Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1923, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.1923, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 95 heimkomu eSa komu til lands, og á þeirn tíma skal liver mæla líkams- hitann 3. hvern dag. — Tveir af Vestmannaeyjamönnum, sem fóru upp í Rangárhéraö, hafa sýkst, sinn á hvorum l)æ, og voru bæirnir strax einangraöir, en ekki fleiri, eftir því, sem landlæknir skýrir frá. f Vestmannaeyjum segir landlæknir, aö flest vanti, sem heyrir til utan- hússþrifnaöar, meöal annars vatnsveitu og holræsi, en vonar, aö sótt þessi veröi til ])ess, aö bærinn útvegi sér gott og heilnæmt vatn og önnur betri heilbrigöisskilyröi. Læknapróf. Fullnaðarpróf hafa 3 læknanemar tekiö hér við háskólann meö þessum einkunnum : J ó n a s S v e i n s s o n, haud. íllaud. I. gr, (J52Vi st.), Páll Sigurösson, haud. illaud. I. gr. (152 st.), og Guðmundur Guömundsson, haud. illaud. II. gr. (82J/3 st.). — Verkefni i skriflega prófinu voru: í lyflæknisfræði: Arteriosclerosis. Hvaö veldur sjúkdómnum? Hverjar breytingar verða á æðunum og öörum líffæruni? Hver eru ein- kenni sjúkdómsins? Hver er meðferðin? í h a n d 1 æ k n i s f r æ ö i: Peritonitis tuberculosa. Hvernig berst sótt- kveikjan í lifhimnuna? Ilverskonar lireytingum veldur hún þar? Hver eru einkenni veikinnar? Hvernig má þekkja hana frá öörum sjúkdóm— um? Hvernig er meðferðin? í rjettarlæknisfræði: Hverskonar sjálfsmorö eru algengust og hvernig getur réttarlæknirinn leitt líkur að því, að um sjálfsmorð sé að ræða? Jónas læknir Sveinsson er farinn noröur í Húnavatnssýslu og gegnir Miðfjarðarhéraði fyrir Ólaf héraöslækni Gunnarsson, í fjar- veru hans. Páll Sigurðsson læknir verður aöstoðarlæknir héraðslæknisins í Stykk- ishólmi. Borgarneshérað er veitt 26. þ. m. Ingólfi Gíslasyni Vopnfirö- ingalækni. Gunnlaugur Claessen, Matthías Einarsson og Guðm. Thoroddsen eru komnir heim úr Stokkhólmsför sinni. Magnús Sæbjörnsson héraðslæknir í Flatey hefir sótt um lausn frá embætti vegna heilsubilunar, og gegnir Á r n i læknir V i 1 h j á 1 m s s o n því embætti fyrst um sinn. Jón læknir Jónsson er nýfarinn til Danmerkur, ætlar að vera þar fram í sept. sér til heilsubótar. Guðm. Ásmundsson héraðslæknir í Noregi og frú hans eru hér á ferö- inni, ætla landveg noröur og austur um land. Læknablaðið. Vegna fjarveru tveggja manna úr ritstjórninni hefir dreg- ist að prenta júníblaðið þangað til nú, um miðjan júli. Heilsufar í héruðum í apríl 1923: Varicellae: Isaf. 1, Akureyr. 1, 1. — F e 1) r. t y p h.: Sauðárkr. 1. — Febr. rh eum.: Hafnarfj. 2. Skipask. 1, Bildud. 1, ísafj. 3, Vopnaf. 1, Fáskrúðsf. 2, Vestm. 3. — Scarlat.: Dala 1, Akureyr. 1, Rangár. 2. — Erysipel.: Stykkish. 1, ísaf. 1, Sauðárkr. 1, Akureyr. 1. Vestm. 1. — A11 g. t o n s.: Haf.n- arf. 15, Skipask. 5, Stykkish. 4, ísaf. 4. Reykjarf. 2, Blönduós. 2, Akur- eyr. 15, Húsav. 2, Seyðisf. 2, Reyðarf. 2, Fáskrúösf. 1, Beruf. 1, Vestm.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.