Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1923, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.1923, Blaðsíða 14
92 LÆKNABLAÐIÐ 'J'illaga J. Kr. var einnig samþykt í einu liljóði. Borin upp tillaga frá G. Cl. um aö á eftir oröinu „sjúkdóms“ í áskor- uninni til landlæknis, konii oröin: „eöa í livaöa skyni“, og var hún samþ. í einu hlóði. Tillaga borin upp frá nefndinni þess efnis, aö í stað orðanna „sams- konar“ í síðustu málsgr. áskorunarinnar komi: „svipuðu“. Samþykt. Áskorunin var þá borin upp i heild sinni meö áorönum l^reytingum og var hún samþykt. Frumv. alt var síðan boriö upp og samþ. í einu hljóöi. III. Matth. E. bar loks upp svoliljóðandi tillögu: „Læknafél. Rvíkur skorar á stjórn Læknafél. íslands að birta í Lbl. árlega félagaskrá L. í.“ Var till. samþykt í einu hljóði. Aukafundur var haldinn í Læknafélagi Revkjavíkur föstudaginn 18. mai á venjulegum stað kl. 8j/J síðd. Maggi Magnús flutti erindi um „Læknaskýrslur og embættaveitingar.“ Taldi hann núverandi skýrslugerö óábyggilega og alt fyrirkomulagið ófull- nægjandi og gefa óglögga hugmynd um heilbrigðisástandið í landinu. Skýrslugerðarblöðin væru orðin svo mörg og alt kerfið svo margljrotiö. Þar sem auk ]æss sum eyðulDlöð væru aldrei útfylt og jafnvel ekki mögu- legt að útfylla og ársskýrslur lækna mjög misjafnar, þá væri mjög mikil nauðsyn á því, að gera alla skýrslugerð einfaldari, en fá í liana um leiö meira samræmi og auka hana jafnvel i sumum atriöum. Hann vildi ger- breyta fyrirkomulaginu þannig, að aðalskýrslur væru að eins tvær: mán- aðaskýrsla og ársskýrsla. Mánaðaskýrslu vildi hann breyta þannig, að i I. ltafla um acuta infektionssjúkd. væri typli. exantliemat. feldur niður, en paratyph. tekinn upp, og croup feldur niður sem sérstakur lið- ur. í öðrum kafla væru þessir sjúkd.: erythem. nodos., lup. erythemat., lup. vulgar., plevritis, scrophulosis, tul). pulm. og tub. al. loc. — Lepra, kynsjúkd., alcohol. chron., scabies, echinococcus ætti að lialda sér, eins og er, en við bætast actinomycosis og mycosis. Malignum tumorum vildi liann skifta þannig: Cancer lab., c. mammae, c. uteri, ulc. rod. og sarcoma. Auk þess lagði liann til, að aldursflokknum 15—65 væri skift í tvent: 15—25 og 25—65. Einnig að skiftingin i k. og kv. næði til allra aldurs- flokka. — Þessar skýrslur skvldi fella niöur: A, C—C3, Di og D2, Fi og F2 og G. Aðrar skyldi taka upp í aðalskýrslu lækna, en ekki hafa þær í sérstökum eyðublöðum. Aðalskýrslan, ársskýrslan, skyldi vera í þess- um liðuni: 1. Alment yfirlit vfir heilbrigði í liéraðinu, gang farsótta o. fl. 2. Læknar, skottulæl<nar, yfirsetukonur, lyfjabúðir í héraðinu. 3. Hvað margir sjúkl. liafi vitjað læknis á árinu; livaö oft sóttur; helstu sjúkd. seni fyrir liafa komið o. s. frv. 4. Dánarskýrsla. 5. Holdsveiki. 6. Sulla- veiki og hundahreinsanir. 7. Berklaveiki. 8. Krabbamein. 9. Geðveiki. 10. Sjúkraskýli (rekstur, breytingar, skýrsla o. fl.). 11. Sjúkrasamlög. 12. Um fasta skóla og farskóla, skólaskoðun, kvilla í börnum. 13. Sótt- varnar- og heilbrigðisnefndir. 14. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglu- stjóra. 15. Meðferð á ungbörnum. 16. Húsakynni, neysluvatn, salerni, frá- ræsla, gluggar, loftræsting 0. fl. 17. Þrifnaður (lús, böð, sundkensla).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.