Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 245 sem eg hefi verið hér voru þessir kallar, svaínarnir, gamlir skröggar, grá- hæðrir, og mér sýndist þeir venjulega sofa sjálfir vært meöan sjúkling- urinn svaf, og alt gekk samt eins og í sögu. Nú var þarna ungur maður svafnir, laglegur, óskeggjaður, gentleman up to date. Hann svaf ekki en hafði samt „devilish good time“ — því alt svaúingarapparatið gekk af sjálfu sér — dálítill snotur rafmagnsmótor hélt í gangi sogdælu sem saug etergufu upp úr ílösku, og þrýstimælir og örvggisventill sáu um. að aðstreymið yrði ekki um of. En síðan anci- aði sjúklingurinn gufunni inn um eina gúmmipípu og út um aðra. Báðar pipurnar lágu niður barkann, niður að bifurcatura tracheæ. Sjúklingur- inn var fvrst svæfður primært með eter á venjulegan hátt, síðan ýtti lækn- ir með hjálp bronchoskops báðum pípunum niður. Þetta gekk eins og að drekka. H é r k o m e k k i f y r i r, a S sjúklingurinn f e n g i velgju eða seldi u p p — og andlitslitur var eðlileg- u r, ])ví ásamt etergufunni var dælt niður súref.111 (eg glevmdi að geta þess áðan). Magill notar þessa svæfingaraðferð við alla, sem svæfa þarf, (eg sá hana lika notaða við herniasjúkling). — Eg dáðist að hvaS þetta gekk fyrirhafnarlítiS og þægilega fyrir sjúklinginn, en Magill gat gengið um gó!f og skroppiS við og viS fram fyrir til aS fá sér reyk úr cigarettu. — Sumar óperatiónir Gillies taka langan tima — alt aS 4 tima — og sefur sjúklingurinn allan þann tíma sér aS meinlausu, — þaS má ætíS bæta við súrefni, eða lífsanda, til að fjörga hann. Eg hefi lengi ekki skemt mér eins vel og þarna á þessari skurSarstofu. — Allir læknarnir voru svo samvaldir skemtilegir menn — jolly good fellows — og Gillies ekki síst, en þar að auki var hann einn af þessum ábyggilega rólyndu Engilsöxum af Sherlock-Holmes-tagi, nema með óþarflega mikið bogiS nef, eins og hefði veriS transplanterað oían á miSj- an nefhrygginn á honum einu sesamsbeini frá stóru tánni annari hvorri. En þaS hafSi auðsjáanlega enginn gert nema guð almáttugur. Læknafélag Reykjavíkur. Fundur var haldinn 8. okt. 1923 á venjulegum staS. Magnús Einarson: Eyðing sulla og varnir gegn sullaáti hunda. MeS lögum 22. maí 1890 um hundaskatt o. fh.er hver sá ákjddaSur, sem lætur slátra skepnu, er sullir finnast i, aS grafa þegar í staS slátur það, sem sullmengað er, aS meStöldum hausum af höfuðsóttarkindum, svo djúpt í jörð niSur, aS hundar geti ekki náS því, eSa aS brenna það. Ennfremur er sýslunefndum og bæjarstjórnum meS sömu lögum veitt heimild til að semja reglur um lækning hunda af bandormum og veita til fé úr sjóS- um sýslu eSa bæjar. ÞaS virSist því sem nokkurn veginn næg lagafyrirmæli séu fyrir hendi til þess að byggja á útrýmingu sullaveiki hér á landi. Og það er víst engum vafa undir orpiS, að lög þessi hafa gert mjög mikiö gagn, enda sullaveiki orðin miklu óalgengari nú, bæSi í mönnum og skepnum, en áSur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.