Læknablaðið - 01.06.1923, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
85
aS ná r.plötunni, og verður því framvegis unt að ná miklu skýrari mynd-
um af gildum líkamshlutum, t. d. pelvis, columna, en áður.
S k i p u 1 a g f u n d a r i rí s. Fundir voru haldnir kl. 9—12 og 1—5
og sáu menn á prentaöri dagskrá þaö sem fram skyldi fara fyrri og sí'ö-
ari hluta dags. Fastur tími fyrir tvö aöalerindin, sem höföu veriö prentuö
fyrir fundinn. Frummælendur máttu tala í 15 mín., en þeir sem tóku til
máls þar á eftir i 5 mín. í fyrra skiftiö, og 3 min. í síðara skiftið, og aö
eins tvisvar Mjög voru sýndar skuggamyndir af R.myndum og ennfrem-
ur af skýrslum og „statistik", og flýtir það mjög fyrir. Ræöutími haföi
verið auglýstur löngu .fyrir fundinn, en þó kom fyrir, aö oröiö var tekiö
af mönnum, sem ekki höföu lokið sér af á tilsettum tíma og þótti öllum
sjálfsagt. Þaö er ekki lítiö sem tala má á fjóröung stundar, ef menn
halda sér stricte viö efniö, og röntgenmynd má sýna vönum læknum (sem
skuggamynd) á fáum sekúndum. Með þessum vinnubrögöum voru líka
flutt 34 erindi á 2 dögum og voru þó umræður eftir sum þeirra. Mjög
þurfum við á betra skipulagi aö halda á læknaþingi okkar, og leyfi eg
mér að benda stjórn Læknafél. Isl. á þetta atriði. 6 læknafrúr í Stokk-
hólmi skipuðu nefnd, er sá um að skemta konum aökomulæknanna meðan
fundir stóöu yfir. Báða fundardagana voru kveldveitslur haldnar og hygg
eg aö engan fundarmann hafi vantað þar. Gestrisni Svia er framúrskarandi.
Næsti fundur ákveðinn í Helsingfors sumarið 1925 og ákveðin þessi aðal-
verkefni: 1. geislalækning á kirurgiskri berklaveiki og 2. radiologi sem
kenslugrein við háskólana.
Gunnl. Claessen.
New-York pistlar
frá P. V. G. Kolka.
Áfengi og eiturlyf.
(Niðurl.)
F.kki' er hægt annað að segja, en aö áiengisbannið hafi reynst kák
hér í New York. Þeir sem nóg fé hafa, geta fengið alt þaö áfengi, er þeir
kæra sig um, en dýrt er það. Sagt er, aö Bandarikjamenn dvelji langvist-
um i Canada á sumrin, til þe'ss að fá sér í staupinu, og fyrir það skilji
þeir eftir í borginni Montreal einni saman 25 milj. dollara á hverju sumri.
Fátækara fólkið sættir sig við „kogara“ og ööru hverju koma fréttir
um, að nú hafi 10—12 manns, karlar og konur, oröið bráödauö af þeim
orsökum.
Annað, sem er enn verra, er hin afarmikla nautn eiturlyfja eöa „dope“,
en svo kalla menn hér ópium, kokain, morphin og heroin. Talið er, aö
100 þús. eiturætur séu hér í New York, en alls séu um 1 miljón at þeim
i óllu landinu. Mikið er gert til að berjast gegn þessu böli, en það er
við ramman reip að draga, því að ,,dope“-salarnir hafa miljónir dollara
í veltunni.
Skottulækningar.
Bandaríkin hafa ávalt veriö afarlangt frá því aö fylgja kenningum
jafnaðarmanna. Ýmislegt af því, sem sjálfsagt þykir í Evrópu, aö rikiö