Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ -47 sem með þaö fara. Væri fariö eins meö sulli úr dýrum eins og fariö er meö mannasulli, ajt grafiö forsvaranlega 3 álnir i jöröu, þyrfti ekki að 'óttast sullaát hunda. En í staö þess aö grafa, má fá sömu og reyndar betri tryggingu meö því að sjóöa, sjóöa alt þaö, sem innan úr skinni sláturdýrs- ins kemur. Rækileg suöa drepur alla sulli og úr því veröa þeir engum að meini, hvorki mönnum né málleysingjum. Einu sinni á lifsskeiöi sullaveikisbandormsins höfum vér fult vald yfir honum, en þaö er þegar hann sem sullur liggur fyrir framan oss í dauö- um grip eöa dauðum mannr. — Þá getum vér fyllilega ráðið niðurlögum hans, en ekki eftir aö hann er kominn inn í hundsgarnirnar. í eftirfarandi reglugeröarfrumvarpi hefi eg tekiö fram þau atriði, sem eg tel sigursælust í baráttu vorri gegn sullaveikinni. Frumvarp til reglugerÖar um eyðingu sulla og varnir gegn sullaáti hunda. 1. g r. — Hverjum þeim, sem slátrar skepnu eða lætur slátra, er skylt að sjá um, aö hundar nái ekki i neitt hráæti og eti. Til þess að tryggja þetta sem best, skulu allir hundar á sláturstaönum (v: bænurn) byrgðir forsvaranlega inni áður en slátrun byrjar, og skal þeint ekki hleypt út fyrr en blóðvöllurinn hefir verið hreinsaöur svo ræki- !ega, aö þar sé ekkert eftir ætilegt fyrir hunda. í kauptúnum og þar sem slátrunarhús eru, skulu reist hundahús á kostn- aö hrepps eða bæjarsjóös, þar sem geyma skal alla hunda fjárrekstrar- manna, meðan slátrun stendur yfir og auk þess aöra hunda, sem lausir kunna aö ganga og skulu eigendur lnmdanna greiöa hæfilegt gjald fyrir fóður og geymslu þeirra. — Hundahúsin skulu standa viö aðalveginn lil kauptúnsins og í úthverfi þess og skulu fjárrekstrarmenn skila hund- unum þangaö strax og þeir koma. Ekki má afhenda þeim hundana aftur fyrr en þeir fara alfarnir heim aö lokinni slátrun, en flækingshunda skal geyma þar ti! sláturtið er lokiö. Finnist ekki eigandi hunds, skal kostn- aöur viö geymslu hans greiddur af hrepps eða bæjarsjóöi, er þá ja’fn- íramt veröur eigandi hundsins. 2. g r. — Öllum sullum og sollnum innýflum, og þá einkum solltium lifrum og lungum, svo og öðru hráæti, sem ekki þykir mannamatur og venjulega er fleygt, skal safnaö saman jafnóðum og til fellur, í hæfilega stóran pott og síðan soðiö i mauk eða kæfu, sem geyma má á venjulegan hátt og hafa siöan fyrir fóður handa hundum og öðrum dýrum. 3. g r. — Skylt er hverjum landeiganda, eöa þeim sem land hefir á leigu, aö sjá um aö öll hræ, sem finnast kunna í landeignirmi, séu tafar- laust grafin svo djúpt í jöröu, að ekki sé grynnra en iý-> rneter niöur aö hræinu, eöa gera þau óskaðleg á annan hátt meö þvi aö brenna þau eða sjóöa, eöa það af þeim, sem ekki er íull vissa um aö sullalaust sé. — Hver sá, sem finnur hræ úti á viöavangi, er skyldur til að gera aðvart um ]raö fólki á næsta bæ, er aftur tilkvnnir þaö" tafarlaust landráöanda, eða lætur grafa hræiö á kostnaö eiganda eða umráöanda landsins. 4- g r- — Nú er fólk veikt af sullaveiki meö þeim hætti, aö upp af þvi eöa niður gangi sullir, og skal húsráðanda þá skylt aö sjá urn, aö öll sullmenguö útferö sé grafin eða brend.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.