Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1923, Side 3

Læknablaðið - 01.11.1923, Side 3
IflMlliHII 0. árg. Nóv.—des., 1923. 11.-12. blað. Sár grædd meö heftiplástri. Árið 1919 sá eg i svip ritgerð með þessari fyrirsögn i handlækninga- tímariti frá Ameríku. Höfundurinn lýsti þar eftirfarandi a'Sferö við aS fá sár til aS skinnga sæmilega fljótt og vel: Venjulegur heftiplástur er rifinn niSur i tæplega sentimeters breiSar ræmur, og þær linrdar á sárbarniana hringinn i kring um sáriS, þannig, aS annar helmingurinn af breiddinni liggi á heilli húSinni, en hinn helrn- ingurinn úti á sárinu. Þurrar umbúSir. Daginn eftir er tekiS frá sárinu, þurrar umbúSir lagSar viS þaS, en enginn heftiplástur. Daginn þar á eftir er búiS um sáriS eins og fyrsta daginn, og síSan á sama hátt áfram til skiftis, ]>annig, aS annan sólarhringinn séu hefti- plástursræmurnar hafSar á sárbörmunum, en hinn sólarhringinn ekki, —• uns sáriS er gróiS. Því miSur setti eg ekki á mig nafn höfundarins. iSrar mig þess mikiS, því aS eg liefi hann í miklurn heiSri. Og ýmsurn sjúklingum mínum kæmi vel aS vita heiti hans, því aS þeir mundu margir gjarna vilja inni- binda þaS í bænum sínum. Eg reyndi þetta fyrst, er eg var á Ullevál, meS leyfi yfirlæknisins, sem eg var hjá, og sá strax, að þetta ntundi vera hiS mesta þjóSráS. SíSan hefi eg iSulega notaS þessa aSferS, og æfinlega meS ágætum árangri. Strax þegar umbúSirnar eru teknar frá sárinu eftir fyrsta sólarhring- inn sést örmjó (alt aS 1 mm.) bláleit þekjurönd vaxin frá sárbörmun- um, alstaSar þar sem heftiplásturinn hefir legiS. Þetta skeikar ekki, jafn- vel þó aS urn sár sé aS ræSa, sent tímunum saman hefir ekki sýnt minstu tilhneigingu til aS skinnga, hvaS sem viS þaS hefir veriS reynt. Næsia sólarhringinn, ])egar heftiplásturinn liggur ekki viS sáriS, breikk- ar þekjuröndin ekki, en hún þykknar og styrkist, og verSur þá hvítleitari. ÞriSja sólarhringinn bætist ný þekjurönd viS, og þannig gengur þetta áfram, reglulega og ábyggilega. ÞaS slys getur þó komiS fyrir, aS þekjan, sem er rnjög veik fyrst i staS, skaddist undir þurru umbúSunum, og þó einkum, þegar veriS er aS taka þær af. Til þess aS koma í veg fyrir þaS, hefi eg upp á síSkastiS breytt aSferSinni þannig, aS eg hefi rakar umbúSir í staS þurru umbúS- anna, og breiSi gúttaperkapappir yfir. Nota eg saltvatn g%c, eSa .mjög þunt vitissteinsvatn (y'3%). Hvernig fær heftiplásturinn komiS þessu til leiSar?

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.