Læknablaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 10
248
LÆKNABLAÐIÐ
5. g r. — Skipa skal í hverjum hreppi eöa kaupstaö hæfilega marga
umsjónarmenn með eyðingu sulla og auk þess einn umsjónarmann við
hvert sláturhús. Lögreglustjóri skipar þá með ráði héraðslæknis og skulu
þeir fá borgun fyrir starfa sinn úr hrepps- eða bæjarsjóði. Hreppsnefndir
geta síöan jafnað kostnaðinum niður á hreppsbúa í tiltölu við hundaeign
þeirra; en skyld skulu slátrunarhús til að endurgreiða kostnaðinn við
umsjónarmenn þeirra.
6. g r. — Héraðslæknar eru skyldir að veita umsjónarmönnum meö
evöingu sulla hæfilega þekkingu á bandormum og sullum og öðru því,
sem þeim er nauðsynlegt aö vita, til þess aö geta staðið vel í stöðu sinni.
Umsjónarmennirnir skulu gera sér far um að nota öll tækifæri, og ef
með þarf ferðast um umdæmið, til þess að hvetja menn til varkárni og
kenna þeim sullavarnir og líta eftir að fyrirmælum jsessarar reglugerðar
sé hlýtt og verði þeir þess varir, að óhlýðnast sé fyrirskipununum, skulu
jreir tafarlaust kæra brotiö fyrir lögreglustjóra. — Slátrunarhússumsjón-
armennirnir skulu ávalt vera viðstaddir, meðan slátrun fer fram og skulu
þeir.taka frá allar sollnar lifrar og lungu, svo og annað sullmengað slát-
ur og sulli, safna því saman og sjóða það alt rækilega ásamt öðrum slát-
urúrgangi. Skulu þeir gæta þess vel, aö allir hundar, sem koma kunna
á sláturstaðinn séu tafarlaust fluttir i hundahúsið.
7. g r. — Brot gegn ákvæðum þessarar reglugerðar, sem sett er skv.
5. og 6. gr. laga 22. mai 1890 um hundaskatt o. fl., varða sektum, er nema
10—200 krónum*) og renna þær í hrepps eða bæjarsjóð.
Umræður:
Þ. Sv. þakkaði Magn. Ein. fyrir erindið um sullavarnirnar og þótti hann
færast mikið í fang er hann vildi sjóöa alt hráæti, en fanst það djarflega
hugsað, vildi að eins benda á að kindarhöfuð á stundum gætu orðið hættu-
legur liður í smitun hunda. Vildi annars takmarka hundahaldiö svo mik-
ið sem unt væri.
D. Sch. Thorst. þakkaði frummælanda fyrir vel flutt erindi og kvað þaö
þarft og djarft; vildi vita hvaö gera ætti við þá hunda sem smitaðir væru
er reglugerðin gengi i gildi; fanst tryggilegast að slátrað væri á heimil-
unum innan hundheldra giröinga.
Gunnl. Ein. vildi brýna fvrir mönnum erfiöleikana við að hindra smit-
un hundanna. Gripir dræpust út um hagann og vissi enginn um fyr en
löngu síðar. Vildi ekki leggja niður hundahreinsanir.
Gunnl. Cl. kvaðst hafa verið í þessu félagi í 10 ár, og ekki heyrt miust á
sullavarnir fyr en í fyrra. Fanst félagið hafa tekiö sér fram í svo mikils-
varðandi máli Mælti með reglugerð Magn. Ein. Fanst það falleg hugs-
un hjá honum, að vilja halda hráætinu til haga, og þá sérstaklega eistun-
um. Benti á að mögulegt gæti verið, að nota mætti eistun með salti handa
eldri mönnum til yngingar. Mælti með afnárni hunda í kaupstöðum.
Hundafækkun = sullafækkun.
Magn. Ein. þakkaði undirtektirnar við reglugerðina. Viðurkendi, að
Þ. Sv. hefði rétt fyrir sér með hausana og kvað þar möguleika til smit-
unar á hundum. Benti á að aðalhættan við slátur og hráæti væri við þau
* Til þess að hsekka þannig sektirnar, þarf að breyta löguninn.