Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1923, Page 12

Læknablaðið - 01.06.1923, Page 12
9ó LÆKNABLAÐIÐ orðin „eöa starfa sem sérfræöingur", og aö læknadeild Háskólans væri látin dæma um sérfræöiskýrteini, í stað þess sém gert væri ráð fyrir í 2. gr. frv. — Óviðfeldiö og óíslenskt væri það, að kalla sig sérfræðing ' í einhverri grein. Betra væri að skrifa „læknir“, og „sérgrein“, í einu eða öðru fyrir neðan. Benti hann form. nefndarinnar þá á lög nr. 38, 11. júlí 1911, um lyf- lækningaleyfi. Sérfræðinga-reglugerðin ætti aö komast inn í þessi lög; með því móti einu yrði hún „effectiv“, einnig með tilliti til áskorunar- innar til landlæknis. Nefndin ætti að taka lög þessi til nákvæmrar athugunar, — meða! annars smáskamtalækna-ákvæði laganna, er samþykt hefðu verið á móti vilja hans og tillögum. J. Kristj. var ánægður með anda frumv. í útlöndum væri gerður grein- armunur á læknum og nuddlæknum, þar sem þeir síðarnefndu væru kall- aðir „massörar“ eða „massöse“. Fólk héldi annars, að nuddfólkið væru læknar, og væri því slík aðgreining einskonar „prophylaxe“ við þvi meini, er frumv. að öðru leyti ætti að vera lækning á. Bar hann síðan upp svohljóðandi lirevtingartillögu: „I áskorun frv. til landlæknis komi: nuddmaður (nuddkona, nuddfólk, nuddaðgerð), um þá, sem ekki hafa veniam practicandi og lireytist orðalag áskorunarinnar eftir því. Ó. Þ. bar þá upp svohljóðandi viðaukatillögu við 5. gr. frv„ og gerði grein fyrir: Þó skal þeim sérfræðingum, er gegna almennum sjúkrasam- lagslækningum, leyft að halda þeim sjúkl., er þeir hafa, er reglur þessar ganga í gildi. Þ. Th. tjáði sig samþykkan frv. að flestu leyti. Hætt væri við því. að skilyrði þau, er próf. G. M. stingi upp á, yröu seint fyrir hendi. Flestir læknar myndu geta „lifað á“ praxis, og önnur leið væri sú, aC hið opinbera veitti Jieim styrk, er ætluðu að verða sérfr., á meðan undirbún- ingsnámið stæði yfir, Vildi láta banna sérfr. að gegna almennum lækn- ingum yfir höfuð, og því að sjálfsögðu alnr. sjúkrasamlagslækningum, — nerna undir sérstökum kringumstæðum. Réttmætara væri, að þeir fengju styrk úr ríkissjóði. Sammála var hann landlækni um það, að frv. þyrfti að komast inn í lögin. Maggi M. áleit ekki erfitt að íá undirbúningsmentun hér á landi og sennilega heldur ekki erlendis. En ef gera ætti þá kröfu til sérfr., að þeir stunduðu ekki alm. lækningar, væri sanngjarnt að gera þá gagnkröfu, að alm. læknar mættu ekki fást við nein sérfræðingsstörf; t. d. ekki draga út tönn. Vildi vita, hvað átt væri við með orðunum: „eftir föngum“, í 2. gr. frv. <3. Cl. fanst það ekki veigamikil ástæða, hjá próf. G. M„ að undirbún- ingsmentun sérfr. væri erfið, því jafnan væri hörgull á ungum læknum út í praxis. í svip væri öðru máli að gegna með útlönd, en það væri breyti- legt, og menn sem hefðu sig frammi, myndu lengi komast að á spítala erlendis. Réttara myndi vera, að hér sem annarsstaðar væri það lækna- félag landsins en ekki háskólakennarar, er hefði kontrol með sérfr., þang- að til sérfr. væru látnir taka próf, eins og til mála hefði komið erlendis. Hins vegar myndu þeir 2 læknar, er frv. gerði ráð fyrir að stjórn Lf. í. kysi sér til aðstoðar, einmitt oftast verða kosnir meðal sérfróðra há-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.