Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1923, Side 8

Læknablaðið - 01.06.1923, Side 8
86 LÆKNABLAÐIÐ reki, er hér rekiS af einstaklingum, t. d. járnbrautir, símar, rafsíö'ðvar, spítalar o. s. frv. Þing og stjórn hafa oft veriö framtakslitil og hugsjóna- snauö leigutól voldugra auðkýfinga, enda þótt dugnaöur og framtakssemi sé þjóðareinkenni hér. Visindi voru lengi vel höfð í litlum metum. Abra- ham Lincoln, sem fæddist i fátækt, naut litillar mentunar, en komst til vegs og virðingar fyrir dugnað og gáfur, var alt af skoðaður sem hin rétta fyrirmynd, hann var „self-made“ maður. Lítilsvirðingin fyrir vís- indum, aðdáunin á dugnaði og klókindum á kostnað þekkingarinnar og hirðuleysi stjórnmálamannanna hefir því gert Bandaríkin að vermireit fyrir alls konar skottulækna, svikalyf og hindurvitni. Læknarnir hafa líka stundum þjónað betur Mammoni en Æskuláp. Þetta hefir rýrt mjög álit læknastéttarinnar. Alls konar kjaftaskúmar vaða uppi og telja fólki trú um, að læknisfræðin sé hégóminn einber. Skæðastir í þessu efni eru áhang- endur trúarflokks þess, er kallar sig Christian Science, og er helsta huglækningastefnan hjer. Aö mínu áliti er hún bæði ókristileg og óvís- indaleg, þrátt fyrir nafnið. Vildi eg kalla áhangendur stefnu þessarar Eddytrúarmenn, — en hafa ekki svo mikiö viö, að kalla þá „kristna nátt- úrufræðinga“, eins og „Morgunn" gerir — enda hafa þeir „autoriserað1* sem óskeikulan sannleik öll kenningarrit spámanns sins, frú Mary Baker Eddv. Hún kendi. að efnið, sjúkdómar, synd, böl og dauöi væri í raun og veru ekki til, því það væri að eins hjátrú hins dauðlega anda manns- ins, sem vikur úr vegi fyrir hinum guödómlega anda, ])egar maður öðlast hinn rétta andlega skilning, en hann fæst með því að lesa og aðhyllast kenningar Mrs. Eddy. Eddytrúarmenn lækna því sjúklingana með því að koma þeirn í andlegan skilning urn, að þeir hafi engan raunverulegan skrokk og þar af leiðandi getur skrokkurinn ekki verið veikur. Stefna þessi hefir mikla útbreiðslu og ræður yfir miklu fé. Hún hefir barist á móti því, að skylda foreldra til að leita börnum sínum læknishjálpar, þótt þau fái t. d. barnaveiki eða skarlatssótt, enda hefir hún eðli sínu sam- kvæmt megna fyrirlitningu á öllum sóttvörnum. Til að kynnast kenningum Christian Scientista af eigin reynd, hefi eg bæði farið í kirkju til þeirra, hlýtt á fyrirlestra þeirra og lesiö nokkur rit eftir þá. Þeir reka hér mikið trúboð, engu minna en andatrú eða guð- speki heima, en hvorugra þeirra stefna hefi eg orðið var við hér, enda hafa þær vist sáralitla útbreiðslu í ])essu landi nú orðið. Nýlega var hér á ferðinni M. Coué, hinn franski lyfsali, sem prédikar „autosuggestion“ til lækninga. Viðkvæði hans undir öllum kringumstæð- um er: Day by day, in every way, I am getting- better and better. Eiga sjúklingarnir að kyrja þessa þulu nokkur hundruð sinnum á dag, og hafa margir ])eirra talnaband aö kaþólskum hætti, til þess að ruglast ekki í ríminu. Niðurlag. Síðan eg ritaði það, sem á undan er komið, hefir sú breyting orðið á högum mínum, að eg hefi fengið launaða stöðu við Beekman Street Hospi- tal, sem er niður i aðalverslunarhverfinu, á móts við hið fræga Woolworth- hús. Þessi spítali er einna mest fyrir slys og mjög snögga sjúkdóma, nokk- urskonar „ambulance“-stöö hér, ])ar sem umferðin er mest, í sjálfu hjarta Ameríku. Eg er einn dag af hverjum þremur með „ambulancinn", næsta

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.