÆKNABLAÐIÐ það um b e i n a - a t r o f i, er sést á Röntgenmyndum, og um g e i s 1 a- lækning á kroniskri bólgu í tonsillae palatina & p h a r ,y n g e a. FramsögumaSur fyrra efnisins var dr. B a a s t r u p, Khöfn, en um ton- sil-lækninguna tala'Si dr. B e r v e n, Stokkhólmi. HafSi hann notaS radíum meö góöum árangri viö ca. 150 sjúkl. meö stækkaöar tonsillur og recidiv- erandi angina, Ijæöi börn og fulloröna. Lækningin tekur 2—3 klst. á hverja tonsilla og hafði dr. B. látið smíöa sérstakt áhald til þess aö halda radíum aö tonsillunum. Radíumlækninguna má því nota í stað tonsillectomia, sér- staklega á fullorönum. Geislarnir valda rýrnun og eyöing á tonsil-holdinu. Auk þessara tveggja verkefna voru flutt mörg erindi, er skiftust í tvo flokka, diagnostik og therapie, og skal hér getið nokkurra þeirra. Ekki komu fram markverðar nýjungar í röntgenskoöun. Þó flutti eölis- fræöingurinn dr. O d e n c r a n t z mjög fróðlegt erindi um notkun á stereoscopi viö R.myndir. Dr. B a k k e, Noregi, sýndi R.myndir af hreyf- ingum hryggjarliða og ýmsir læknar sýndu R.myndir af maga og þörm- um. Ríkir nú mjög sú skoðun meöal röntgenologa, aö mucosa magans hafi miklu sjálfstæöari hreyfingar, en alment er talið. Undirritaöur flutti er- indi um R.skoðun á echinokokkum og sýndi jafnframt R.myndir (skugga- myndir) af ca. 20 sjúkl. Einn norskur læknir, dr. T h u e, tók til máls á eftir og lýsti einu sliku tilfelli írá Noregi. Finsku læknarnir sögöu, aö sulla yröi vart í Finnlandi, og lýsti dr. Wetterstrand fyrir mér R.skoðun á einum sjúkl. með sull í lunga. Miklu fjölskrúöugri voru fyrirlestrarnir um therapi, röntgen-, radíum-. Ijóslækning og elektrocoagulation. Dr. R e y n, Khöfn, skýrði frá árangri Finsensstofnunarinnar við lækning á lymphadenitis tub. Hallast hann mjög aö bogaljós-lækning. Bæöi Reyn og F o r s s e 11, Stokkhólmi, vör- uöu mjög viö sterkum röntgengeislunum á lymphom. Reyndustu röntgen- læknar komast ekki hjá brunasárum og mikil hætta er fólgin í „Spát- schádigungen“ sem koma ekki í ljós fyrri en langur tími er liöinn frá því aö geislað var. W e s t e r m a r k, Radiumhemmet, skýröi frá elektro- coagulatio viö cancer mammæ og sýndi sjúklinga. Operationin er gerð með platínublaði sem hitað er með rafmagni að svo háu hitastigi, aö „hnifurinn" brennir sig gegnum holdiö, en sáriö coagulerar um leið, svo að blæöing er engin. Aðalkostur þessarar aöferöar er talinn sá, aö út- sæði muni ekki berast viö operationina. Sáriö er ekki saumaö, en hold- fyllist og grær á 2—3 mánuðum. Dr. W. gerir sér góöar vonir um þessa aöferö, en reynsla er enn of stutt til þess, aö unt sé aö gera sér ljóst hvers vænta megi af elektrocoagulatio við þennan sjúkdóm. Meöal geislalækna eru nú mjög á dagskrá skaövæn áhrif geislanna á lækna og starfsfólk, og þá sérstaklega hinir mjög alvarlegu blóðsjúk- dómar, sem vart hefir orðiö á síöari árum. Dr. A m u n d s e n, Kristjaníu, skýrði frá rannsóknum, sem hann hafði'gert á blóði undan og eftir sum- arfrii geisla-fólksins í Kristjaníu. Sjálfsagt er taliö, að starfsfólk alt fái árlegt frí í 1 mánuð, en hjúkrunarkonur sem starfa aö mjög sterkum geislunum fá jafnvel 2 mán. sumarfrí. Þá þykja ekki tryggir þynnri blý- veggir en 3 mm. og 2 cm. þykt blýgler. S ý n i n g höföu ýmsar verksmiöjur á nýjustu röntgentækjum og vöktu sérstaklega eftirtekt hin nýju áhöld til þess að verja ,,secundær“-geislum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.