Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 243 Heftiplástursa'SferSin er ntiklu seinvirkari en skinnflutningur sem vel tekst. F.n árangurinn er í þess staö miklu ábyggilegri. Iiana má viöhafa í heimahúsum og hvar sem er, viö börn og hvern sem er. af alveg ólæröu fólki og hverjum sem er — jafnvel sjúklingunum sjálfum. 6— II.—’'23. Vilrn. Jónsson. Hjá dr. John Bull. Lundúnabréf frá Stgr. Matthíassyni. London, 5. okt. 1923. Eg veit vel aö sumum finst eg flakka alt oí mikiö. Sjálfum finst mér þaö ekki. Mér finst eg þurfa helst árlega aö fara utan til aö halda mér vakandi. En þaö kostar mikiö, því aö með aldrinum heimtar maöur meiri þægindi á feröalagi. Þaö eru nú 25 ár siðan eg fyrst kont til London og dvaldi þar þriggja vikna tíma: Síöan hefi eg verið hér tvívegis. Þó fanst mér í þetta skifti, fyrsta daginn er eg kom, sent eg mundi aldrei geta áttað mig í þessu völundarhúsi, því mér fanst eg hafa týnt öllu niöur, og óskaöi aö eg hefði ekki hingað komið. Næsta dag var gott veöur og eg varö fljótt svo bjartsýnn, aö áður en kveld var komið, hugðist eg fær í flestan sjó. Nú, eftir vikudvöl, eru mér allir vegir færir og eg kann svo vel viö mig, að eg vildi gjarnan eiga hér heinia. Þennan vikutima hefi eg verið svo önnum kafinn viö að hitta kunn- ingja (og það tekur tíma, að fara úr einu borgarhorninu í annað þó far,- kostur sé góður, einkum meö vagnlestum jaröganganna), aö eg hefi lít- inn tima haft til að heimsækja spítalana, enda þeim vel kunnugur frá fyrri árum. Eg hugöi að eg gæti slept þeim i þetta skifti og séð ef til vill betra í Amériku. En kollega minn einn kynti mig viö mág sinn, dr. Magil! við Queens Hosp. í London. Hann er þar svafnir (anæsthetist) hjá þeim fræga manni dr. Gillies. Þessi góði Gilli vakti aðdáun rnina fyrir hve vel honum tekst aö bæta og prýöa nteð skinnbætingu og holdflutningi margskonar mannamein. Eg sá þarna sæg af sjúklingum, einkum örkumlamönnum úr styrjöldinni, en þar næst ýmsum brunasjúklingum og slysamönnum, sem komið höföu víðsvegar að til að fá hjálp. Eg haföi séö margt af svipuðu tagi í Berlín eins og eg skrifaði um 1916 og 1918 — en alt sem eg þar haföi séð fanst mér klunnalegt kák hjá þessu. Hér voru skaðbrendir menn með alla andlitshúð samanskorpnaöa, augna- lokin óhreyfanleg, skæld. og augnahvarmarnir santankipraöar rifur, munn- ur og nef á svipaðan hátt útleikin o. nt. fl. Leitst mér jtetta óárennilegt og ])á ekki síður jteir sjúklingarnir, sem voru bæöi neflausir og kjálka- iausir eftir sprengiskot. Þar var að eins opinn og ólögulegur tannlaus munnur, með tunguna fram úr til hálfs. — En Jtegar eg sá myndirnar af ýmsum jtannig útleiknum, sem nú voru á góöan veg komnir, og sumir orðnir eins góðir og hægt var aö heimta, jtá fanst mér mikið til korna og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.