Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1924, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.04.1924, Blaðsíða 4
50 LÆKNABLAÐIÐ lúsugir. Einn héraSslæknir hefir sagt mér, a‘ð eitt sinn, er hann sá flatlús í bringuhári á karlmanni og vildi lækna hann af þessum ófögnuði, hafi hann ekki tekið það í mál; kvað það vera til hollustu, að hafa þetta, til að sjúga skaðlega vessa úr líkamanum. Það var einn af merkustu lækn- um landsins, sem sagði mér þetta, og hefi eg það fyrir satt. Enn er það algeng trú meðal almennings, að lús „kvikni“ af sjálfu sér. Svona er ástandið hjá okkur. Satt er það, en ljótt er það. Það er ekki vansalaust, hversu íslenskir læknar hafa látið ])etta mál litið til sín taka, og það mun þýðingarmeira en margt annað, að beita samrannsóknum og samvinnu á þessu sviði. Vér verðum að gera herferð gegn óþrifunum íslensku, og útrýma þeim. Erfitt verk verður það og gerist ekki í einni svipan, því að þar kemur margt til greina. En það er stór þýðingarmikið velferðarmál. Læknastéttinni ber skyldan um framkvæmdirnar, og þá heiðurinn seinna, þegar vel hefir tekist. — Óþrifin á íslendingum eru auðvitað þau sönut og annarsstaðar: lúsa- tegundirnar 3, kláðamaur og flær. Aulc þess mætti ef til vill telja færilýs, fuglalýs, og fuglaflær. Bíólógiskir eiginleikar lúsategundanna eru likir. Þær auka kyn sitt með miklum hraða. Lifa ca. 50 daga, og nærast á blóði manna og lymfu. Þær eru mjög lífseigar, þola 10 daga sult, sjóðheita vatnsgufu alt að 10 mínútum, og gaddfrost. Lúsalirfur þola 160 frost i 3—4 daga. Eitur ýms þola lýs heldur illa, en eggin, nitin, miklu betur. Til að útrýma lús úr föturn, þarf því minst 40 daga geysmlu til að svelta í hel lýsnar og lirfurnar, sem skríða úr eggjunum, eða 15 mínútna suöu; auk þess má nokkuð tryggilega hreinsa föt með því að sti'júka þau vand- lega og oft með brennheitu þungu pressujárni. — Kláðamaurinn er ekki eins lífseigur og lýs, og má drepa hann með sömu fysisku aðferðum. — Flær eru tvennskonar í híbýlum manna, húsdýraflær (hunda og katta) og mannaflær. Verpa þær eggjum sínum mjög sjaldan í föt manna, en oftast i hey eöa mold, og þar lifa lirfurnar. Um fuglaflær og fuglalýs er mér ekki vel kunnugt. Þær koma á menn, sem fást við veiðar, fólk sem vinnur í vörpum og við dúnhreinsun. íslenskir læknar ættu að rannsaka þessi dýr og lifnaðarháttu þeirra, athuga vel sjúklinga, sem koma til ])eirra með þau, gera tilraunir með hversu best megi lækna o. s. frv. Þetta væri mjög auðvelt og nóg tækifæri til þess heima. Læknuni er sjálfsagt fullkunnugt um kvilla þá, sem þessir parasitar kunna að valda, og hættuna, sem af þeim stafar. Vil eg þó geta um eitt, sem mér þóttu tíðindi, að það er sannað, að lýs, sérstaklega flatlýs, geta borið s y f i 1 i s i milli manna, og kvað það oft koma fyrir, eins og kalla má flatlýs eins konar samræðissjiúkdóm. Taugaveiki geta þær einnig borið, flærnar p e s t i n a o. s. frv. Þó er merkilegast og þýðingarmest um sýkingarhæítu af lúsum, að 1 ú s a t y f u s berst manna á milli eingöngu á þann hátt. Sýklana þekkja menn ekki enn með vissu. Þó hafa fundist smáverur, seni talið er að valdi veikinni. Þær eru mjög smáar, ekki langt frá takmörkum þess að vera sýnilegar í smásjá. Þær eru nefndar Rirhettsia Prowaseki, eftir mönnunum, sem fundu þær. Ara- grúi finst af þeim í garnaþekju lúsanna, sérstaklega nokkrum tima eftir að þær Tiafa bitiö tyfussjúkling. Verst er, að þær finnast einnig í lúsum, sem aklrei hafa komið nærri lúsatyfussjúkling. En menn halda helst, að það sé sérstök tegund af þeim, sem valdi veikinni. Annars er þetta enn þá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.